Náttúrufræðingurinn - 1974, Qupperneq 23
NÁTTÚRUF RÆ ÐINGURINN
17
Það er eftirtektarvert, að stærð fæðudýrsins er í öfugu hlutfalli
við stærð fisksins hjá kolmunnaseiðunum, þar sem stærri fæðudýr-
in, Amphipoda og ljósáta, eru algengust í tveimur neðstu lengdar-
flokkunum, en minni fæðudýrin hins vegar algengari í hinum. Eins
og sjá má á töflu 4 éta kolmunnaseiðin einkum einn til tvo fæðu-
hópa á hverri stöð. Auk heldur spannar lengdardreifing þeirra á
liverri stöð fremur þröngt svið. Þetta tvennt veldur miklum fjölda
einstaklinga hvers fæðuhóps í mjög fáum lengdarflokkum. Þannig
gæti orsök þessa öfuga hlutfalls hjá kolmunnaseiðunum rnilli stærð-
ar fæðudýra og fisks, stafað af því, að svæðisbundnar breytingar
verða á dýralífi svifsins og jaln stór (jafn gömul) seiði halda hópinn.
Þó er ekki loku fyrir skotið, að stærri kolmunnaseiði hafi meira
dálæti á smávöxnum krabbaflóm en þau minni.
Karfi
í fyrsta lengdarflokki karfaseiðanna eru smávaxin svildýr, Oit-
hona og krabbaflóalirfur, algengust I hinum flokkunum tveimur
mun sjaldgæfari. Evadne er aðeins til staðar í litlum nræli í efstu
flokkunum. Stærri svifdýrunum, rauðátu, Temora og Acartia, fjölg-
ar lítillega í efri lengdarflokkunum. Temora og Acartia tilheyra
ekki fæðu minnstu karfaseiðanna (35—45 mm). í flokknum 45—55
mm eru krabbaflærnar Oithona og Temora í mestunr fjölda.
Greinilegt er, að srnærri fæðudýrin, einkum Oithona og krabba-
flóalirfur, eru fleiri í fæðu nrinni karfaseiðanna (6. nrynd) en
þeirra stærri. Temora, Acartia og rauðáta eru lrins vegar oftar
til staðar í nrögunr stærri seiðanna. Hér er val fæðunnar háð hlut-
fallinu nrilli stærðar hennar og seiðisins, en ekki, eða a. nr. k. ekki
eingöngu, breytingum á dýrasvifinu, þar sem seiði úr mismunandi
lengdarflokkunr, veidd á sönru stöð, höfðu valið mismunandi fæðu-
dýr sér til átu.
Hernrann Einarsson (1960) hefur rannsakað fæðu karfaseiða á
íslensku hafsvæði. Seiði nrinni en 35 mnr á lengd átu einkum egg
krabbaflóa og lirfur þeirra sönru og sæsniglalirfur. Aðalfæða 35—
45 nrnr karfaseiða var ófullvaxin rauðáta (Copepoditar) og aðrar
smávaxnar krabbaflær. Hermann álítur að karfaseiðin „velji einn
ákveðinn stærðarflokk, ca. 150 p, ýmist sæsniglalirfur, krabbaflóa-
egg eða önnur egg af svipaðri stærð“.
Niðurstöður þær, sem hér lrafa fengist varðandi lengdarflokk 35—
2