Náttúrufræðingurinn - 1974, Page 35
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
29
L 71-19:
63° 25.2' n.br., 23° 52.3' v.l. Dýpi 68 m; alls 50 kg.
Fcrskt blágrýti, ckkert eða lítið núið, allblöðrótt. Stærsti bergmolinn 26
cm. Brotaberg, sennilega myndað i einu sprungugosi.
L 73-43:
63° 21.9' n.br., 24° 04.7' v.l. Dýpi 145 m; alls 45 kg.
Blágrýti, nokkuð núið, allt að 20 crn að stærð. Ósamstætt saín, a. m. k.
þrjú aðskilin gos. Ef til vill sprungugos.
L 71-20:
63° 17.6' n.br., 24° 13.5' v.l. Dýpi 99 m; alls 15 kg.
Ferskt blágrýti, ekkert eða lítið núið, mjög blöðrótt. Brota- eða bólstra-
berg, myndað í einu gosi. Sprungugos.
Þessar bráðabirgðaathuganir bentti í þá átt, að þarna væri um
nýlegt gosberg að ræða, sennilega mynclað á árunum 1970—1971.
Þegar ljóst varð, að hægt væri að lá fleiri botnsýni frá Reykja-
neshryggnum, var ákveðið að taka nr. a. botnsýni á tveinr stöðunr
til viðbótar nálægt L 71-19 til að reyna að ganga úr skugga unr,
livort gosið hefði þarna nýlega í raun og veru. I stuttu máli sagt,
þá staðfestu nýju botnsýnin, L 73-42 og L 73-41, senr tekin voru
í október 1973, þá mynd, sem fengizt hafði áður. Botnsýni L 73-42
var tekið rúmlega 2i/2 km NNAafL 71-19 (sjá 1. nrynd). Það berg,
senr kom upp, reyndist vera lítið eða ekkert núið, að uppruna
brotaberg og gjóska, mikill hluti var gróf nröl og sandur, en í þess-
ari ferð var notast við þéttriðnari poka á sköfunni. Á að líta voru
bergmolarnir mjög líkir þeim frá L 71-19, nenra hvað nú sást
nokkuð af lífrænunr leifum, svo senr göngum eftir orma, kúskel
o. fl. þess háttar. Botnsýni L 73-41, senr tekið var tæpa 8 knr NNA
af I, 73-42, reyndist mjög líkt hinu fyrrnefnda, þó var hér enn
nreira að lífrænum leifum.
Efnagreiningar og smdsjdrathugun. Bergefnagreining var gerð á
stærsta sýninu lrá L 71-19, sjá töflu 2. Kom í ljós, að hér var um
að ræða þá gerð blágrýtis, er þóleiít nefnist, nrjög áþekku jrví, senr
einkennir Reykjanesskagann (Sveinn Jakobsson 1972). Til þess að
kanna, hvort allir rnolarnir úr L 71-19 gætu verið úr sanra hraun-
inu (gosmynduninni), voru gerðar efnagreiningar á þremur öðrunr
molrurr úr þessu botnsýni. Þessar efnagreiningar sýndu heldur nreiri
breidd en vanalegt er í blágrýtishraunum, en þó ekki nreiri en svo,