Náttúrufræðingurinn - 1974, Page 66
60
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
5. mynd.
Náttröllin 1 Jökulsár-
gljúfrum, Tröllahellir
andspænis. Dökka
hamrabeltið ofarlega á
myndinni er austur-
veggur Eyjunnar norð-
an Svínadals, leifar
liraunflóðsins frá
Randarhólum.
helluhraun er á yfirborði, og má á Réttarbjargi finna skýrar leifar
gufustúta, niðurföll og rauðbrenndar bríkur, en flest ögn vatnsfáð,
enda er um 5 m þykkur stórgerður hnullungahjalli ofan á Réttar-
bjargi.
í fjölritaðri ritgerð (1959) táknar Sigurður Þórarinsson Vígabjargs-
lagið með X, en næstu lög undir með T, R, S og U. Hann segir
um Vígabjargslagið, að ]tað sé líklega innskotslag (intrusive), tak-
markað að útbreiðslu og líklega yngra en dalurinn. Mér sýnist það
örugglega hluti af ungu, brotnu hraunlagi í dalnum (sbr. og
Kristján Sæmundsson, 1970). Best sést í norðausturkrika Réttar-
bjargs, að það er yngra en dalurinn, þar sem lagið er næfurþunnt,