Fréttablaðið - 18.05.2009, Side 4

Fréttablaðið - 18.05.2009, Side 4
4 18. maí 2009 MÁNUDAGUR FÓLK Jóhanna Guðrún og fylgdar- lið hennar stigu á svið í veður- blíðunni á Austurvelli í gær og sungu Is It True? sem hreppti annað sætið í úrslitakeppninni í Moskvu á laugardagskvöld. Páll Óskar Hjálmtýsson hitaði upp fyrir hana með Eurovision-syrpu og stjórnaði jafnframt athöfninni, sem var sýnd beint í Ríkissjón- varpinu. Gífurlegur mannfjöldi safnaðist saman í á Austurvelli til að fagna þessum frábæra árangri í Moskvu. Jóhanna Guðrún var að vonum í skýjunum þegar Fréttablaðið hafði samband við hana skömmu fyrir athöfnina. „Við erum öll í hópnum að átta okkur á þessu. Þetta er rosa skrítið og maður er aðeins að venjast því að við höfum náð þessum árangri,“ sagði hún. Spurð hvernig tilfinning það sé að hafa jafnað árangur Selmu Björnsdóttur frá árinu 1999 er hún söng All out of Luck, sagði hún: „Við erum bara himinlifandi með það. Í rauninni er þetta meiri árangur því þegar hún keppti voru helmingi færri lönd í keppninni, án þess að gera lítið úr henni.“ Alls hlaut Jóhanna Guðrún 218 stig í úrslitunum en í undankeppn- inni sem var haldin síðastliðinn þriðjudag náði hún efsta sæt- inu með 174 stig, tveimur stigum meira en Tyrkland. Erlend útgáfufyrirtæki hafa sýnt Jóhönnu áhuga, þar á meðal Sony í Svíþjóð og 19 Entertain- ment sem er eigu Simons Fuller, höfundar Idol-keppninnar. Eins og gefur að skilja vonar hún það besta en heldur sig þó á jörðinni. „Auðvitað er maður voða spenntur en oftast gerast svona hlutir hægt. Maður verður bara að bíða og sjá hvernig fer.“ María Björk Sverrisdóttir, umboðsmaður Jóhönnu, segir að þegar sé kominn á borðið samningur um að Is It True? verði á stórri sumarsafnplötu sem verður gefin út í Svíþjóð. Kemur það ekki á óvart enda hefur Jóhanna notið mikilla vin- sælda þar í landi. Spurð hvort stór útgáfusamningur sé í burðar- liðnum vildi hún lítið tjá sig. „Það er einn samningur sem er kom- inn lengra áleiðis en annað. Þetta kemur í ljós en áhuginn er mjög mikill fyrir henni.“ Bætir hún við að stefnt sé á að fylgja árangrin- um í Eurovision vel eftir og hamra járnið á meðan það er heitt. „Það var lagt upp úr því. Þess vegna lagði ég gífurlega áherslu á undirbúningsvinnuna áður en ég fór út.“ freyr@frettabladid.is SAMGÖNGUR Fyrsta grjótfarm- inum var sturtað í Landeyja- höfn á laugardaginn. Til stendur að reisa höfn í Bakkafjöru fyrir ferjusiglingar til Vestmannaeyja. Gerðir verða tveir um það bil 700 metra langir garðar sem liggja í boga og vernda höfnina og ferjubryggjuna fyrir ágangi sjáv- ar. Alls verður notað um 1,3 millj- ónir tonna af grjóti í garðana, en heildarmagnið sem fer í fram- kvæmdina er um tvær milljónir tonna. Gert er ráð fyrir að upp- byggingu brimvarnargarðanna ljúki í október, en verklok við höfnina eru áætluð í júlí á næsta ári. Alls munu um áttatíu manns starfa við verkið í sumar. - kóp Framkvæmdir í Bakkafjöru: Fyrsta hlassið í Landeyjahöfn EFNAHAGSMÁL Hlutfall vanskila af heildarútlánum Íbúðalánasjóðs (ÍLS) fyrstu fjóra mánuði ársins 2009 er nærri þrefalt hærra en á sama tíma í fyrra, að því er fram kemur í tilkynningu frá sjóðnum. Heildarvanskil við sjóðinn eru nú rúmar 800 milljónir króna. Hlutfall af þriggja mánaða van- skilum af útlánum er nú um 0,14 prósent, og hefur aukist um 40 prósent frá því í janúar, þegar það var 0,1 prósent. Í janúar 2008 var hlutfallið 0,05 prósent. - bj Vanskil hjá ÍLS 800 milljónir: Hlutfall van- skila þrefaldast Fagnað eins og þjóðhetju Jóhönnu Guðrúnu var fagnað eins og þjóðhetju á Austurvelli í gær eftir glæsta frammistöðu í Eurovision- keppninni í Moskvu. Fjöldi fólks hyllti söngkonuna er hún steig á svið og söng lagið Is It True? Á AUSTURVELLI Jóhanna Guðrún uppi á sviði á Austurvelli að syngja Eurovision-lagið Is It True? sem náði öðru sætinu í Moskvu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI „Þetta fór fram úr mínum björtustu vonum. Ég þóttist vera bjartsýnn að spá því í fimmta til sjöunda sæti. Þegar annað sætið var staðreynd var maður öskrandi og æpandi fyrir framan sjónvarpið. Þetta var einn yndislegasti dýrðardagur á Íslandi í mínum minnum,“ segir Páll Óskar Hjálmtýsson, Eurovision- aðdáandi númer eitt. „Ég átti ekki von á þessum árangri frá lagi sem er jafnlágstemmt. Þetta er ekki beint rismikið lag en flutningurinn var óaðfinnan- legur. Það gekk allt upp. Söngurinn hjá Jóhönnu, bakraddirnar, útlitið á atriðinu og líka þessi kjóll sem er búið að tuða svo mikið yfir. Þetta sýnir líka og sannar að við Íslendingar höfum alveg jafnmikla möguleika á að vinna og allar hinar þjóðirnar. Goð- sögnin um austur-evrópsku mafíuna fékk að fjúka út um gluggann.