Náttúrufræðingurinn - 1974, Side 77
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
71
Helgi Hallgrímsson:
Islenzkir lóþörungar (Trentepohlia)
Sjálfsagt vita allir, sem einhverja nasasjón hafa af náttúrufræði,
að þörungar eiga heirna í vatni eða sjó, og þó mætti ef til vill búast
við þeim á blautum jarðvegi eða mosa. Að til séu þörungar, sem
lifa og dafna á skraufþurrum stöðum, mun flestum finnast í meira
lagí ótrúlegt. En það er einn af eiginleikum náttúrunnar, að hafa
undantekningar frá öllum reglum, og koma mannkindinni stöðugt
á óvart með næsta fífldjörfum uppátækjum sínum.
Það eru sem sé til grænþörungar, sem víla ekki fyrir sér að vaxa
þar, sem ekki er um neinn raka að ræða annan en stopult regn,
svo sem á trjábolum, og jafnvel þar, sem aldrei kemur dropi úr
lofti, eins og í hellisskútum. Þörungar þessir tilheyra ættinni
Trentepohliaceae og falla flestir undir ættkvíslina Trentepohlia
Mart. Þeir mynda oft fíngerða loðnu eða ló á steinum, stofnum
(berki) eða blöðum trjáa, en af því er dregið íslenzka nafnið lópör-
ungur. Lóþörungaættin (Trentepohliaceae) er oftast talin til ætt-
bálksins Chaetophorales meðal grænþörunganna (Chlorophyta eða
Chlorophyceae), en aðrir telja hana sjálfstæðan ættbálk (Trentepohli-
ales).
Lóþörungarnir eru einþráðungar eins og flestir aðrir grænþör-
ungar, þ. e. líkami þeirra er þráðlaga og gerður úr einni frumuröð.
Veggir frumnanna eru oltast mjög þykkir og lagskiptir, oftast dökkir
á litinn og sjálf jurtin er sjaldan græn, heldur gul, gulbrún, rauð
eða næstum svört á litinn. Stafar það af litarefni, svonefndu hema-
tokrómi, sem hylur grænukornin í frumunum. Allir kannast við
svipað fyrirbæri, sem er gulnun eða roðnun laufblaða á haustdegi.
Hjá sumum tegundum fléttast þræðirnir saman í eins konar fót-
flcigu, sem vex föst við undirlagið, en upp af henni vaxa síðan
lausir frumuþræðir, en þetta er einkenni ýmissa þörunga af ætt-
bálki Chaetophorales. Hjá tegundum af ættkvíslinni Trentepohlia