Náttúrufræðingurinn - 1974, Side 58
52
NÁTTÚRUI-RÆÐINGURINN
Sigurvin Elíasson:
Eldsumbrot í Jökulsárgljúfrum
Inngangsorð
Sem kunnugt er kemur Jökulsá á Fjöllum upp í Vatnajökli
norðanverðum, aðallega Dyngjujökli. Vatnsrennslið er mjög mis-
mikið eftir árstíðum, svo sem títt er um dragár og jökulár, og er
langmest í sumarleysingum. Meðalrennslið um Dettifoss er eitthvað
nálægt 220 m3/sek. Áin hefur hlaðið upp Jökulsársanda, heljar-
mikla óseyri í hotni Axarfjarðar, þar sem líka er að finna nokkuð
óvenjulegar stórgrýtisdreifar. Jökulsá er mikið vatnsfall, sem veltur
áfram kolgrátt af aurburði frá vori til hausts.
Á öræfunum norðan við jökla fellur hún lengi um hallalitla grá-
grýtissléttu með stökum móbergsfjöllum — minjum eftir gos á
jökultíma —, sem sums staðar er þakin ungum hraunum, því að
hér liggur jarðeldabeltið norður í Axarfjörð. Norður á hásléttu-
brúninni lækkar landið nokkuð snögglega niður að undirlendinu
fyrir botni Axarfjarðar. Og þar í hallandi hálendisjaðarinn hefur
áin grafið gljúfur firnamikil og allt að 30 km löng, Jökulsárgljúfur.
Er óhætt að segja, án þess að halla nokkuð á önnur gljúfur, að þetla
séu mikil gljúfur og hrikaleg. í þeim hafa orðið margvíslegar harn
farir og verður liér drepið lauslega á suma þá viðburði.
Allmargir náttúrufræðingar hafa skoðað sig um bekki í Jökulsár-
gljúfrum, og hefur t. d. Sigurður Þórarinsson séð þar margt rnerki-
legt og útskýrt.
Aðalbergið í og við suðurhluta gljúfranna segir hann (1959) vera
grágrýtislög frá löngu hlýskeiði (Riss-Wúrm) fyrir síðasta jökul-
skeið, auk þess nokkur millilög úr molabergi, enn fremur set frá
ísaldarlokum og yngra. Eldra berg en frá R/W segir hann að finna
í sjálfum gljúfrunum.
Ég hef oft komið í Jökulsárgljúfur s.l. 4—5 sumur og er þar
nokkuð kunnugur, þótt gljúfrin séu sannkallað völundarhús. Ég er
á Jrví, að J^ar sé meira um hraun runnin eftir að ísöld lauk en fram