Náttúrufræðingurinn - 1974, Page 78
72
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
071 Juniperus communis var. nana. Adaldalshraun, N. Icelaiid. Ljósmynd Helgi
Hallgrímsson.
er þessi fótflaga sjaldan greinileg. Gróbærar frumur verða til hér
og þar í þráðunum eða á endum þeirra og eru oftast öðru vísi lag-
aðar en vaxtarfrumurnar, egglaga, oftast með greinilegum munna.
Við hagstæð skilyrði, þ. e. þegar hiti og raki er nógur, verða til
nokkur sundgró (bifgró) í þessum frumum, sem fullþroska synda
út úr móðurfrumunni, og geta síðan við samruna (frjóvgun) orðið
uppliaf nýs einstaklings. Stundum myndast einnig stilkaðar gró-
frumur á endum þráðanna, sem falla af í heilu lagi og dreifast með
vindi, en ná fullum þroska og opnast, þegar þær lenda í hæfilega
rakt undirlag. Gró þeirra geta myndað nýja jurt án samruna. Þannig
má segja, að lóþörungarnir hafi tekið upp eins konar vinddreif-
ingu, og verður víst ekki lengra komist í aðlögun að landlífi.
Þrátt fyrir smæð sína eru lóþörungar oft harla áberandi, þar sem
þeir vaxa. Sjálfir þræðirnir eru oft á mörkurn þess að sjást með
beru auga, en þar sem þeir vaxa margir saman og mynda áður-
nefnda ló, sem auk jress er að jafnaði með áberandi litum, leynir