Náttúrufræðingurinn - 1974, Page 81
N ÁTTÚRU FRÆÐINGURl N N
75
3. mynd. l’ræðir Trentepohlia abietina um 500 x stækkaðir. I miðju er þráð-
ur með grófrumu (sporangium), einnig sjást tunnulaga frumur úr grunnþráð-
unum. — Tr. abielina, a thread with sporangium. Ljósm. Helgi Hallgrímsson.
eins líkt og sótkennda bletti á birkiberkinum, en hana mætti kalla
sótló eða birkiló.
Hér fer á eftir nánari lýsing á tegundum þessum:
1. Trentepohlia anrea (L.) Mart. Gullinló eða gullhnoða.
Myndir þétt gullgult eða grágult þel eða ló á klettum, steinum og
öðru undirlagi, og er þelið oft um 0,5 cm á þykkt, mjúkt viðkomu.
Þræðirnir 0,5—1 cm á lengd, ríkulega greindir. Frumurnar í þráð-
unum venjulega 10—20 p á breidd og um 1,5—3 sinnum lengri,
sívalar eða lítið eitt útblásnar (tunnulaga), einkum í grunnþráðun-
um. Frumuveggir og innihald frumnanna rauðleitt. Gróbæru frum-
urnar egglaga, sitjandi á þráðunum eða endum þeirra.
Hér á landi vex tegundin víst eingöngu í skútum og hellum og
líklega einnig í hraungjám (sbr. unnnæli Helga Jónssonar hér að
ofan). Oftast vex hún í loftum (þökum) hellanna og niður á hliðar
þeirra, en sjaldan eða aldrei á botninum (gólfinu). Erlendis vex