Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1989, Qupperneq 6

Náttúrufræðingurinn - 1989, Qupperneq 6
hending, myndasýning, lýst var kjöri heiðurs- og kjörfélaga og að lokum var kaffidrykkja þar sem flutt voru styttri ávörp. Fundarstjóri á þessum afmælis- og hátíðarfundi var Unnsteinn Stefáns- son, haffræðingur. í ávarpi sínu sagði hann meðal annars, að þegar hann var að alast upp austur á fjörðum á öðrum og þriðja áratugi aldarinnar, þá hafi það ekki verið daglegt brauð að menn skryppu til Reykjavíkur. En þá sjald- an menn voru nýkomnir úr höfuð- staðnum hafi þeir að vonum verið spurðir frétta og meðal fyrstu spurn- inga var gjarnan þessi: Komstu á Náttúrugripasafnið? Þetta taldi Unn- steinn að hafa mætti til marks um þann mikla áhuga sem landsmenn sýndu störfum félagsins og þess álits sem menn höfðu á tilgangi náttúr- ugripasafnsins á þessum tímum. Aðalræður hátíðarfundarins héldu Þóra Ellen Þórhallsdóttir, formaður félagsins og Svavar Gestsson, mennta- málaráðherra. Báðar þessar ræður eru birtar hér í blaðinu og vísast beint til þeirra þar um innhald. Sérstaklega vil ég þó benda á orð menntamálaráð- herra um framtíðarhorfurnar í mál- efnum safnsins. Þar eru boðaðar bjartari horfur en verið hafa um langt árabil í þeim málum og tekið er á mál- inu á nýjan hátt og í nýju samhengi. Formaður félagsins skýrði frá sam- keppninni sem efnt var til um merki fyrir félagið, lýsti úrslitum hennar og afhenti verðlaun. Einnig lýsti formaður félagsins kjöri heiðursfélaga og kjörfélaga á fundin- um og afhenti þeim og viðstöddum eldri heiðurs- og kjörfélögum barm- merki með mynd af hinu nýja merki félagsins. Nýir heiðursfélagar voru kjörnir þeir Axel Kaaber, Einar B. Pálsson og Ingólfur Einarsson. Eldri heiðursfélagar eru Eyþór Erlendsson, Ingólfur Davíðsson, Sigurður Péturs- son og Steindór Steindórsson. Nýr kjörfélagi var kjörinn Hjálmar R. Bárðarson. Eldri kjörfélagar eru Ein- ar H. Einarsson, Guðbrandur Magn- ússon og bræðurnir Hálfdán og Sig- urður Björnssynir. Oddur Sigurðsson sýndi myndir úr náttúru íslands - allt frá myndum teknum úr gervitunglum svífandi úti í geimnum til minnstu lífvera sem skríða hér um og við tökum lítt eftir í önn daganna. Hannu Miettinen, forstöðumaður nýtískulegs náttúru- og vísindasafns í borginni Vanda skammt frá Helsinki í Finnlandi, lýsti þessu safni og fjallaði um söfn og sýningastofnanir í nútíma- þjóðfélagi frá ýmsum sjónarhornum. Undir kaffiborðum tók síðan nokk- ur hópur manna til orða og flutti fé- laginu árnaðaróskir. Þeirra á meðal var Steindór Steindórsson fyrrum skólameistari Menntaskólans á Akur- eyri, sem mun vera allra karla elstur í félagu, ef svo má segja. Hann gekk í félagið árið 1922, þá 20 ára gamall, og hefur verið félagi alla tíð síðan eða í 67 ár samtals. LOKAORÐ Nánar mun verða skýrt frá þessum og öðrum atburðum afmælisársins í skýrslu formanns félagsins fyrir árið 1989, þegar þar að kemur. Hér á eftir birtast svo þrjár ræður sem haldnar voru á afmælishátíðunum. Þeim fylgja nokkrar ljósmyndir úr sögu safnsins og frá hátíðunum í haust.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.