Náttúrufræðingurinn - 1974, Síða 29
NÁTTÚRUl RÆÐINGURINN
23
20. Staðirnir voru valdir með það fyrir augum, að þeir gæfu hug-
mynd um uppruna hryggjanna og bergfræði þeirra. Botnsýni voru
síðan tekin í júní 1971, og komu upp alls 105 kg af bergi. Sýnin
voru tekin með botnsköfu, sem dregin var á eftir skipinu, að jafn-
aði um 200 m vegalengd. Við sköfuna er festur poki úr neti með
slíka möskvastærð, að allir molar tapast, sem eru smærri en u. þ. b.
1 þumlungur. Samtímis því, að botnsýnin voru tekin, voru gerðar
dýptarmælingar og þykktarmælingar á setlögum, ef einhver voru.
Unr almenna bergfræði þessara sýnishorna hefur verið fjallað annars
staðar (Brooks, Jakobsson & Campsie 1974). Lynch tók síðan sýni
á átta stöðum til viðbótar á Reykjaneshrygg í október 1973, og eru
þau sýni merkt L 73-36 til 43. Skipið átti þá leið þar urn eftir leið-
angur um norðurhöf. Alls söfnuðust í þessari ferð 130 kg af bergi
af svipaðri gerð og það, sem fannst 1971. Sýnishornin frá 1973
staðfestu þá mynd, sem áður Iiafði fengizt.
Til glöggvunar er í töflu 1 stutt lýsing á botnsýnum, sem tekin
voru á Lynch í þessum tveim ferðum. Mestallt bergið reyndist vera
ferskt blágrýti, lítið senr ekkert núið. Nokkrir nrolar af linu túffi
fundust í botnsýnum L 71-17 og L 73-37. Af framandsteinum fundust
aðeins sex örlitlir molar (í L 73-36), þeir gætu verið aðfluttir, t. d. af
völdunr hafíss. Blágr ýtið er mjög ferskt, og líkist að gerð nútímagos-
myndunum á landi. Þeir steinar, sem núnir eru, virðast hafa orðið
það af völdum sjávar og þá annaðhvort í fjöruborði lítilla eyja,
senr seinna hafa brotnað niður, eða á litlu dýpi. Á þeinr tólf stöð-
um, þar senr botnsýni voru tekin, reyndist botninn, eftir því senr
séð varð, vera fast berg nreð einstaka lausunr steinum eða grófunr
sandi of möl. Það er því allar líkur á því, að hér sé unr nútínra gos-
myndanir að ræða og að aldur þess bergs, senr upp konr, sé í hæsta
lagi nokkur þúsund ár. Sennilegast er, að þetta berg sé að uppruna
brotaberg og bólstraberg, nryndað við neðansjávargos, einnig leifar
af ofansjávargosmyndunum, þ. e. hraun og túff, sbr. Surtseyjar-
1. mynd. Dýptarkort a£ Reykjaneshrygg á rnilli 63° JT og 63° 50' n.br. Staðir,
þar sem liotnsýni voru tekin af rannsóknaskipinu Lynclt 1971 og 1973, eru
merktir með tölum. Svæði, sem hafa sigið, eru rúðustrikuð. Eftir korti nr. 15
(Fuglasker), Sjómælingar fslands. — tíathymetric map of the Reykjanes Ridge
beliueen 63° 14' and 63° 50' N. USNS Lynch dredge stations of 1971 and 1973
are shown. Subsided areas are cross-liatched. After map no. 15, Icelandic Hydro-
graphic Service.