“ Páll Óskar um Eurovision: Yndislegur dýrðardagur HLASSINU STURTAÐ Sumir trukkanna sem notaðir eru við framkvæmdina geta tekið allt að 55 tonn af grjóti. MYND/JT VEÐURSPÁ HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. Alicante Amsterdam Basel Berlín Billund Eindhoven Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London New York Orlando Osló París Róm Stokkhólmur 25° 17° 22° 21° 17° 19° 20° 18° 18° 18° 23° 17° 17° 27° 10° 18° 28° 12° 7 10 10 8 8 12 16 Á MORGUN 8-13 m/s NV- og austan Vatnajökuls, annars hægari. MIÐVIKUDAGUR 3-10 m/s, stífastur austan til og með N-ströndinni. 10 16 12 18 8 10 4 5 8 10 4 6 4 8 811 7 7 8 1616 11 12 8 1212 GÓÐVIÐRI ÁFRAM Enda þótt víðast sé góðviðrasamt á landinu verður veðrið áberandi best suðvestanlands. Þar má búast við bjartviðri fram eftir vikunni auk þess að þar verður einna hlýjast. Á morgun má búast við þokusúld við austurströndina og á miðvikudag má búast við skúrum þar, einkum austan Vatnajökuls. Sigurður Þ. Ragnarsson Veður- fræðingur UTANRÍKISMÁL Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir tillögu ríkisstjórnarinnar um aðildarviðræður við Evrópu- sambandið vera afar ósannfærandi og bera það með sér að lítil sann- færing liggi að baki henni. „Þetta er afar rýrt í roðinu og hvergi í til- lögunni, eða greinargerðinni sem henni fylgir, er færður fyrir því rökstuðningur, eða látið að því liggja, að áhugi sé eða vilji fyrir því að ganga í málið hjá ríkis- stjórninni. Það er eins og þetta snú- ist bara um að þjóðin fái færi á að kjósa um málið.“ Bjarni segist ekki hafa rætt við utanríkisráðherra um helgina, en hann hafi tjáð honum fyrir helgi að hann teldi að málið ætti að fá hefð- bundna þinglega meðferð. Það færi þá fyrir utanríkismálanefnd og þar væri hægt að gera breytingar- tillögur ef verkast vildi. Hann segir ótímabært að segja til um hvort og þá hvaða breytingar- tillögur Sjálfstæðisflokkurinn muni gera á tillögunni. Þá sé einnig ótímabært að segja hvort flokkur- inn sé reiðubúinn til að taka þátt í viðræðum við sambandið, en ráð- herrar hafa talað um að leita eftir samstarfi þar um. Málið sé á for- ræði ríkisstjórnarinnar. „Það er einkennilegt að utanríkis- ráðherra tefli fram þingsályktunar- tillögu þar sem hann áskilur sér rétt til að berjast gegn samningnum sem hann síðan klárar. Slíka samn- inga á ekki að gera.“ - kóp Formaður Sjálfstæðisflokksins ósáttur við Evróputillögu ríkisstjórnar: Þingið fjalli um tillöguna ÓSÁTTUR Segir enga sannfæringu búa að baki tillögu ríkisstjórnarinnar um aðildarviðræður við Evrópusambandið. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR ÍTALÍA, AP Raffaele Amato, einn helsti kókaínsmyglari Ítalíu, var handtekinn á Spáni í sameigin- legri aðgerð spænsku og ítölsku lögreglunnar. Amato, sem er frá Napólí, er sakaður um nokkur morð sem ná allt aftur til ársins 1991. Tengjast þau deilunni á milli Di Lauro og Ruocco-glæpagengjanna sem kostuðu yfir tíu manns lífið. Amato var á þessum tíma hátt- settur morðingi fyrir stjórann Paolo Di Lauro sem hafði það að markmiði að auka völd sín í Nap- ólí. Síðan þá hefur Amato orðið þekktur innan glæpaheimsins sem kókaínsmyglari. - fb Lögregluaðgerð á Spáni: Glæpaforingi handtekinn GENGIÐ 15.05.2009 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 209,9316 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 126,25 126,85 191,51 192,45 171,18 172,14 22,984 23,118 19,39 19,504 16,048 16,142 1,3282 1,336 191,63 192,77 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.