Náttúrufræðingurinn - 1974, Page 61
N ÁTTÚ RUF RÆÐIN G U RIN N
55
2. mynd. Norðurgljúíur Jökulsár norðan Lambafells. Horft til norðurs. Rauð-
hóla- eða Randarhólahraun er að finna hæst í gljúfrabrúnunum til hægri. Eldra
ungt hraun í gljúfrabrúnum til vinstri. Ljósa skellan í vinstri gljúfrabörmun-
um á miðri mynd er jökulalda.
Vestan gljúfranna á þessnm slóðum er þetta nýja hraun ekki, og
raunar ekki fyrr en alllangt suður í heiði. Enda bendir margt til,
að farvegur árinnar í norðurgljúfrinu hafi ráðist af misgengi, a. m. k.
utan til, og vesturbarmurinn verið hærri. Vesturbarmurinn suður
frá Áshöfða er aftur hulinn heldur unglegu helluhrauni, sem leggst
næst undir nýja hraunið hjá Vestaralandi. Eru á þessu hrauni hellu
hraunsblettir, en þó liggja ofan á því jökulhólar, eins og t. d. Skógar-
urð sunnan við Áshöfða.
Tæpan kílómetra suðvestan við Vestaraland kemur nýja, dökka
hraunið fram á ný og liggur sem mjór um 1 km langur garður eftir
brúninni, vaxinn kjarri. Er austurjaðarinn vatnsrofinn og mýrar-
sundið austan við er gamall farvegur, sem liggur að túrifætinum
á Vestaralandi og þaðan í Landsárgil. Sunnar breikkar hraunið upp
að rótum Kjalaráss (254 m) og liggur svo vestan Valagilsár suður
að norðausturrótum Lambafells (243 m), víðast 5—7 m þykkt og tvö
lög sums staðar.