Fréttablaðið - 18.05.2009, Blaðsíða 15
MÁNUDAGUR 18. maí 2009
sumarferdir.is
Verð frá: 79.881kr.
á mann m.v. 2 fullorðna og 1 barn í viku. Brottför 22. júní.
Verð frá 92.091 kr. á mann m.v. 2 fullorðna í stúdíóíbúð í viku.
Residence Riviera
– Gott íbúðarhótel, vel staðsett
Auglýsingasími
– Mest lesið
UMRÆÐAN
Jón Kristjánsson skrifar um
sjávarútvegsmál
Stjórn fiskveiða með því að ákveða fyrir fram hve mikið
skuli veiða af hverri tegund,
kvótakerfið, hefur ekki skilað
þeim árangri sem til var ætlast,
þ.e. að auka afrakstur fiskstofna.
Eftir aldar fjórðungs tilraun er
þorskafli í sögulegu lágmarki
og vöxtur fiskanna er lélegri en
nokkru sinni fyrr. Menn greinir
á um hvers vegna þetta sé, Haf-
rannsókn kennir um ofveiði, að
ekki hafi verið farið hárfínt eftir
ráðleggingum þeirra. Aðrir vilja
meina að þær líffræðilegu for-
sendur sem lagðar voru til grund-
vallar hafi ekki staðist. Þegar
dregið var úr veiðum dró úr vexti
einstaklinganna. Næg fæða var
ekki fyrir hendi til að standa undir
stærri stofni.
Þegar úthlutað er afla til kvóta-
hafa reyna þeir skiljanlega að fá
út úr honum sem mest veðmæti.
Þeir reyna að ná sem verðmestum
fiski og sé ekki kvóti fyrir því sem
veiðist fer það í sjóinn aftur.
Þar sem kvótakerfið hefur í sér
innbyggðan hvata til sóunar, þá
þarf að leggja það af. Einnig er
vafasamt að úthluta afla ár fram
í tímann, ómögulegt er að telja
fiskinn í sjónum og ekki er unnt
að sjá fyrir breytingar á fiskgegnd
eða aflabrögðum þegar kvótar
eru ákveðnir. Sóknarkerfi eins
og notað er í Færeyjum nemur
breytingarnar strax og er laust
við brottkast.
Nú tala menn um að breyta þurfi
kerfinu og bæta það en fyrning,
innköllun á kvóta, uppboð eða hvað
það nú heitir viðheldur kerfinu en
kemur ekki í veg fyrir
galla þess. Það hefur vaf-
ist fyrir mönnum hvort
unnt sé að innkalla afla-
heimildir án þess að ríkið
eigi yfir höfði sér skaða-
bótamál. Margir útgerð-
armenn halda því fram
að verði aflaheimildir af
þeim teknar smám saman
og boðnar upp fari fyrir-
tæki þeirra á hausinn. Þeir sem
hafa tekið lán til kvótakaupa séu
stórskuldugir og þurfi tekjur til
að borga af lánunum. Krafa er um
að aflaheimildir verði boðnar út
hæstbjóðendum til að fá tekjurn-
ar af auðlindinni í ríkiskassann.
Þá myndu menn bjóða hver í kapp
annan svipað og við lóðauppboð á
höfuðborgarsvæðinu, sem endaði
með skelfingu. Innkoman fór beint
í aukna eyðslu sveitarfélaganna til
að kynda undir brjálæðinu.
Hafa verður í huga að kvótinn
sem slíkur er einskis virði, verð-
mætin liggja í fiskinum sem kemur
að landi og það mun skila sér til
þjóðarinnar eftir sínum leiðum.
Kvótauppboð myndu aðeins auka
rekstrarkostnað, sem kæmi fram
í auknu fiskverði, erfiðari sam-
keppnisaðstöðu og taprekstri. Auk
þess færi afgjaldið af kvótanum
svipaða leið og bensín-
gjaldið, í ríkishítina.
Það er ekki flóknara að
stíga út úr þessu kerfi en
það var að fara inn í það.
Það gæti t.d.hafist með
eftirfarandi tilkynningu
frásjávarútvegsráðherra:
Við endurskoðun gagna
og endurmat á líffræði-
legum forsendum þykir
ekki þörf á að vernda þorsk og
aðrar botnfisktegundir sérstak-
lega. Eftirfarandi tegundir eru
því teknar út úr kvóta: Þorsk-
ur, ýsa, ufsi, skarkoli, steinbítur,
karfi og úthafsrækja. Skipum með
gilt veiðileyfi er heimilt að stunda
veiðar á þessum tegundum. Settar
verða nánari reglur um umgengni
til að koma í veg fyrir árekstra
veiðarfæra og skipaflokka. Ákvörð-
un þessi gildir til eins árs í senn.
Með þessu er ekki verið að taka
aflaheimildir frá neinum og því
ekki um neina „bótaskyldu“ að
ræða. Svona breytingar myndu
þýða aflaaukningu, nokkuð sem
er gagnstætt friðunarstefnu Haf-
rannsóknar, en í ljósi ömurlegrar
reynslu ættu stjórnmálamenn
varla að þurfa mikinn kjark til að
taka af þeim ráðin. Sýna má fram
á með vísindalegum rökum að það
er ekki einungis í stakasta lagi,
heldur blátt áfram nauðsynlegt
að auka veiðar til að bæta vaxtar-
skilyrði einstaklinganna og koma í
veg fyrir sjálfát svo góðir árgang-
ar verði ekki étnir upp áður en
þeir geta tekið út vöxt. Einn slík-
ur er að sögn á leiðinni og myndi
muna um að hann yrði að gjaldeyri
en færi ekki á matseðilinn hjá hor-
þorskinum.
