Náttúrufræðingurinn - 1974, Page 128
122
NÁTTÚRU F R Æ ÐINGURINN
Arnþór Garðarsson:
Skýrsla um Hið ísl. náttúrufræðifélag 1973
Félagsmerw
Á ilriiui lcst Björgúlfur Ólafsson læknir, en hann var kjörfélagi Hins ís-
lenska náttúrufræðifélags og rnikill velgerðarmaður Náttúrugripasafnsins, sem
hann færði mikið safn náttúrugripa frá Austur-Indíum árið 1921.
Alls gengu 87 nýir félagar í félagið á árinu, en úr því hurfu 49. í árslok var
tala skráðra félaga því sem hér segir: Heiðursfélagar 2, kjörfélagar 2, ævifélagar
47, ársfélagar 1419, ársfélagar og áskrifendur erlendis 45. Félagar eru því alls
1520. Auk þess kaupa um 50 félög og stofnanir Náttúrufræðinginn.
Stjórn og aðrir starfsmenn
Stjórn félagsins: Arnþór Garðarsson, Ph. D., formaður, Kristján Sæmunds-
son, dr. rer. nat., varaformaður, Tórnás Helgason ritari, Ingólfur Einarsson,
verslunarmaður, gjaldkeri og Sólmundur Einarsson, cand. real., meðstjórnandi.
Varamenn í stjórn: Einar B. Pálsson, dipl. ing., og Ólafur B. Guðmundsson,
lyfjafræðingur.
EndurskoÖendur: Eiríkur Einarsson, verslunarmaður, og Magnús Sveinsson,
kennari. VaraendurskoÖandi: Gestur Guðfinnsson, blaðamaður.
Ritstjóri Náttúrufrœðingsins: Sigfús A. Schopka, dr. rer. nat.
Afgreiðslumaður Náttúrufrceðingsins: Stefán Stefánsson, bóksali, Laugavegi
8, Reykjavík.
Stjórn Minningarsjóðs Eggerts Olafssonar: Guðmundur Eggertsson, Ph. D.,
Bergþór Jóhannsson, cand. real., og Ingólfur Davíðsson, mag. scient. — Til
vara: Ingimar Óskarsson, náttúrufræðingur, og Sigurður Pétursson, dr. phil.
Aðalfundur
Aðalfundur lyrir árið 1973 var haldinn í 1. kennslustofu Háskólans laugar-
claginn 16. febrúar 1974. Fundinn sóttu 16 félagsmenn. Fundarstjóri var kjör-
inn Sveinn Jakobsson og fundarritari Guttormur Sigbjarnarson.
Formaður flutti skýrslu um störf félagsins á árinu. Gjaldkeri las upp reikn-
inga félagsins og sjóða þeirra, sem í vörslu þess eru. Því næst var gengið til
stjórnarkjörs. Úr stjórn skyldu ganga þeir Arnþór Garðarsson, Ingólfur Einars-
son og Tómás Helgason og voru þeir allir endurkjörnir. 1 varastjórn voru endur-
kjörnir þeir Einar B. Pálsson og Ólafur B. Guðmundsson. Endurskoðendur
voru endurkjörnir þeir Eiríkur Einarsson og Magnús Sveinsson og varaendur-
skoðandi Gestur Guðfinnsson.
í fundarlok urðu nokkrar umræður um störf félagsins. Formaður lét þess