Náttúrufræðingurinn - 1974, Qupperneq 84
78
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
und en T. abietina, eða þá sérstakt afbrigði af henni, en um það
verður ekki sagt að sinni, vegna skorts á heimildum.
3. Trentepohlia umbrina (Kiitz.) Born. Birkiló, sótló.
Myndir dökkbrúnar eða svartar ló- eða hrúðurkenndar breiður
á berki lauftrjáa. Þræðirnir stuttir, oltast aðlægir, með fáum og
óreglulegum greinum. Frumurnar tunnulaga eða allt að kúlulaga,
oft óreglulega samtengdar í þræðinum, 14—25 g á breidd og álíka
að lengd, með mjög þykkum, lagskiptum veggjum. í þurrkum má
mylja lóna niður í duft.
Ef frá er talinn hinn vafasami fundur Joh. Boye-Petersen í Vest-
mannaeyjum, hefur T. urnbrina aðeins fundizt á birkistofnum í
Vatnsfirði í V.-Barðastrandarsýslu (30. 8. 1971). Ég hef litið eftir
henni á viðar- og barksýnum írá ýmsum stöðum á landinu, en
hvergi orðið hennar var. Lítur því út lyrir, að hún sé staðbundin,
en líklegt er þó, að hún finnist a. m. k. víðar á Vestfjörðum.
Islenzku eintökin virðast yfirleitt vera nokkuð dæmigerð.
Aths. I sumar (1974) hef ég fundið Tr. abietina á eini í Jökulsárgljúfrum
í Oxarfirði, og Tr. umbrina á hirki á sama svæði. — II. Hg.
HEIMILDARIT - REFERENCES
Boye-Petersen, Joh., 1928: The aérial algae ol' lceland. Botany of Iceland, Vol.
II, p. 11. Copenhagen and London.
Hariot, M. P., 1893: Contribution a l’etude des algues d’eau douce d’Islande.
Journal de botanique, VII, Paris.
Jónsson, Helgi, 1900: Vegetationen paa Snæfellsnes. Vidensk. Meddel. fra den
Naturhist. Foren., Köbenhavn.
— 1900: Gróðrarsaga hraunanna á íslandi. Skírnir, 80: 150—163. (Endurprent-
að í Flóru, 6: 51-64).
Auk þess ýmsar erlendar bækur um grasafræði og þörunga sérstaklega.