Náttúrufræðingurinn - 1974, Blaðsíða 90
84
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
Niðurstöður
í þær gildrur við Rauðavatn, sem voru án formalíns (T1 og T8),
kom mjög lítið. í T8 kom aðeins ein könguló allt tímabilið auk
nokkurs stökkmors. í T1 fengust alls 8 dýr, þar af 5 köngulær.
Stundum höfðu köngulærnar ofið sér vef ylir málin, stundum voru
þær ol'an í gildrunum, en ávallt voru þær lifandi. Sennilega hafa
köngulærnar étið allt, senr datt ofan í gildrurnar og ekki komst
strax upp úr aftur. Af þessum orsökum fengust engar upplýsingar
um áhrif formalíns á veiðihæfni gildranna.
Aðrar gildrur við Rauðavatn reyndust nokkuð misjafnlega.
Einkum voru gildrurnar á melnum olt óvirkar, vegna þess að vatn,
sem síðan fraus, komst í þær. Þessar gildrur vildu einnig oft lyft-
ast vegna frostsveiflna í jörðu, og minnkaði það auðvitað veiði-
hæl'ni þeirra talsvert. Gildrurnar í kjarrinu á Rauðavatni voru mun
betri. Þó stóðu jiær einnig stundum hærra en yfirborð jarðar.
Mikill snjór var oft inni í kjarrinu, og kom fyrir, að ekki var unnt
að nálgast gildrurnar jress vegna. Minna var um afföll á Reykjum,
en þó kom fyrir, að gildrur frusu þar nokkrum sinnum.
I heild voru gildrur á 4 eftirtöldum stöðvum óvirkar á samtals
5 tímabilum (af 13) (T = Rauðavatn, R = Reykir): T7, T9, R1 og
R3. Eftiríarandi gildrur voru óvirkar á samtals 4 tímabilum: Tll,
R9 og RIO. Aðrar gildrur voru óvirkar á einu (T3, T4, R2, R4, R5,
R6, R7 og R8), tveimur (T2, T5 og T12) eða þremur tímabilum
(TIO). Flestar voru gildrurnar óvirkar á milli vitjana hinn 1. 3. og
8. 3. eða alls á 11 stöðvum, en næstflestar á milli vitjana hinn 21.2.
og 1. 3. eða á 10 stöðvum. Milli 15. 2. og 21. 2. voru gildrur óvirkar
á 9 stöðvum. Á öðrum tímabilum voru aldrei fleiri en 4 stöðvar
óvirkar.
Tafla 3 sýnir, að mikill munur er á Jrví, hve mörg dýr koma í
gildrur á hinum ýmsu stöðvum. Við Rauðavatn kom minnst magn
á stöðvar T7 og T9, sem óvirkar voru oftar en hinar, en annars er
lítið samband að sjá milli heildarfjölda dýra á stöð og fjölda tíma-
bila, sem stöðvar eru óvirkar. Sömu sögu er að segja frá Reykjum,
og ekki virðist jrar heldur vera samband á milli magns dýra og hækk-
andi jarðhita.
Líklegt er, að mismunur á heildarfjölda dýra á stöð orsakist aðal-
lega af mismunandi umhverfi stöðvanna. Þetta kemur nokkuð vel