Fréttablaðið - 18.05.2009, Page 42

Fréttablaðið - 18.05.2009, Page 42
26 18. maí 2009 MÁNUDAGUR KR-völlur, áhorf.: 1.826 KR Þróttur TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 11–2 (6–0) Varin skot Stefán 0 – Sindri 5 Horn 12–4 Aukaspyrnur fengnar 13–6 Rangstöður 2–0 ÞRÓTTUR 4–5–1 *Sindri Jensson 8 Kristján Björnsson 5 Runólfur Sigmunds. 7 Dennis Danry 8 Birkir Pálsson 6 Andrés Vilhjálmsson 5 (81., Skúli Jónsson -) Haukur Sigurðsson 6 (87., Ingvi Sveins -) Hallur Hallsson 6 Rafn Andri Haralds. 6 Morten Smidt 5 (63., Davíð Rúnars. 7) Hjörtur Hjartarson 6 *Maður leiksins KR 4–4–2 Stefán Magnússon 5 Skúli Friðgeirsson 4 Grétar Sigurðarson 6 Bjarni Guðjónsson 6 Jordao Diogo 5 Óskar Örn Hauksson 3 Jónas Guðni Sævars. 6 Baldur Sigurðsson 3 (70., Guðm. Péturs. 5) Atli Jóhannsson 6 (75., Gunnar Jóns. -) Björgólfur Takefusa 5 Prince Rajcomar 4 (60., Guðm. Ben. 5) 0-0 Erlendur Eiríksson (6) Stjörnuvöllur, áhorf.: 1.011 Stjarnan ÍBV TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 10–8 (5–3) Varin skot Bjarni 3 – Albert 2 Horn 10–3 Aukaspyrnur fengnar 16–19 Rangstöður 2–2 ÍBV 4–5–1 Albert Sævarsson 6 Arnór Eyvar Ólafs. 5 Yngvi Borgþórsson 6 Matt Garner 3 Þórarinn Valdimars. 5 Augustine Nsumba 5 (88., Gauti Þorvarða. -) Tony Mawejje 6 Bjarni R. Einarsson 4 (55., Leitch-Smith 5) Pétur Runólfsson 4 Chris Clements 5 Viðar Ö. Kjartansson 4 (75., Elías Árnason -) *Maður leiksins STJARN. 4–4–2 Bjarni Þ. Halldórsson 7 Guðni R. Helgason 8 Tryggvi Bjarnason 7 (46., Arnar Björgvi. 8) Daníel Laxdal 7 Hafsteinn Helgason 6 Jóhann Laxdal 6 Birgir H. Birgisson 6 Björn Pálsson 6 Halldór Björnsson 7 *Steinþór Þorstei. 8 (89, Andri Sigurjón. -) Þorvaldur Árnason 6 (72., Magnús Björgv. -) 1-0 Tryggvi Bjarnason (35.) 2-0 Arnar Már Björgvinsson (62.) 3-0 Arnar Már Björgvinsson (86.) 3-0 Magnús Þórisson (6) Pepsi-deild karla: STAÐAN: Stjarnan 3 3 0 0 12-1 9 KR 3 2 1 0 6-1 7 Fylkir 2 2 0 0 3-0 6 Breiðablik 2 2 0 0 3-1 6 Fram 2 1 0 1 3-2 3 Valur 2 1 0 1 3-2 3 FH 2 1 0 1 2-2 3 Keflavík 2 1 0 1 1-2 3 Þróttur 3 0 1 2 1-8 1 Fjölnir 2 0 0 1 2-5 0 Grindavík 2 0 0 2 1-7 0 ÍBV 3 0 0 3 0-6 0 FÓTBOLTI Barcelona og Inter urðu um helgina meistarar í löndum sínum. Bæði lið áttu það sam- eiginlegt að verða meistarar án þess að spila á laugardeginum. AC Milan tapaði fyrr um dag- inn og svo tapaði Real Madrid á dramatískan hátt fyrir Villarreal og úr varð heljarinnar teiti bæði í Katalóníu sem og í Mílanó. Barcelona tefldi fram hálf- gerðu varaliði í gær og tapaði 2-1 fyrir Real Mallorca. Eiður Smári var í byrjunarliði Barcelona en var tekinn af velli á 74. mínútu. - hbg Spænski og ítalski boltinn: Barcelona og Inter meistarar EIÐUR SMÁRI Sést hér í leiknum á Mall- orca í gær. