Náttúrufræðingurinn - 1974, Page 122
116
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
4. mynd. Óbrinnishólar, eldri gosmyndunin. Vikurlagið með nornaþráðunum
næst fasta berginu. Ljósm. Jón Jónsson.
Gróðurleifar
Ofan á gjalli eldri gíganna er moldarlag nokkuð mismunandi
þykkt, eins og áður segir, en víðast 5—8 cm. Þó er það á stöku stað
10—15 cm. Efsti hluti moldarlagsins er svartur af koluðum gróður-
leifum. Virðist það að verulegu leyti hafa verið mosi, enda má
víða greina heillega mosa í þessu. För eftir birkistofna og greinar
sjást víða og hafa stofnarnir sums staðar náð 15—20 cm upp í gjallið.
Víða er sjálfur stofninn horfinn með öllu en eftir stendur börkur-
inn sem hólkur upp í gjallið. Gjallið hefur sums staðar verið svo
heitt, að viðurinn hefur kolast algerlega og má því finna mikið af
mjóum greinum og stofnum, sem eru kolaðir í gegn. Flestir eru
slíkir stofnar eða greinar um 6 mm í þvermál og þaðan af mjórri.
Vel gæti þetta hafa verið lyng, fjalldrapi eða víðir eins og birki.
Sverari stofnar og greinar eru oltast kolaðir aðeins þeim megin,
sem að gjallinu snýr, en fúnir eða horfnir með öllu nema börkur-
inn hinum megin: Norðan við syðsta gíghólinn, en úr honum var
aðal hraunrennslið, fann ég allmarga stofna, sem voru alveg heil-