Fréttablaðið - 18.05.2009, Síða 16

Fréttablaðið - 18.05.2009, Síða 16
16 18. maí 2009 MÁNUDAGUR timamot@frettabladid.is MERKISATBURÐIR 1498 Landkönnuðurinn Vasco da Gama kemur til hafnar í Kalkútta í Indlandi. 1565 Tyrkjaveldi hefur umsátur um Möltu, sem er hrund- ið þremur mánuðum síðar. 1897 Stokkseyrarhreppi er skipt í Stokkseyrarhrepp og Eyrar bakkahrepp. 1920 Sambandslögin frá 1918 eru staðfest með breyt- ingum á stjórnarskrá. 1978 Selfoss fær kaupstaðar- réttindi. 1980 Eldfjallið Sankti Helena gýs í Washington-ríki. 57 látast og tjónið er metið á þrjá milljarða dollara. 1989 Verkfalli Bandalags há- skólamanna lýkur. Hafði það staðið í sex vikur og valdið mikilli röskun á skólastarfi og fleiru. CHOW YUN FAT ER 54 ÁRA. „Það að starfa fyrir fram- an kvikmyndatökuvélar er það sem heldur í mér lífinu. Mér gæti ekki staðið meir á sama um hjólhýsi og mat á tökustað og þess háttar. Ég vil bara leika.“ Leikarinn Chow Yun Fat er á Vesturlöndum aðallega þekkt- ur fyrir leik í hasarmyndum. Hann hefur hins vegar farið með fjölda hlutverka í gaman- myndum, dramatískum og rómantískum myndum. Sambandslögin frá 1918 voru staðfest með breytingum af konungi Kristjáni X. í Sorgenfri-höllinni í Danmörku og svo árituð af Jóni Magnússyni forsætis- ráðherra 18. maí 1920 og urðu að stjórnarskrá konungsríkisins Íslands. Í stjórnarskránni eru ákvæði um þingbundna konungsstjórn, um kon- ung og konungserfðir, um æðsta vald konungs í málefnum ríkisins með tak- mörkunum sem stjórnarskráin fjallaði um en ráðherra í ráðuneyti Íslands hafði framkvæmd þess með höndum, einnig stofnun íslensks ríkisráðs. Lokið var hinni gömlu skiptingu í sérmál og sameiginleg mál. Í kjölfarið fylgdi stofnun Hæstaréttar og fullgild- ur þjóðfáni. ÞETTA GERÐIST: 18. MAÍ ÁRIÐ 1920 Stjórnarskrá konungsríkisins Íslands „Þetta er í fyrsta skipti sem boðið er upp á heild- stætt nám í málefnum inn- flytjenda af þessu tagi hér á landi,“ segir Edda Ólafs- dóttir, félagsráðgjafi á Þjón- ustumiðstöð Miðborgar og Hlíða. Edda hefur, ásamt Hallfríði Þórarinsdóttur, mannfræðingi og forstöðu- manni Mirru, Miðstöðvar innflytjendarannsókna í ReykjavíkurAkademíunni, og starfsfólki Endurmennt- unar, komið að skipulagn- ingu nýrrar námsbrautar í málefnum innflytjenda sem kennd er á meistarastigi við Endurmenntun Háskóla Ís- lands. „Námið hefst í haust hjá Endurmenntun Háskóla Ís- lands og hefur umsóknar- frestur verið framlengdur,“ nefnir Edda og bætir við að hérlendis hafi skapast brýn þörf á slíku námi fyrir sér- fræðinga í þessum mála- flokki. Hún segir að miklar breytingar hafi orðið á ís- lensku samfélagi undanfar- in ár. „Við verðum að fara að átta okkur á að við búum í nýju umhverfi, þar sem við höfum lengi vanist því að búa í einsleitu samfélagi.“ Beðin um að lýsa nám- inu, segir hún: „Námið er fjölbreytt og áhersla lögð á flesta þá þætti sem tengj- ast málefnum innflytjenda. Við vilja reyna að höfða til mismunandi hópa í samfé- laginu og sjáum fyrir okkur að þeir sem fara í námið geti orðið leiðandi á þessu sviði. Við viljum sjá að þeir verði í stakk búnir til að innleiða hagnýta þekkingu á mál- efnum innflytjenda hver á sínum vettvangi.“ Edda segir málefni inn- flytjenda snerta allar hlið- ar mannlífsins og bætir við að lögð verði rík áhersla á að nemendur leggist í ákveðna sjálfsskoðun, ekki síður en samfélagsrýni. Eitt nám- skeiðið byggist til dæmis á dagbókarskrifum nemenda og er tilgangurinn að fá þá til að skoða eigin viðhorf og fordóma. „Þessi aðferð, það að leggjast í skipulagða ENDURMENNTUN HÁSKÓLA ÍSLANDS: NÁM Erum að svara b Pálína Halla Ásmundsdóttir frá Ásbúðum, Kópavogsbraut 57, verður jarðsungin frá Kópavogskirkju miðvikudaginn 20. maí kl. 13.00. Blóm og kransar afþakkaðir. