Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.05.2009, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 18.05.2009, Qupperneq 10
10 18. maí 2009 MÁNUDAGUR Dr. Natasha Campbell skrifaði bókina “Meltingarvegurinn og geðheilsa” eftir að hafa náð undraverðum árangri með breyttu mataræði og notkun bætiefna fyrir son hennar sem var greindur með alvarlega einhverfu. Reynsla hennar hefur sýnt að mataræði er mjög mikilvægur þáttur í að hjálpa börnum og fullorðnum með andlega kvilla og hefur hún unnið mikið frumkvöðlastarf varðandi notkun próbíótískra bætiefna við meðferð á andlegum vandamálum. Fyrirlesturinn er almennur og ætti að gagnast öllum sem áhuga hafa á að borða sér til bata. Dr. Natasha Campbell-McBride heldur 2 fyrirlestra í Bíósalnum á Hótel Loftleiðum, þriðjudaginn 19. maí kl. 18.00 og kl. 20.00. Aðgangseyrir kr.1000,- Skráning á netfanginu: johannamjöll@simnet.is. Fyrirlesturinn fer fram á ensku Dr. Campbell-McBride er læknismenntuð með sérmenntun í næringarfræði og taugasjúkdómafræði og sérhæfð í næringarfræði fyrir fullorðna með meltingar- og ónæmissjúkdóma. Hringdu í síma ef blaðið berst ekki SJÁVARÚTVEGUR Hætt hefur verið við áform um að setja upp vinnslu hvalaafurða á Akranesi. Félag hrefnuveiðimanna gat ekki fylgt eftir hugmyndum sínum um fjár- festingar vegna óvissu um framtíð veiðanna. „Það liggur fyrir að ekkert verður af vinnslunni í ár,“ segir Gunnar Bergmann Jónsson, fram- kvæmdastjóri Félags hrefnu- veiðimanna. „Fyrrverandi sjávar- útvegsráðherra tryggði okkur veiðileyfi til fimm ára sem gerði okkur kleift að huga að fjárfest- ingum til að setja upp okkar bæki- stöðvar á Akranesi. Yfirlýsingar Steingríms J. Sigfússonar um endurskoðun hvalveiða að lokinni komandi vertíð urðu hins vegar til þess að fjárfestar sem við höfð- um náð samkomulagi við kipptu að sér höndunum.“ Gunnar segir að hrefnuveiðimenn hafi eftir sem áður leyfi til hrefnuveiða í fimm ár og fari svo að því verði breytt verði því ekki tekið þegjandi og hljóða- laust. Hrefnuveiðimenn hafa kom- ist að samkomulagi við kjötvinnsl- una Esju í Reykjavík um að verka þær eitt hundrað hrefnur sem leyfilegt er að veiða í sumar. Samkvæmt upplýsingum frá sjávarútvegsráðuneytinu hafa tuttugu aðilar sótt um leyfi til hrefnuveiða en fyrir höfðu verið veitt leyfi til þriggja útgerða. Það eru útgerðir Halldórs Sigurðs- sonar og Drafnar í Reykjavík og Njarðar í Kópavogi. Þessar útgerð- ir hafa stundað hrefnuveiðarnar á undanförnum árum og uppfylla öll skilyrði sem sett eru fyrir þeim. Innan Félags hrefnuveiðimanna eru fjórar aðrar útgerðir, eða alls sjö. Gunnar segir að félagið muni ekki sækja um fleiri leyfi; það hafi verið ákveðið að stunda veiðarn- ar sameiginlega á þremur bátum. Um það hefur verið stofnað félagið Hrefnuveiðimenn ehf. Gunnar á ekki von á að gefin verði út fleiri leyfi. Sjávar- útvegsráðuneytið getur ekki svarað því hversu margir umsækj- endur standast kröfur, eða hafa til- tæka báta til veiðanna. Leyfisveitingarnar hafa verið gagnrýndar af Félagi hrefnuveiði- manna. Gunnar minnir á að þeim fáu sem stundað hafa veiðarnar í gegnum árin hafi verið lofað að þeir fengju til baka þann rétt sinn til að veiða hrefnu þegar takmörk- unum yrði aflétt. Réttur