Fréttablaðið - 18.05.2009, Side 6

Fréttablaðið - 18.05.2009, Side 6
6 18. maí 2009 MÁNUDAGUR Sólarlottó Þú kemst í sólina með Plúsferðum. 59.900kr. Portúgal Verð frá: Verð á mann miðað við 2 fullorðna og 2 börn í 7 nætur. Enginn barnaafsláttur. Aukavika kostar 10.900 kr. á mann. (Aukavika aðeins bókanleg á skrifstofu) 6., 13. og 20. júní 72.900kr. Tyrkland Marmaris Verð frá: Verð á mann miðað við 4 í íbúð í 7 nætu r. Enginn barnaafslát tur. Aukavika kosta r 20.000 kr. á man n (Aukavika aðeins b ókanleg á skrifstof u). 5. , 12. og 19. júní Spilaðu með og láttu sólina leika við þig. STJÓRNSÝSLA „Sveitarfélög verði efld með flutningi verkefna frá ríki til sveitarfélaga á sviði mál- efna fatlaðra, aldraðra og heil- brigðisþjónustu.“ Þannig segir í stjórnarsáttmála nýrrar ríkis- stjórnar. Viðræður á milli ríkis og sveitarfélaga hafa lengi staðið yfir og sveitarfélög hafa sent frá sér samþykktir í þá veru að þetta verði að veruleika. Úr því að málið er komið í stjórnarsáttmálann er því ekkert til fyrirstöðu að það verði að veruleika. Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir mikinn áhuga hjá sveitar- félögum fyrir þessu og landsþing hafi ályktað í þá veru. Það sé þó háð því að nægir fjármunir fylgi verkefninu. Halldór segir málið hafa verið langt komið í ráðherratíð Páls Péturssonar en þá hafi strand- að á því að ríkisvaldið hafi ekki viljað setja endurskoðunarákvæði inn í samninginn hvað fjárhags- liði varðar. Nú hafi menn komist að samkomulagi um að fjárhags- þáttur verkefnisins verði endur- skoðaður. Þrír ráðherrar undirrituðu í mars, ásamt fulltrúum sveitar- félaga, viljayfirlýsingu um flutning málefna fatlaðra til sveitar félaga árið 2011. Halldór segir að það eigi að ganga eftir, enda sé vinna við þann málaflokk lengra komin. Mál- efni aldraðra gætu verið komin til sveitarfélaganna árið 2013. Í viljayfirlýsingunni kemur fram að heildarkostnaður ríkis- ins við málefni fatlaðra nemi um tíu milljörðum á ári. Halldór segir erfiðara að meta kostnaðinn við málefni aldr- aðra, þau séu að hluta til heil- brigðismál og mun flóknari en málefni fatl- aðra. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að setja á fót tekjustofnanefnd sem fari yfir tekjuskiptingu ríkis og sveitar- félaga. Halldór fagnar því, enda sé það í samræmi við kröfur sveitar- félaganna. Hann væntir þess að nefndin geti tekið til starfa á næstu vikum. „Starf slíkrar nefndar hangir saman við flutn- ing verkefna,“ segir Halldór. Þá segir einnig í stjórnarsátt- mála að unnar verði tillögur að eflingu lýðræðis á sveitarstjórnar- stigi í samvinnu við sveitarfélög og að höfðu samráði við íbúa um land allt. Þá verði sett ákvæði um gerð siðareglna á sveitarstjórnarstigi. Einnig er gert ráð fyrir að hlut- verk sveitarfélaga í velferðarþjón- ustu við börn og fjölskyldur verði aukið með flutningi verkefna frá ríki til sveitarfélaga. kolbeinn@frettabladid.is Aldraðir og fatlaðir til sveitarfélaganna Málefni aldraðra og fatlaðra verða flutt til sveitarfélaganna ef marka má nýjan stjórnarsáttmála. Unnið hefur verið lengi að málinu og sveitarfélögin vilja taka málaflokkinn að sér. Tekjustofnanefnd mun fara yfir tekjuskiptingu. VERKEFNI FLUTT Stjórnarflokkarnir sömdu sín á milli um flutning verkefna aldraðra og fatlaðra til sveitarfélaga í stjórnarsáttmálanum. Það er í samræmi við vilja sveitar- félaganna. FRÉTTABLAÐIÐ/TEITUR HALLDÓR HALLDÓRSSON