Náttúrufræðingurinn - 1974, Side 97
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
91
ar þar lengri tíma en við Rauðavatn, alveg öfugt við aðaltoppinn.
Ætla mætti, að jarðhitinn á Reykjum hefði áhrif í þá átt að flýta
fyrir kviknun skordýralífs á vorin, og samræmist minni toppurinn
þessari tilgátu nokkuð vel. Aðaltoppurinn verður hins vegar ekki
skýrður út frá þessu, og er það athyglisvert, að skordýralífið nær
sér mun betur á strik við Rauðavatn en á Reykjum eftir kulda-
kastið 1. 4.-7. 4.
Hvað veðurskilyrði snertir er það greinilega frostleysið, sem mestu
ræður um það, að skriður komist á fjölgun dýranna. Líklegt er,
að sólin geti örvað kviknun lífs, en þar eð frost og sólskin fylgjast
að (sbr. línurit 1) á þessum tíma, verður lítið gagn af sólu. Snjór
fylgdi frostaköflum, og þetta tvennt hefur vafalaust valdið fábreyti-
legu dýralífi á kuldatímabilunum.
Langfætlur (hér teg. Mitopus morio) sýna sig ekki fyrr en seint
í apríl á Reykjum og þá í mjög miklu magni, og ekki fyrr en í
byrjun maí við Rauðavatn (línurit 4). Athyglisvert er, að eingöngu
fundust ung dýr, og þykir mér sennilegt, að klaktími langfætla sé
nokkuð bundinn við ákveðinn árstíma, en jarðhitinn á Reykjum
hafi áhrif í þá átt að flýta fyrir þroskun eggjanna.
Tvivængjur skipa langstærsta sessinn af heildarfjölda dýra. Hlý-
indin í apríl hafa sennilega verið aðalklaktími þeirra og hafa þær
fallið í gildrurnar nýklaktar, en koma lítið sem ekkert fram eftir
að þær verða fleygar. Næturfrostin í nraí liindra síðan frekara klak.
Ljóst er af línuritum 5 og 6, hvernig einstakar ættir tvívængja
bregðast við vorkomunni. Ættin Heleomyzidae er sú ætt, sem er
langalgengust, og er vorkoma hennar í hámarki á sama tíma á báð-
um stöðunum (28. apríl). Rétt er að benda á ættina Drosophilidae.
Hún virðist þola vel frost og er eina ættin við Rauðavatn, sem
bærir á sér að ráði fyrir apríl.
Mikil aukning verður á fjölda bjallna (línurit 7) í apríl, en þær
eru eini hópurinn, sem virðist ná sér fljótt aftur, eftir að kólnaði
7. mynd. Fjöldi bjallna (Coleopiera) miðaður við árstíma við Rauðavatn og
á Reykjum.
8. mynd. Fjöldi köngulóa (Araneida) miðaður við árstíma við Rauðavatn og
á Reykjum.