Náttúrufræðingurinn - 1974, Side 82
NATTURUFRÆÐINGURINN
4. mynd. Trenteþohlia umbrina úr Vatnsfirði, 30. 8. 1971, um 200 x stækkuð.
Tr. umbrina from Vatnsfjördur. Ljósm. Helgi Hallgrímsson.
hún einnig á múrum og tréverki, og jaínvel á trjástofnum, en hér
er ekki kunnugt um slíka vaxtarstaði hennar.
Oftast er gullinlóin ein sér í hellunum, enda er fáum öðrum jurt-
um fært að vaxa á svo skraufþurrum og rökkvuðum stöðum, því
oft er ekki meira en hálfbjart um hádaginn, þar sem hún vex. Þó
vaxa ýmsar mosategundir stundum með henni, og eins kemur ltálf-
skófin Lepraria oft fyrir á svipuðum stöðum.
Þótt gullinlóin þoli vel langvarandi þurrk, virðist hún þó þarfn-
ast allmikils loftraka. í innsveitum á Norður- og Austurlandi er
það áberandi, að hún leitar í skúta í árgiljum, þar sem fossar eru
í grenndinni, líkt og getið var um fundarstað hennar við Hrafns-
gerðisá. Ekki er heldur ótítt, að hún leiti í hraungjár, þar sem jarð-
hiti er fyrir og gufu leggur upp, t. d. í hrauninu við Hveravelli á
Kili. Eftir athugunum Helga Jónssonar á Snæfellsnesi, virðist hún
vera mjög algeng þar í Iivers konar hraunhellum, án þess að loft-
raki sé þar neitt sérstakur, en þess er að gæta, að þar um slóðir er
ríkt úthafsloftslag, sem kemur í sarna stað niður.