Á forseti Íslands að hitta Dalai Lama þegar hann kemur hing- að til lands? Já 75,1% Nei 24,9% SPURNING DAGSINS Í DAG Horfðir þú á Eurovision? Segðu þína skoðun á visir.is VIÐSKIPTI Full samstaða er um það í borgarstjórn að breyta ekki umdeildum arðgreiðslum Orku- veitu Reykjavíkur til eigenda sinna, segir Hanna Birna Kristj- ánsdóttir borgarstjóri. Hún segist sammála þeirri niður- stöðu stjórnar Orkuveitunnar að greiða eigendum sínum 800 millj- óna króna arð vegna ársins 2008. Það er helmingi lægri upphæð en undanfarin ár, og 1,7 prósent af eigin fé fyrirtækisins um áramót. Reykjavíkurborg á stærstan hlut í Orkuveitunni, en önnur sveitar- félög eiga minni hlut. Fulltrúar starfsmanna hafa gagnrýnt að greiddur sé arður á sama tíma og laun starfsmanna hafi lækkað. Þess hefur verið kraf- ist að launalækkunin verði dregin til baka. Hanna Birna segir málin ótengd. Öll sveitarfélögin sem eigi Orku- veituna séu í þeirri stöðu að þurfa að draga úr launakostnaði, eins og mörg fyrirtæki í einkageiranum. Að sjálfsögðu geri sveitarfélögin sömu kröfur til fyrirtækis í þeirra eigu. Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn, hvatti í gær til viðræðna við stéttar- félög starfsmanna Orkuveitunnar vegna málsins. Hann gagnrýndi í yfirlýsingu samskiptaleysi borgar- yfirvalda vegna málsins. - bj Borgarstjóri segir umdeildar arðgreiðslur fara í samfélagsleg verkefni borgarinnar: Arðgreiðslum OR ekki haggað GREIÐSLUR Arðgreiðslur frá Orkuveitu Reykjavíkur nýtast til rekstrar leikskóla, grunn- skóla og annarra samfélagslegra verkefna segir borgarstjóri. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM SRÍ LANKA, AP Uppreisnarher Tamíltígra hefur gefist upp í 25 ára löngu stríði sínu við stjórnvöld á Srí Lanka. Bauðst hann til að leggja niður vopn sín í gær eftir að stjórnar- herinn réðst af krafti inn í sterkasta vígi þeirra í norðausturhluta landsins. Þegar íbúar Srí Lanka fréttu af enda- lokum stríðsins þyrptust þeir út á götur og fögnuðu gríðarlega. „Þessi sigur trygg- ir okkur betri framtíð fyrir komandi kyn- slóðir,“ sagði Prasanna Jayawardena, sem skaut upp flugeldum úti á götu. Mahinda Rajapaksa, forseti Srí Lanka, ætlar að halda blaðamannafund á þriðjudagsmorgun sem verður sýndur beint úr þinghúsi landsins þar sem hann lýsir því yfir að stríðinu sé lokið. Selvarasa Pathmanathan, yfirmaður hjá Tamíltígrunum sendi út yfirlýsingu í gær þar sem hann lýsti yfir ósigri sinna manna. „Fólkið okkar er að deyja af völd- um sprengna, skotárása, veikinda og hungursneyðar. Við verðum að koma í veg fyrir meiri skaða. Eini kosturinn okkar er að taka í burtu einu ástæðuna fyrir óvin okkar til að drepa okkur. Við höfum ákveðið að þagga niður í byssum okkar,“ sagði hann. Alls hafa rúmlega sjötíu þúsund manns látist í stríðinu á Srí Lanka en á undanförn- um mánuðum hafa um 250 þúsund almenn- ir borgarar yfirgefið helstu átakasvæðin í landinu. Átökin hafa verið sérlega mikil á þessu ári og að sögn Sameinuðu þjóðanna voru sjö þúsund almennir borgarar drepnir og 16.700 særðust frá 20. janúar síðastliðn- um til 7. maí. - fb Loksins sér fyrir endann á 25 ára löngu stríði Tamíltígra og stjórnarhersins á Srí Lanka: Uppreisnarher Tamíltígra leggur niður vopn FÖGNUÐUR Fjöldi fólks fagnaði endalokum stríðsins sem hefur kostað yfir sjötíu þúsund manns lífið síðast- liðin 25 ár. MYND/AP KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.