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Þróttarar náðu í sitt fyrsta stig í deildinni, á sama tíma og KR tapaði dýrmætum stigum, þegar liðin gerðu markalaust jafntefli í bragðdaufum leik í Vesturbænum í gærkvöldi. Þó svo að KR-ingar hafi verið mun sterkari aðilinn í gær gekk þeim illa að skapa sér hættuleg færi og vonbrigðin því mikil í þeirra herbúðum. „Þetta var ekki nógu gott. Við áttum auðvitað að vinna þennan leik okkur tókst það ekki. Við lékum ekki nógu beittan sókn- arleik og boltinn gekk of hægt á milli manna. Ásetningur þeirra var greinilega að ná í eitt stig og þeim tókst það, við erum ósáttir,“ sagði Logi Ólafsson, þjálfari KR, í leikslok. Fyrri hálfleikur var með ein- dæmum rólegur í gærkvöldi. Þróttarar voru greinilega mætt- ir í Vesturbæinn til þess að halda hreinu og lögðu alla áherslu á varnarleikinn, eðlilega þó miðað við útkomu síðasta leiks þar sem þeir töpuðu 6-0 á heimavelli gegn nýliðum Stjörnunnar. Sindri Snær Jensson stóð í marki gestanna, í stað Danans Henriks Boedker sem var kominn á bekk- inn. Hann greip nokkrum sinnum vel inn í þegar KR-ingar gerðu sig líklega til að ógna marki Þróttar, sem gerðist þó ekki ýkja oft í fyrri hálfleik. Hættulegasta færi hálf- leiksins fékk Prince Rajcomar þegar hann slapp í gegnun vörn Þróttara eftir frábæra sendingu Atla Jóhanns sonar. Prince fór hins vegar illa með gott færi og Sindri bjargaði vel. Síðari hálfleikur þróaðist á svip- aðan hátt og sá fyrri. KR var meira með boltann en gekk bölvanlega að skapa sér hættuleg marktækifæri. Baldur Sigurðsson og fleiri lykil- menn liðsins voru engan veginn í takt við leikinn á meðan Þróttar- ar börðust af krafti um hvern ein- asta bolta. Mesta hættan í seinni hálfleik skapaðist þegar Grétar Sigfinnur Sigurðsson átti hættu- legan skalla sem Sindri varði vel en að öðru leyti náðu varnarmenn Þróttar, með Dennis Danry sem besta mann, að loka á spil KR- inga og niðurstaðan markalaust jafntefli. Logi Ólafsson sagði leik Þróttara ekki hafa komið KR-ingum á óvart. „Við bjuggum okkur undir svona leik en það er erfitt að skora þegar það er nánast eins og útihá- tíð í vítateignum. Við fengum þó mjög gott marktækifæri í fyrri hálfleik þegar Prince lét verja frá sér og það er ljóst að í svona leik verðum við að nýta þau færi sem við fáum, en það gerðum við ekki,“ bætti Logi við. Hallur Hallsson, fyrirliði Þróttar, var öllu hressari að leik loknum. „Það reiknuðu kannski ekki margir með að við myndum ná stigi hér í dag en það var alltaf markmiðið okkar. Síðasti leikur var einn sá skelfilegasti fótbolta- leikur sem ég hef spilað og bæting- in því gríðarleg hjá okkur. Við lögðum áherslu á vörnina eftir að hafa fengið á okkur átta mörk í tveimur leikjum og við náðum að halda hreinu, sem við erum mjög ánægðir með,“ sagði Hallur að lokum. - sjj Mikil vonbrigði hjá KR-ingum Þróttur gerði sér lítið fyrir og nældi í jafntefli gegn KR í Frostaskjóli í gær. Talsverð bæting frá því að hafa tapað síðasta leik sínum, 6-0. Jafnteflið mikil vonbrigði fyrir KR-inga sem höfðu unnið tvo fyrstu leiki sína í deildinni og voru á flugi. Sóknarleikurinn varð þeim þó að falli í gær enda skapaði liðið ákaflega lítið. KLÚÐUR Prince Rajcomar fær hér eitt besta færi leiksins en honum voru mislagðir fætur fyrir framan markið eins og oft áður í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI BARÁTTA Þróttarar börðust geysilega hart í gær eins og Jónas Guðni Sævarsson fær að finna fyrir hér. