Náttúrufræðingurinn - 1974, Page 114
108
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
þú veist, þurfa þeir talsverðan spöl til að komast á fulla ferð. En
þegar hann er búinn að ná fluginu, spinnur hann sig upp á eftir
skúmnum með meiri hraða en ég gat búist við. Og það dregur
óðum saman með þeim. Og ég gat ekki betur séð en lómurinn
stefndi beint á skúminn. En áður en hann er kominn alveg að hon-
um, þá sleppir skúmurinn unganum, en þá var hann kominn liátt
á loft, um áttatíu metra í öllu falli. Ég sé hvar unginn svífur niður
og mér datt ekki annað í hug en að þetta yrði hans síðasta för.
En svo vel vildi til, að liann skall á vatnið, og hvarf. Eftir ofur-
litla stund kom hann upp, og það var ekki hægt að sjá að hann
væri neitt dasaður. Skúmurinn hafði sig aftur á móti snarlega burtu
og flaug hratt. Og sá varð endirinn, eftir þessa loftför ungans, að
hann fór um haustið burtu nreð foreldrum sínum.“
,,Ert þú viss um, að skúmurinn hafi gripið lómsungann í klærn-
ar, en ekki með nefinu?“
„Nei. Því miður get ég ekki ábyrgst það, því sjónauka hafði ég
engan. En mér sýndist hann grípa hann með fótunum, því skúm-
arnir hafa býsna beittar klær. Það leyndi sér aftur á móti ekki, að
skúmurinn varð alvarlega hræddur við lóminn, því svo herti hann
flugið, eftir að hann sleppti unganum."
Þessi frásögn Sigurðar er skýlaus bending þess, að skrimar lrafi
slæm kynni af nefi lómsins, á sama liátt og refir af vænghnúum
álftanna.