Náttúrufræðingurinn - 1974, Page 92
86
N ÁTT Ú RU F RÆÐINGURINN
4. mynd. Heildarfjöldi langfætla (Phalangida) miðaður við árstíma bæði á
Reykjum og við Rauðavatn.
í ljós, þegar litið er á heildarmagn tvívængja af fjórum mismun-
andi ættum, sem fékkst á hinum ýmsu stöðvum (tafla 4). Við Rauða-
vatn voru það fyrst og fremst tvívængjur af ættinni Ileleomyzidae,
sem komu í gildrurnar utan kjarrsins (T7—T12), en í kjarrinu
voru aðrar tvívængjur mun meira áberandi. Á Reykjum komu tví-
vængjur af ættinni Heleomyzidae einkum í stöðvar R5, R6 og RIO.
Þessar stöðvar eiga það sameiginlegt, að jarðhiti er lítill og undir-
lag er gras og mosi, og eru þær líkastar stöðvunum við Rauðavatn.
Væntanlega hafa stöðvarnar verið nálægt klakstöðvum þessara
flugna. Lítið kom hins vegar af tvívængjum í þær stöðvar, þar sem
jarðhiti var mestur (R7 og R8), en í þær stöðvar kom hins vegar
mjög mikið af bjöllum. Ýmislegt fleira kom í ljós, sem benti til
mjög mismunandi lífsskilyrða kringum stöðvarnar, en of langt yrði
að telja upp hér.
Mun fjölbreyttara dýralíf var á Reykjum en við Rauðavatn
(tafla 2). Ástæðan er eflaust sú, að stöðvarnar við Reyki eru í jarð-
hita og nálægt gróðurhúsum, enda gætir nokkuð innfluttra dýra