Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1989, Blaðsíða 6

Náttúrufræðingurinn - 1989, Blaðsíða 6
hending, myndasýning, lýst var kjöri heiðurs- og kjörfélaga og að lokum var kaffidrykkja þar sem flutt voru styttri ávörp. Fundarstjóri á þessum afmælis- og hátíðarfundi var Unnsteinn Stefáns- son, haffræðingur. í ávarpi sínu sagði hann meðal annars, að þegar hann var að alast upp austur á fjörðum á öðrum og þriðja áratugi aldarinnar, þá hafi það ekki verið daglegt brauð að menn skryppu til Reykjavíkur. En þá sjald- an menn voru nýkomnir úr höfuð- staðnum hafi þeir að vonum verið spurðir frétta og meðal fyrstu spurn- inga var gjarnan þessi: Komstu á Náttúrugripasafnið? Þetta taldi Unn- steinn að hafa mætti til marks um þann mikla áhuga sem landsmenn sýndu störfum félagsins og þess álits sem menn höfðu á tilgangi náttúr- ugripasafnsins á þessum tímum. Aðalræður hátíðarfundarins héldu Þóra Ellen Þórhallsdóttir, formaður félagsins og Svavar Gestsson, mennta- málaráðherra. Báðar þessar ræður eru birtar hér í blaðinu og vísast beint til þeirra þar um innhald. Sérstaklega vil ég þó benda á orð menntamálaráð- herra um framtíðarhorfurnar í mál- efnum safnsins. Þar eru boðaðar bjartari horfur en verið hafa um langt árabil í þeim málum og tekið er á mál- inu á nýjan hátt og í nýju samhengi. Formaður félagsins skýrði frá sam- keppninni sem efnt var til um merki fyrir félagið, lýsti úrslitum hennar og afhenti verðlaun. Einnig lýsti formaður félagsins kjöri heiðursfélaga og kjörfélaga á fundin- um og afhenti þeim og viðstöddum eldri heiðurs- og kjörfélögum barm- merki með mynd af hinu nýja merki félagsins. Nýir heiðursfélagar voru kjörnir þeir Axel Kaaber, Einar B. Pálsson og Ingólfur Einarsson. Eldri heiðursfélagar eru Eyþór Erlendsson, Ingólfur Davíðsson, Sigurður Péturs- son og Steindór Steindórsson. Nýr kjörfélagi var kjörinn Hjálmar R. Bárðarson. Eldri kjörfélagar eru Ein- ar H. Einarsson, Guðbrandur Magn- ússon og bræðurnir Hálfdán og Sig- urður Björnssynir. Oddur Sigurðsson sýndi myndir úr náttúru íslands - allt frá myndum teknum úr gervitunglum svífandi úti í geimnum til minnstu lífvera sem skríða hér um og við tökum lítt eftir í önn daganna. Hannu Miettinen, forstöðumaður nýtískulegs náttúru- og vísindasafns í borginni Vanda skammt frá Helsinki í Finnlandi, lýsti þessu safni og fjallaði um söfn og sýningastofnanir í nútíma- þjóðfélagi frá ýmsum sjónarhornum. Undir kaffiborðum tók síðan nokk- ur hópur manna til orða og flutti fé- laginu árnaðaróskir. Þeirra á meðal var Steindór Steindórsson fyrrum skólameistari Menntaskólans á Akur- eyri, sem mun vera allra karla elstur í félagu, ef svo má segja. Hann gekk í félagið árið 1922, þá 20 ára gamall, og hefur verið félagi alla tíð síðan eða í 67 ár samtals. LOKAORÐ Nánar mun verða skýrt frá þessum og öðrum atburðum afmælisársins í skýrslu formanns félagsins fyrir árið 1989, þegar þar að kemur. Hér á eftir birtast svo þrjár ræður sem haldnar voru á afmælishátíðunum. Þeim fylgja nokkrar ljósmyndir úr sögu safnsins og frá hátíðunum í haust.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.