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Sunnuhlíð. Vandamenn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og hjartkær vinkona, Sigrún Oddgeirsdóttir Hæðargarði 35, áður Skipasundi 11, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 19. maí kl. 15.00. Ingvar A. Guðnason Þórunn Guðmundsdóttir Gunnar Guðnason Sigríður Davíðsdóttir Haukur Geir Guðnason Anna Sigríður Guðmundsdóttir barnabörn, barnabarnabörn Theódór Halldórsson 80 ára afmæli Bjarni Kristjánsson er áttræður í dag 18. maí. Hann fæddist á N-Hvoli í Mýrdal, foreldrar Kristján Bjarnason og Kristín Friðriks- dóttir. Hann kvæntist Snjólaugu Bruun og eru afkomendur þeirra orðnir 24. Bjarni er menntaður vélaverkfræðingur og var lengi rektor Tækniskóla Íslands. Hann hefur verið mikilvirkur veiðimaður og sinnt félagsmálum veiðimanna gegnum tíðina. Bjarni verður að heiman á afmælisdaginn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Guðbjörg Sigríður Þórólfsdóttir dvalarheimilinu Höfða, áður til heimilis að Háholti 31, Akranesi, sem lést aðfaranótt 5. maí, verður jarðsungin frá Akraneskirkju miðvikudaginn 20. maí kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á dvalarheimilið Höfða á Akranesi. Þórólfur Ævar Sigurðsson Kristín Eyjólfsdóttir Guðjón Heimir Sigurðsson Valgerður Bragadóttir Halldór Bragi Sigurðsson Sigurlaug Brynjólfsdóttir Guðrún Agnes Sigurðardóttir Tryggvi Ásgrímsson barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Einar Jónasson Hlíðargerði 10, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi miðviku- daginn 13. maí. Jarðarförin verður auglýst síðar. Árdís Guðmarsdóttir Guðmar Einarsson Elín Úlfarsdóttir Sigríður Einarsdóttir Einar Örn Einarsson Tinna Brá Baldvinsdóttir Eydís, Elísa, Birgitta Björg, Jónas, Árdís Freyja og Indriði Hrafn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Una Guðjónsdóttir frá Þórshöfn Langanesi, Heiðarbóli 6, Keflavík, verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju, miðvikudaginn 20. maí kl. 14.00. Jón Friðjónsson Sigríður Erlendsdóttir Haukur Friðjónsson Helga Guðjónsdóttir Friðlaugur Friðjónsson Margrét Sveinbjörnsdóttir Hafdís Friðjónsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og kær vinkona, Arnhildur Hólmfríður Reynis Skipholt 21, Reykjavík, verður jarðsungin frá Óháða söfnuðinum miðviku- daginn 20. maí kl. 15.00. Lísa Lotta Reynis Andersen Börkur Árnason Michael Einar Reynis Geirþrúður Jónsdóttir Elva Björk Barkardóttir Hrannar Árni Barkarson Arnar Daði Reynis Eva Lind Reynis Dúfa Sylvía Einarsdóttir Guðmundur Ragnarsson Anna Sigríður Einarsdóttir Hrafn Andrés Harðarson Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafað- ir, afi og langafi, Þórhallur Guttormsson íslenskufræðingur, sem lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni föstudaginn 8. maí, verður jarðsunginn frá Neskirkju, miðvikudaginn 20. maí kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hans, er bent á minningarsjóð Sóltúns, s. 590 6000. Anna G. Þorsteinsdóttir Þorsteinn G. Þórhallsson Ragna Steinarsdóttir Páll Þórhallsson Þórdís Kjartansdóttir barnabörn og barnabarnabarn. Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Stofnun Gunnars Gunnars- sonar, Bókmenntafræði- stofnun Háskóla Íslands og Landsbókasafn Íslands – há- skólabókasafn efna til mál- þings í fyrirlestrasal Þjóðar- bókhlöðu í dag. Tilefnið er að í dag eru 120 ár liðin síðan Gunnar Gunnarsson skáld fæddist á Valþjófsstað í Fljótsdal. Sigurjón Björnsson próf- essor emeritus mun fjalla um Brimhendu, Jón Karl Helga- son, dósent við HÍ, ræðir um dómsdagsmynd Gunnars í Vikivaka og Sveinn Yngvi Egilsson, prófessor við HÍ, mun fjalla um náttúruna í Aðventu og fleiri sögum Gunnars. Að erindum lokn- um mun Jón Yngvi Jóhanns- son bókmenntafræðingur, sem nú vinnur að ritun ævi- sögu skáldsins, stýra pall- borði með fyrirlesurum. Málþingið hefst klukkan 17. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir meðan hús- rúm leyfir. Minning um skáld

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.