Náttúrufræðingurinn - 1974, Síða 102
96
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
1. myncl. Neðsti hluti eldstöðvanna frá 1727 í Sandfellsfjalli. í forgrunni
jökulakla, á bak við er gjall frá eldstöðvunum. í bakgrunni til hægri grillir i
Rótarfjallshnjúk. Ljósm. Flosi Björnsson 29. 8. 1965.
Líklega mun þetta að mestu vera einn hryggur, en dreifist þó
nokkuð neðst, og er lengxa kemur upp í jökulinn slitnar hann sund-
ur um ás eða klett, og stefnan lítið eitt önnur, beint upp jökulhall-
ann. Er því í tvennu lagi, stefnan nokkurn veginn bein á hvorum
fyrir sig. (Lengd hvors hluta hryggjarins eftir mjög lauslegri ágizk-
un nálægt 300—400 metrar, breiddin nokkrir tugir metra.)
Hvor hluti hryggjarins virðist tvískiptur eftir endilöngu, og skilin
þar á milli skörp, að minnsta kosti á köflum, hvað snertir lit og útlit,
og er þar lægð á milli, að minnsta kosti neðan til, en báðir hlutar
hans þó samliggjandi. Vestri hlutinn hærri og efnismeiri, úr rauð-
leitu gjalli, eystri hlutinn svart gjall, mun meira brunnið, og all-
miklu lægri, eða svo mun víðast.
Að lokum vil ég ítreka það, að þetta er aðeins mjög lausleg lýs-
ing, enda tilgangurinn aðeins að vekja athygli á gosmenjum þessum.