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI FÓTBOLTI Stjarnan er enn á mik- illi siglingu í Pepsi-deild karla en í gær vann liðið 3-0 sigur á ÍBV í nýliðaslag deildarinnar. Tryggvi Bjarnason kom Stjörnunni yfir í fyrri hálfleik en varamaður hans, Arnar Már Björgvinsson, skor- aði síðari tvö mörk heimamanna í þeim síðari. Þar með er Stjarnan enn með fullt hús stiga á toppi deildarinn- ar. ÍBV er hins vegar á botninum – stigalaust og á enn eftir að skora mark. Eyjamenn stilltu upp nokkuð varnarsinnuðu liði. Stjörnumenn lágu nokkuð þétt á gestunum. Stjörnumenn sóttu mikið. Þeir fengu mikið af hornspyrnum og stórhættulegum innköstum þökk sé langri kastgetu Steinþórs Freys Þorsteinssonar. Hann tók einnig hornin og alls átta slík í fyrri hálf- leik. Eftir eitt slíkt lá knötturinn loksins í netinu. Varnarmaðurinn Tryggvi Bjarnason náði fínum skalla sem hafnaði í netinu. Forysta Stjörnumanna var verðskulduð. Heimamenn héldu uppteknum hætti í síðari hálf- leik og voru mun sterkari aðilinn. Tryggvi Bjarnason þurfti reyndar að fara af velli í hálfleik, væntan- lega vegna meiðsla, en inn í hans stað kom Arnar Már sem átti eftir að láta vel af sér kveða. Það var svo á 62. mínútu að Arnar Már skoraði sitt fyrra mark í leiknum. Það kom eftir fallega sókn Stjörnumanna þar sem hinn sprettharði Halldór Orri Björns- son kom upp vinstri kantinn og lagði boltann fyrir markið. Þar hafði Arnar betur í baráttunni við Albert markvörð og náði að koma knettinum í netið. Arnar Már stráði síðan salti í sár Eyjamanna er hann skoraði þriðja mark Stjörnunnar undir lok leiksins. Albert Sævarsson, sem hafði annars átt fínan leik, gerði sig sekan um slæm mistök í marki ÍBV. Hann lét Arnar stela frá sér boltanum og þurfti Arnar lítið annað að gera en renna honum yfir línuna. „Það er mjög slæmt að vera með ekkert stig eftir þrjá leiki enda ekki það sem við ætluðum okkur fyrir mót. Sérstaklega slæmt er að við höfum ekki enn náð að skora mark,“ sagði Heimir Hallgrímsson, vonsvikinn þjálfari ÍBV, eftir leik. Bjarni Jóhannsson, þjálfari Stjörnunnar, var vitanlega afar sáttur við sína menn í kvöld en hans menn hafa nú unnið Grinda- vík, Þrótt og ÍBV. „Öllum þessum liðum var spáð í neðri hluta deildarinnar en ég átti samt ekki von á að vera með níu stig eftir fyrstu þrjá leikina. Það er framar mínum vonum.” Bjarni var sérstaklega sáttur við hversu duglegir hans strákar hafa verið við markaskorun en Arnar Már hefur verið öflugur og skorað fjögur mörk í tveimur leikjum – í báðum sem varamaður. „Það er gríðarlega gott að hafa mann eins og hann á bekknum. Það er oft sagt um slíka ofurvara- menn að það þýðir ekkert að hafa þá í byrjunarliðinu – þá skora þeir ekkert,” sagði Bjarni í léttum dúr. – esá, - göj Stjarnan heldur áfram að gera það gott í Pepsi-deild karla og er enn með fullt hús stiga: Stjörnustrákarnir halda áfram að slá í gegn MARKI FAGNAÐ Tryggvi Bjarnason fagnar hér marki sínu en Eyjamenn eru niðurlútir. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.