Náttúrufræðingurinn - 1974, Blaðsíða 79
NÁTTÚRUF RÆÐINGURINN
73
tilvera þeirra sín ekki. Þess eru jafnvel dærni, að þeir setji svip
sinn á landslagið, líkt og hver annar gróður.
I gömlum plöntulistum frá 18. öld er getið um Byssns jolithus,
sem nú nryndi kallast Trentepohlia iolithus, en hún myndar rauð-
brúna ló á steinum og ilmar líkt og fjólur. Engar öruggar heimildir
eru þó um tilveru hennar hér á landi, en vel gæti þetta átt við
Tr. aurea, sem er algengasti lóþörungurinn hér og vex líka á grjóti.
í þörungalista Hariots frá 1893 er hins vegar getið um Trente-
pohlia aurea frá Vestmannaeyjafirði (Vestmannaeyjum?).
Fyrstu öruggu heimildirnar um lóþörunga á Islandi er að finna
í ritgerð Helga Jónssonar grasafræðings um gróður á Snæfellsnesi,
sem birtist í riti danska náttúrufræðifélagsins árið 1900 (Vidensk.
Meddelelser fra Naturh. Foren.). Þar getur Helgi um Trente-
pohlia aurea, sem hann segir vera „algenga í hálfrökkvuðum skút-
um og gjám í hrauninu" (líklega Búðahrauni) og „oftlega eina jurt-
in í slíkum hellum“. Þetta kemur aftur fram í greininni Gróðrar-
saga hraunanna á íslandi, senr birtist í Skírni árið 1906 og endur-
prentuð var í Flóru, 6. árg., 1968. Þar ræðir Helgi um skuggagróður
í hellum og gjám og segir m. a.: „Auk mosa eru þar og ýmsir þör-
ungar, en hinn algengasti þörungur á þess konar stöðum á Islandi
er Jiið svonefnda gullhnoða (Trentepohlia aurea), er myndar ör-
srnáar, gulleitar, hvelfdar þúfur á berginu.“
Johannes Boye-Petersen, er ritar um „loftþörunga“ (aerial algae)
á íslandi í safnritið Botany of Iceland, 1928, getur um þessa heim-
ild Helga, en segist sjálfur ekki hafa fundið þessa tegund. Kemur
þó fram í ritgerðinni, að hann hefur athugað allmarga liella, eink-
um á Norðurlandi, en þar er gullhnoðað sennilega einna sjaldgæf-
ast. Johannes getur hins vegar um Trentepohlia sp., vanþroska ein-
tak, senr óx á stórum steini við hellismunna, og hann telur líkjast
Tr. umbrina einna mest.
Sjálfur fann ég gullinlóna (ég vil fremur kalla hana svo) á ár-
unum 1950—55 í dálitlum hellisskúta, sem kallast Grímsbás, í gili
Hrafnsgerðisár á Fljótsdalshéraði ofanverðu. Óx þar mikið af henni
í þaki skútans, en foss er þar nærri, og því oftlega rakt í skútanum.
Síðan lref ég rekist á þessa tegund á allmörgum stöðum, við svip-
aðar aðstæður. Sumarið 1960 veitti ég athygli sérkennilegri svartri
loðnu á eini (Juniperus) í Aðaldalshrauni. Voru stofnar og greinar
runnans þaktir af lrenni á stórunr svæðum. Þetta reyndist vera teg-