Náttúrufræðingurinn - 1974, Page 88
82
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
eða sækja í það. Umhverfi stöðvanna er nánar lýst í töflu 1. Á
Reykjum voru valdar alls 10 stöðvar með mismunandi jarðhita og
gróðri (sjá töflu 1). Hér voru einnig tvær gildrur á stöð með sama
millibili og við Rauðavatn. Formalín var haft í öllum gildrunum.
Alls voru því gildrurnar á þessum tveimur stöðum 44 að tölu, en
stöðvarnar 22.
Framkvæmd
Gildrurnar voru settar á stöðvarnar hinn 14. febrúar 1973. Þær
voru tæmdar á um það bil viku fresti sem hér segir: 21. febrúar,
]., 8., 14., 21. og 31. marz, 7., 14., 21. og 28. apríl og 5., 12. og 19.
maí. Alls var því vitjað 13 sinnum um gildrurnar. Hinn 14. apríl
voru allar gildrur á Reykjum horfnar nema af einni stöð. Nýjar
gildrur voru settar niður Jiegar daginn eftir. Fengust J>ví aðeins
niðurstöður úr einni stöð af 10 á Reykjum hinn 14. apríl, en í úr-
vinnslu hafa J>ær tölur verið margfaldaðar með 10.
Oll dýr, sem komu í gildrurnar, voru talin og greind eftir Jæví
sem unnt var (Tafla 2), Coleoptera (bjöllur), Isopoda (grápöddur)
og Plecoptera (steinflugur) voru greindar til tegunda, Diptera (tví-
vængjur) til ætta, en önnur dýr reyndist aðeins unnt að greina til
eftirfarandi hópa: Phalangida (langfætlur), Acarina (maurar), Ara-
neida (köngulær), Chilopoda (hundraðfætlur), Diplopoda (þúsund-
fætlur), Hymenoptera (æðvængjur), Thysanoptera og Collemljola
(stökkmor).
Upplýsingar um hitastig, sólskinsstundir og snjójjykkt í Reykja-
vík fengust hjá Veðurstofu íslands.
1. myncl a. Hitastig í Reykjavík tímabilið 15. febrúar—20. maí. Efri línan
sýnir hámarkshitastig, en sú neðri lágmarkshitastig.
1. mynd b. Daglegur fjöldi sólskinsstunda í Reykjavík tímabilið 15. febrúar—
20. maí.
2. mynd. Heildarfjöldi allra dýra og lieildarfjöldi tvívængja (Diptera) við
Rauðavatn miðaður við árstima. Merktir eru inn vitjunardagar.
3. mynd. Heildarfjöldi allra dýra og lieildarfjöldi tvívængja á Reykjum mið-
aður við árstíma. Merktir eru inn vitjunardagar.