Náttúrufræðingurinn - 1974, Síða 126
120
NÁTTÚ RUFRÆÐIN GURIN N
Ingólfur Davíðsson:
Nokkrir jurtaslæðingar sumarið 1973
1 Haukadal 31. júlí.
Neðan við hótelið við Geysi, þar sem verið hafa gamlir garðar,
og nálægt gróðurhúsi þar, vaxa allmargir slæðingar, sumir við jarð-
yl og þá stórvaxnir. Þarna vaxa gulbrá, krossfífill, brenninetla,
gróskumikið hjálmgras, skógarkerfill, axhnoðapuntur, arfanæpa,
græðisúra, skurfa, skriðsóley og húsapuntur.
Á Hvammstanga 14. ágúst.
Hér og hvar sáust akurarfi, gulbrá og skógarkerfill. Þistill og
Spánarkerfill í hvammi við brúna, Ijósatvítönn við garð, liéra-
f í f i 11 (Lapsana), 1 intak, í sáðsléttu. Arfanæpa, háliðagras og vallar-
foxgras. Háliðagras virðist breiðast út. Dálítið af skriðsóley, húsa-
puntur víða, akurfax við veg.
Á Dalvík 13. ágúst.
Talsverðir blettir með gulbrá. Skógarkerfill utan garða. — Mikið
af arfanæpu og útlendri, hávaxinni baldursbrá hefur sést þar og
víða um land tvö s.l. sumur, t. d. fram með vegum, þar sem gras-
fræi hefur verið sáð. Hérafífili hefur einnig komið með grasfræinu.
í Bakkagerði við Borgarfjörð eystra 29. ágúst.
Akurarfi og blóðkollur hér og hvar. Akurarfi vex einnig í Geita-
vík, utar með firðinum. Silfurhnappur í hvilft í sjávarbakkanum.
Hérafífill við veginn, f eintak. Háliðagras og vallarfoxgras breiðast
út. Húsapuntur og skriðsóley víða í og við garða. Arfanæpa við
sjóbúð, ásamt hyggi og höfrum.
Á Egilsstöðum á Héraði 31. ágúst.
Nálægt bænum og í þorpinu vaxa stórar breiður af akurarfa í
skurðum og grasblettum. Silfurhnappur vex hér einnig sem slæð-
ingur. Skógarkerfill einnig utan garða í kauptúninu og 1 hérafífill
sást þar. Útlend baldursbrá.