þeirra hafi verið viðurkenndur af öllum sjávarútvegsráðherrum sem setið hafa síðan veiðibann var sett á á níunda áratugnum. Því skjóti það skökku við núna að stjórnvöld aug- lýsi leyfi til veiðanna fyrir hvern sem er. svavar@frettabladid.is Tuttugu sóttu um leyfi til hrefnuveiða Óvissa um framtíð hrefnuveiða varð til þess að hrefnuveiðimenn hættu við fjárfestingar á Akra- nesi. Þrjár útgerðir hafa fengið veiðileyfi en alls hafa tuttugu aðilar sótt um. Vinnsla afurðanna færist til kjötvinnslu í Reykjavík. NJÖRÐUR Á VEIÐUM Hrefnuveiðimenn ætla að skipta bátnum Nirði út fyrir stærra skip og veiða megnið af eitt hundrað dýra kvóta á hann. MYND/GUNNAR BERGMANN MENNTUN Foreldrar virðast ekki ætla að draga úr tónlistarmenntun barna sinna í kreppunni. Sigurður Sævarsson, formaður Félags tón- listarskólastjóra, segist ekki hafa orðið var við neina breytingu á fjölda fyrirspurna eða umsókna fyrir næsta ár, enn sem komið er. „En ég reikna nú samt með því að eldra fólk, sem hefur þetta að tómstundagamni og hefur orðið fyrir tekjuskerðingu, hugsi sig tvisvar um,“ segir hann. Sérstak- lega hafi komið á óvart mikil ásókn í söngnám, sem kostar á bilinu 150 til 200 þúsund á ári. Fyrir algeng- asta grunnnámið, svo sem píanó- nám, þurfa foreldrar að borga milli 90 og 110 þúsund á ári, fyrir skólavist frá september og fram í maí. Borgin bætir ofan á það um 320.000 krónum að meðaltali fyrir hvern nemanda, en ríkið kemur ekki að tónlistarnámi barna. Til stóð að skera þetta framlag niður um tólf prósent, en borgin er nú að leita viðbótarfjárveitingar, enda höfðu skólarnir ekki gert ráð fyrir niðurskurðinum á þessu ári. Sigurður segir skólana flesta rekna á núlli, í besta falli. „Þetta er ekki rekið með hagnað í huga, en ekki heldur til að safna skuldum. Ef fellur til peningur þá endur- nýjum við hljóðfærakostinn,“ segir hann. - kóþ Kreppan virðist ekki draga úr ásókn í nám sem kostar á annað hundrað þúsund: Enginn blús í tónskólunum SIGURÐUR SÆVARSSON Formaður Félags tónlistarskólastjóra segir hagnaðar- sjónarmið ekki ráða rekstri skólanna. UTANRÍKISMÁL Utanríkisráðuneytið mun veita fimm milljónir króna í neyðaraðstoð til flóttafólks á Srí Lanka. Aðstoðin verður veitt með milligöngu Rauða kross Íslands. Þá skorar Össur Skarp- héðinsson utan- ríkisráðherra á stríðandi fylk- ingar í landinu, stjórnarherinn og Tamíltígra, að vernda óbreytta borgara. Tugir þúsunda óbreyttra borgara hafa flúið átakasvæðin síðustu daga og Rauði krossinn telur að um 50 þúsund séu enn á yfirráðasvæði Tamíl- tígra. Ráðherra minnir á að báðum aðilum sé skylt að fara að alþjóð- legum mannúðarlögum. - kóp Íslendingar veita aðstoð: Fimm milljónir til Srí Lanka ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON VEIÐIBANN Á TVEIMUR SVÆÐUM Sjávarútvegsráðherra hefur gefið út reglugerð um tvö afmörkuð svæði til hvalaskoðunar þar sem bannað verður með öllu að veiða hvali á væntanlegri hvala- vertíð. Svæði þessi eru afmörk- uð í Faxaflóa annars vegar og hins vegar milli Tröllaskaga og Mánáreyja norður af Tjörnesi. Félag hrefnuveiðimanna telur að lokun svæðanna muni ekki hafa áhrif á framgang veiðanna að neinu ráði. FR ÉTTA B LA Ð IÐ /VA LLI

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.