Náttúrufræðingurinn - 1974, Page 53
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
47
í Mývatnssveit. Mun Haukur Ragnarsson, skógfræðingur, hafa fjölg-
að eini þaðan í gróðurhúsi, með græðlingum. Verður þá í framtíð-
inni hægt að fá eini af góðum stofni í garðana. Helgi Valtýsson,
rithöfundur, skrifar um eini og einiber í vikublaðið Dag á Akur-
eyri 28. febrúar 1962, og segir m. a.: ,,í æsku þótti okkur smala-
strákunum talsverður slægur í einiberjunum, þegar þau voru orðin
vel þroskuð og fallega blásvört. Og þau urðu vel þroskuð á okkar
smalastöðum (í Loðmundarfirði), enda var þar sums staðar talsvert
af allstórum einikræklum. Okkur þótti að vísu einiberin dálítið
römm á bragðið, en það var samt frískt og liressandi og lagði sterk-
an ilm frarn í nefið, þegar við tuggðum berin. Og hressandi þótti
körlunum einiberjabrennivínið, það var þeiri'a íslenzki sénever.
Ekki datt mér í hug að trúa því, er gamall maður á Sunnmæri
sýndi mér 6 þumlunga einifjöl í gömlum kistubotni. Seinna kynntist
ég einitrjám í skógum Noregs, bæði Vestanfjalls og Austan. Venju-
lega voru þau ekki nema liðlega mannhæðar liá, en teinbein og
stinn.“
Smölum á Vestfjörðum og víðar þótti líka gott að grípa í eini-