Höfundur er fiskifræðingur.
JÓN KRISTJÁNSSON
Einföld leið út úr kvótakerfinu
UMRÆÐAN
Ingi Bogi Bogason skrifar
um iðn- og tæknimennt-
un
Að undanförnu hafa Samtök iðnaðarins birt
auglýsingar þar sem óskað
er eftir vel menntuðu fólki
til fjölda starfa eftir þrjú
ár. Árið 2012 verður íslenskt sam-
félag á hraðri leið úr öldudaln-
um. Þá verður mikil eftirspurn
eftir vel menntuðu fólki í áliðnaði,
byggingar iðnaði, listiðnaði, líf-
tækni, matvælaiðnaði, málm- og
véltækni, prentiðnaði og upplýs-
ingatækni. Þess vegna er ástæða
fyrir ungt fólk að íhuga vel náms-
val sitt, einmitt nú, vorið 2009.
Ákvörðun um menntun til næstu
ára snýr ekki síður að stjórnvöld-
um en ungu fólki. Framundan er
aðhald og niðurskurður í ríkis-
búskapnum. Gæta þarf þess að slík-
ar aðgerðir bitni ekki á fyrirtækj-
um heldur skapi þeim réttlátan og
varanlegan rekstrargrundvöll. Á
þessum grunni þarf að vera hægt
að byggja fyrirtækin aftur upp,
m.a. mannauð þeirra.
Mikið er talað um að í krafti vel
menntaðs vinnuafls munum við
hafa ríkari möguleika en ella til að
ná okkur fljótt og vel úr kreppunni.
Það gerist hins vegar ekki af sjálfu
sér. Stjórnvöld þurfa að skapa
stefnu í menntamálum sem ýtir
undir og auðveldar menntakerfinu
að vera einn af lykilþáttum í endur-
reisn landsins.
Menntun sem skapar vinnu
Samtök iðnaðarins hafa árum
saman lagt áherslu á mikil-
vægi verk- og tæknifræði-
menntunar á háskólastigi
og iðn- og starfsmennt-
unar á framhaldsskóla-
stigi. Við búum við öflugt
menntakerfi á þessum
sviðum sem við getum
nýtt enn betur og mark-
vissar án þess að kosta
miklu til. Iðnmenntun er
kennd við framhaldsskóla
í öllum landshornum. Fjölbreytni
í verkfræði og skyldum greinum
hefur snaraukist undanfarin ár,
m.a. með tilkomu öflugrar tækni-
og verkfræðideildar við HR.
Einungis 75% íslenskra ung-
menna á aldrinum 18-24 ára ljúka
viðurkenndu námi í framhalds-
skóla. Á Norðurlöndunum er sú
tala 85-95%. Þetta þýðir að fleiri
fara hér halloka á vinnumarkaði
en vera þyrfti og íslensk fyrirtæki
skortir aðgang að jafn samkeppn-
ishæfu starfsfólki og í nágranna-
löndunum.
Margt ungt fólk er til vitnis um
að iðn- og tæknimenntun skilar
sér í góðum störfum síðar meir.
Bæði iðnmenntun og verkfræði-
menntun felur í sér möguleika til
margbreytilegra skapandi starfa.
Aðsókn í þessa menntun er góð
en þyrfti að vera meiri. Það þarf
nefnilega miklu fleira fólk með
menntun á þessum sviðum til að
byggja upp atvinnulíf morgun-
dagsins.
Menntun sem borgar skuldir
Koma þarf í veg fyrir rof í menntun
ungs fólks. Við þurfum að tryggja,
eins og kostur er, að sem flestir
ljúki prófi úr framhaldsskóla og
að drjúgur hluti þeirra haldi áfram
námi í háskóla. En um leið þarf að
beina athygli þessa fólks að mennt-
un sem skilar því skapandi og vel
launuðum störfum, hjá fyrirtækj-
um sem skapa sem mest verðmæti
fyrir land og þjóð. Stjórnvöld þurfa
að leggja málinu lið. Þau þurfa að
tryggja, eins og kostur er, að iðn-
og starfsmenntun, verk- og tækni-
fræðimenntun sé sett í öndvegi.
Þessi menntun skilar hrað-
ast hagnaði í sameiginlegan sjóð
landsmanna. Þetta er menntunin
sem byggir upp arðbæran atvinnu-
rekstur og gerir okkur kleift að
greiða niður skuldir okkar á næstu
árum.
Gæði fyrir kostnað
Framundan eru hagræðingar-
tímar. Þá þarf að beita eins hlut-
lægum aðferðum og kostur er. Eitt
sjónarmið hlýtur þá að vega þungt;
að sem mest gæði fáist fyrir opin-
ber fjárframlög til menntunar.
Iðnmenntun, verkfræði- og tækni-
menntun skilar sér hratt í betur
reknum og arðsömum fyrirtækj-
um. Því þarf sérstaklega að hlúa
að þessari tegund menntunar.
Höfundur er forstöðumaður
menntunar og mannauðs hjá
Samtökum iðnaðarins.
INGI BOGI
BOGASON
2012 tækifæri …
Stjórnvöld þurfa að skapa
stefnu í menntamálum sem ýtir
undir og auðveldar menntakerf-
inu að vera einn af lykilþáttum
í endurreisn landsins.
Kvótauppboð myndu aðeins
auka rekstrarkostnað, sem
kæmi fram í auknu fiskverði,
erfiðari samkeppnisaðstöðu
og taprekstri. Auk þess færi
afgjaldið af kvótanum svipaða
leið og bensíngjaldið, í ríkis-
hítina.