Náttúrufræðingurinn - 1974, Page 115
N ÁT T Ú RU F RÆÐINGURINN
109
Jón Jónsson:
Obrinnishólar*
Undirlilíðar nefnast einu nafni hæðadrög þau, sem eru í beinu
framhakli af Sveifluhálsi frá Vatnsskarði norður að Kaldárbotnum.
Hæðirnar eru að rnestu leyti úr bólstrabergi, bólstrabreksíu og mó-
bergsþursa af mismunandi gerð og útliti. Eftir Undirhlíðum liggja
misgengi og verður af þeim sökum sigdalur eftir þeim endilöngum
frá Leirdalshöfða og norður á móts við suðurenda Helgafells. Hluti
af þeim sigdal ber nafnið Slysadalir. Dalurinn er víða grasi gróinn
og hið fegursta útivistarsvæði.
Eldstöðvar eru á Undirhlíðum sjálfum, nyrzt í sigdalnum og á
þrem stöðum vestur af Helgafelli. Þær eru sýnilega tengdar mis-
genginu, en það liggur um Kaldárbotna, myndar vesturbrún Helga-
dals og klýfur loks Búrfell um þvert og hverfur svo undir ung
hraun nokkru norðar. Flestar eldstöðvarnar eru þó vestan undir
Undirhlíðum og má lieita að þær myndi nokkuð samfellda röð frá
því vestan við Sveifluháls norðanverðan og norður að Kaldárbotn-
um. Svo að segja óslitið hraunhaf er frá Undirhlíðum norður og
vestur að Eaxaflóa. Hraunin eru mörg og frá mismunandi tímum.
Yngstu eldstöðvarnar á þessu svæði eru gígaraðir tvær suður við
Vatnsskarð, báðum megin við Krísuvíkurveg, en úr þeim er Kapellu-
hraun komið. Svæðið allt er rist að endilöngu af fjölda mörgum
sprungum og gjám, senr rekja má allar götur suður í Móhálsa og
norður að Mosfellsdal. Mest áberandi eru misgengin á Hjallasvæð-
inu milli Elliðavatns og Kaldárbotna. Þegar suður fyrir Kaldársel
kemur eru flestar sprungurnar huldar yngri hraunum, en koma
fram í hólmum, sem þau hafa ekki náð að renna yfir.
*) Grein þessi er rituð seint á sumri 1972.