Náttúrufræðingurinn - 1974, Page 80
74
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
2. mynd. Þræðir Trentepohlia abietina um 200 x stækkaðir. Samruni þráða
scst vel á nokkrum stöðum. — Anastomosis of cells in the threads of Tr. abie-
tina from Adaldalshraun. Ljósm. Helgi Hallgrímsson.
undin Trentepohlia abietina, sem að jafnaði vex aðeins á barrvið-
um. Árið 1971 kom svo þriðja tegundin í leitirnar, Trentepohlia
umbrina, sem óx á birkistofnum (berki) í Vatnsdal í Vatnsfirði á
Barðaströnd. Tvær síðastnefndu tegundirnar liafa enn ekki fundist
nema á nefndum stöðum, og eru því líklega sjaldgæfar utan þeirra.
Lítur jafnvel svo út sem þessar þrjár lóþörungstegundir skipti sér
niður á landshlutana, þannig að gullinlóin er tíðust um sunnan-
og austanvert landið, Tr. abietina um austanvert Norðurland og
Tr. umbrina á Vestfjörðum, en um þetta verður þó naumast fullyrt
með vissu ennþá.
Auðvelt er að aðgreina tegundirnar eftir vaxtarstöðunum, því
þess munu fá dæmi, að þær víxli á þeim. Auk þess þekkist gullin-
lóin á gullgula litnum, sent hún hefur oftast, en báðar liinar teg-
undirnar eru dökkbrúnar eða nærri svartar. Tr. abietina, sem kalla
mætti einiló, er mun stórvaxnari en Tr. umbrina, sem myndar að-