Náttúrufræðingurinn - 1974, Qupperneq 50
44
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
kambur rnilli þess og fjallsbrúnarinnar. Gljúi'rið liggur því sam-
síða fjallsbrúninni í staðinn fyrir að mynda rétt liorn við hana,
eins og eðlilegast hefði verið.
Austast er kambur þessi, sem er úr móbergi, aðeins um 10 m
breiður en mjókkar fljótt og lækkar, er vestar dregur. Sléttir, reglu-
legir fletir eru einkennandi fyrir veggi þessa gljúfurs, og er auðsætt
að um sprunguveggi er að ræða. Stefnan er NA-SV. Mjög áberandi
sprungur liggja um farveg árinnar þveran, rétt ofan við þann stað,
er hún steypist ofan í gljúfrið. Þar er móbergið nokkuð ummyndað.
Af þessu er augljóst, að þarna hefur áin fundið sprungur í berg-
grunninum, sem gerði henni auðvelt að grafa sér djúpt gljúfur á
skömmum tíma. í fjallinu vestan við Brunná og við Tröllaskarð
lítið eitt austar má einnig sjá votta fyrir þessu sprungubelti.
Vart held ég, að á því geti leikið nokkur vafi, að sprungur þær
og misgengi, sem hér hefur verið drepið á, séu „tektoniskar“
sprungur og tilheyri meginsprungukerfi landsins. Að misgengin eru
fremur óveruleg á þessu svæði, gæti einfaldlega verið hægt að skýra
með því, að svo geysileg upplileðsla hafi átt sér hér stað tiltölulega
mjög seint. I því sambandi má geta þess, að rekja má jökulbergs-
lag (tillit) allt frá því neðarlega í Lómagnúpshlíð vestur fyrir
Kirkjubæjarklaustur. Það virðist því liggja undir öllum þessum
fjallaklasa, sem er því í heild yngri. Um aldur þessa jökulbergs er
að vísu ekki enn vitað, en hins vegar er fullljóst, að jrað er jarð-
fræðilega ungt.
Af ofansögðu sýnist mér mega ráða, að austurmörk meginsprungu-
beltisins um landið Jrvert, séu nokkru austar en yfirleitt hefur verið
talið, og að Öræfajökull standi ekki utan þeirra, heldur á eða fast
við austurmörk sprungubeltisins.