Náttúrufræðingurinn - 1974, Síða 129
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
123
getið, að nafn félagsins lieíði verið misnotað af óviðkomandi aðiljum í sam-
bandi við mótmælafund um byggingu Seðlabanka íslands við Arnarhól í Reykja-
vík í september 1973.
Samkomur
Haldnar voru 6 fræðslusamkomur í 1. kennslustofu Háskóla íslands. Voru
þar flutt erindi um ýmis náttúrufræðileg efni og sýndar skýringarmyndir. A
eítir erindunum urðu jafnan nokkrar umræður. Fyrirlestrar og erindi voru
sem hér segir:
Janúar: Eyþór Einarsson, grasal'ræðingur: Um gróðurfar á Hornströndum og
í Jökulfjörðúm.
Febrúar: Elsa G. Vilmundardóttir, jarðfræðingur: Um jarðfræðirannsóknir
í Fljótsdal og við Snæfell.
Mars: Hörður Kristinsson, grasafræðingur: Um islenskar fléttur.
April: Hjálmar Vilhjálmsson, fiskifræðingur: Um loðnu og loðnuveiðar.
Oktúber:: Helgi Hallgrimsson, náttúrufræðingur: Unt íslenska sveppi.
Nóvember: Kristján Sæmundsson, jarðfræðingur: Unt færslur á gosbeltunum
yfir Island.
Samkomurnar sóttu alls 520 manns eða 87 að meðaltali. Flestir voru fundar-
menn 140 (tvisvar), en fæstir 32.
Fræðsluferðir
Farnar voru fjórar fræðsluíerðir, þrjár eins dags ferðir um Suðvesturland og
ein þriggja daga ferð. Þátttakendur voru alls 206.
Sunnudaginn 3. júní var farið til fugla- og fjöruskoðunar í Kjós og Hval-
lirði. Var fyrst ekið að Hvammsvík og skoðaðir landselir á skerjum í víkinni.
Síðan var farið í fjöru í Brynjudalsvogi, en leiran jjar er ein liin ríkulegasta
í Hvalfirði. Ber einkum mikið á kræklingi, en fjölmargar aðrar dýrategundir
finnast og eru ýmsar Jteirra fremur fáséðar, svo sem gullinbroddi (Echiurus
echiurus) og risaskeri (Nereis virens). Úr Brynjudalsvogi var farið um Kjós
og skoðuðu menn m. a. straumendur á Bugðu og hettumáfsvarp við Eyjatjörn.
Þessi gróðurmikla og sérkennilega tjörn er að verða fremur aðþrengd. Fram-
ræsluskurðir ná alveg að henni að sunnanverðu, en á vesturbakkanum er
sumarbústaður í niðurníðslu. Fuglalíf virðist mjög á undanhaldi. Veður var
með eindæmum gott allan daginn, sólskin og hægviðri. Þátttakendur voru
tæplega 40. Leiðbeinendur voru Arnjrór Garðarsson og Karf Gunnarsson.
Föstudaginn 29. júni var lagt af stað í alhliða fræðsluferð um láglendi
Vestur-Skaftafellssýslu, og tók sú ferð Jrrjá daga. Fyrsta daginn var ekið sem
leið liggur austur sveitir og stansað við Seljafandsfoss og matast. Jarðfræðingar
fræddu menn um jarðfræði Suðurlands alla feiðina austur. Skammt vestan við
Skóga var stansað og skoðaður hlíðagróður. Vaxa Jiar ýmsar tegundir, sem
fágætar eru utan Eyjal jallasvæðisins, m. a. stúfa, loðgresi, grástör, selgresi og
villilín. Gróður var Jjó skammt á veg kominn, enda voru maí og júní með af-
brigðum kaldir. A Skammadalshóli slóst Einar H. Einarsson bóndi og náttúru-