Náttúrufræðingurinn - 1974, Page 48
42
N ÁTTÚRU F RÆÐINGURINN
1. mynd. Lómagnúpur séður frá Kálfafelli. Ljósm. Jón Jónsson.
runnið fyrir um 5000 árum. Framhald þessa misgengis má auð-
veldlega rekja á ská upp eftir Blómsturvallafjalli rétt hjá Nón-
drang. Ekki er þetta eina misgengið jtarna, heldur virðist það vera
austur (eða réttara suðaustur) brúnin á sigdal, sem er töluvert
breiður og steinir norðaustur-suðvestur. Gæti svo verið, þó ekki sé
víst, að Hjallabrekka væri norðurhlíð þessa sigdals. Greinileg mis-
gengi liggja um Hnúka og þar austur af og auðveldlega má rekja
þau vestur yfir Blómsturvallafjall og Harðskafa. í hinu hrikalega
Hrefnárgljúfri koma þessi brot í berggrunninn einkar vel fram.
Uppi á háskerjunum norður af hverfelli má líta opna sprungu
í bólstrabergi, en lækur hefur hreinsað úr henni allt lausagrjót,
svo að hún kemur vel fram. Ekki er að efast um, að þar er einnig
fyrir hendi brot í berggrunninum. Stefnan er ævinlega sú sama.
Sé kort af þessu fjallasvæði vel athugað, kemur í Ijós, að Jrví nær
öll gil og skorningar sitt til hvorrar handar í dalnum, sem Djúpá
fellur eftir, standast á, og er auðvelt að rekja slíkar línur allt frá