Náttúrufræðingurinn - 1974, Page 32
26
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
2. mynd. Botnsýni L 71-19 (aðeins liluti) tekið á 63° 25.2' n.br. og 23° 52.3'
v.l.; dýpi 68 m. Hvít skán á sumum steinanna eru saltútfellingar. — Rocks
from dredge stalion L 17-19, at 63° 52.2' N and 23° 52.3' W; deptli 68 m.
gosin. Þess má geta, að bergfræðiathugun bendir til þess, að þeir
molar, sem söfnuðust við hverja botnsköfun, sé í mörgum tilvikum
úr sönru gosmyndun, þ. e. myndaðir við eitt og sama gosið.
í töflu 1 er þess getið til, hvort um sprungu- eða dyngjugos geti
verið að ræða í hverju tilviki. Hér er farið eftir innri gerð bergsins,
t. d. hvaða mineralar myndi díla og eins efnasamsetningu, en alls
24 bergmolar frá botnsýnunr L 71-17 til 20 voru efnagreindir
(Brooks og aðrir, 1974). Greiningin er byggð á samanburði við
hraun á vestanverðum Reykjanesskaga, en Jrau skiptast í sprungu-
og dyngjuhraun, hver hópur með sín einkenni, og er gerð með
þeim fyrirvara, að hið sama gildi um Reykjaneshrygginn og Reykja-
nesskagann.