Náttúrufræðingurinn - 1974, Page 64
58
N ÁTT Ú RUFRÆÐINGURINN
4. mynd. Hljóöaklettar nær, Rauðhólar fjær. Ungur melhjalli í neðra hægra
horni.
lega til norðurs. Margt er um niðurföll og bolla í hrauninu norðan
Svínadalstúns og þar kvíslast Jíka þurrir, grunnir farvegir, grópaðir
í klöppina. Nokkuð er af stórgrýti ofan á Eyjunni, sem annars er
vel skoluð. Slíkt grjót finnst víðar á stangli ofan á ungu hraunun-
um, t. d. í Lambafellsmó undir Lambafelli, en þar er a. m. k. eitt
30 tonna bjarg á gljúfurbarminum. — Eyjuhraunið er 25—30 m
þykkt kubbaberg með 2—4 m þykkri stórstuðlaðri hellu við yfir-
borð og með brekksíuhólfum. Ofan á eru leifar af um 2 m þykku
efra lagi.
Vesturdalur er skorinn í þetta hraun og er mjór stallur af því
í fjallshlíðínni vestan dalsins. Undirlag Langavatnshöfða norðan
Eyjunnar er aftur úr öðru efni og jökulhaugar ofan á. Eyjuhraunið
nær fram í Forvaðakjaft að suðaustan, næstum að bergstöndunum,
en bein tengsl sjást þó ekki. Hæð bergstandanna er svipuð og hraun-
yfirborðsins og sama er að segja um flesta Hljóðakletta.
I heild má segja um þetta svæði, að þar hafi gosið í dal á um
6 km langri, íboginni gígaröð, en ekkert er hægt að segja um hraun-
rennsli í því gosi. Síðar gerist það, að allur dalurinn milli Lamba-