Náttúrufræðingurinn - 1974, Page 63
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
57
3. mynd. Skógarbjörg, leifar Randarhólahrauns í gljúfrunum, sbr. texta.
Bungan fjær er Lambafell.
Hljóðaklettum og þar hefur gosið. Austurbarmurinn gegnt þeim
er efst hlaðinn upp úr hraunkúlum og gjalli, og hefur hér a. m. k.
orðið gjallgos. Línuskipan þeirra bendir á ósvikið gos fremur en
gervigos og svo er einnig um Rauðhóla. Stefna þessara syðri gíga er
nálægt N 25° V, en Rauðhóla nálægt N 10° A, svo gígaröðin er
mjög íbogin.
Eyian
Á Svínadal og norðan hans er enn að finna frægar náttúrusmíðar.
Þar er Eyjan, hin mikla svarta hamraborg — þverhníptur hamar á
þrjá vegu — en að sunnan áföst undirlendi Svínadals, rösklega 3 km
löng og 0,7 km breið. Vestan Eyjunnar og norðan skerst til suðurs
um 2,5 km langt vatnslaust gljúfur, og 300—400 m lneitt — forn
smíði mikils vatnsflaums. Rennur þar nú lítil spræna, Vesturdalsá,
og kallast a. m. k. syðri hlutinn Vesturdalur.
Eyjan er úr þessu dökka unga helluhrauni. Yl’irborðið er flatt,
með máðum straumgárum, smáhnjótum og hvolfum og hallar lítil-