Náttúrufræðingurinn - 1974, Page 57
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
51
móar í sumum héruðum. Til var það erlendis, að tóbak var drýgt
með sortulyngi. En mest var það hvarvetna notað til litunar og svo
til lækninga. Víða um lönd hefur seyði af blöðum sortulyngs verið
notað öldum saman til sótthreinsunar og mót ýmsum blöðru- og
nýrnakvillum. Blöðin ganga undir nafninu „folium uva-ursi“ í
lyfjaverzluninni. í sortulyngi er mikil sútunarsýra og einnig arbutin
(chinonar). í blómi sortulyngs er dálítið hunang, en ekki er nema
á færi ranalangra skordýra að ná í það, því að bæði á krónu og
fræflum eru stinn hár, sem varna inngöngu. Sjálffrævun mun al-
geng. Sortulyng vex hægt, en talið er, að það geti orðið 50—70 ára
gamalt. Blóm byrja að myndast sumarið áður en þau springa út og
eru fljót tii á vorin, i maí—júní.
Vísindanafn sortulyngsins þýðir bjarnarber, og telja sumir, að
bjarndýr grípi í þau, einkum á vorin, er þau koma soltin tir híði.
Sortulyng er algengt um norðanverðan hnöttinn, og 50—60 teg-
undir teljast til sömu ættkvíslar. í fjöllum Skandinavíu og víðar
vaxa rjúpuber (Arctostaphylos alpina). Þau fella blöð á haustin,
en fá áður fagran, rauðan liaustlit. Væri ef til vill reynandi að rækta
þau í steinhæð í görðum. Ef við gætum litið eina eða tvær aldir
aftur í tímann, sæjum við forfeður okkar í móbrúnum, sortulyngs-
lituðum fötum, marga hverja. Og til hátíðabrigða var gengið á
dökkum, sortulyngsbörkuðum skóm.