Fréttablaðið - 18.05.2009, Blaðsíða 46
30 18. maí 2009 MÁNUDAGUR
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
HVAÐ SEGIR MAMMA?
LÁRÉTT
2. sett, 6. skammstöfun, 8. hamfletta,
9. fuglahljóð, 11. bor, 12. rót, 14.
fíflast, 16. rás, 17. blund, 18. óðagot,
20. ullarflóki, 21. auma.
LÓÐRÉTT
1. klöpp, 3. frá, 4. sykurbráð, 5. blekk-
ing, 7. mjór, 10. fálm, 13. poka, 15.
dyggur, 16. iðka, 19. tvö þúsund.
LAUSN
LÁRÉTT: 2. lagt, 6. eh, 8. flá, 9. rop,
11. al, 12. grams, 14. atast, 16. æð,
17. lúr, 18. fum, 20. rú, 21. arma.
LÓÐRÉTT: 1. berg, 3. af, 4. glassúr, 5.
tál, 7. horaður, 10. pat, 13. mal, 15.
trúr, 16. æfa, 19. mm.
„Nafnið, já, það er kannski svolítið groddaralegt en
þetta var bara það fyrsta sem kom upp í hugann á
mér og mér fannst það fyndið,“
segir Sverrir Þór Sverrisson,
grínisti með meiru.
Sverrir hefur stofnað
framleiðslufyrirtækið
Sveppasýking í kringum
barnamynd sem hann er
að fara að gera um ævin-
týri og svaðilfarir algjörs
Sveppa og og vinar hans, Villa,
sem naglbíturinn Vilhelm
Anton Jónsson leikur. Ráð-
gert er að tökur hefjist 25.
maí. „Við spilum þetta svo-
lítið eftir eyranu, ætli við
förum ekki í innisenurnar
fyrst og leyfum grasinu aðeins
að grænka en förum síðan út í
júní,“ útskýrir Sverrir en mynd-
in segir frá því þegar Villi týnist
og Sveppi fer að leita hans á ólík-
legustu stöðum.
Auk Sverris og Vilhelms koma
þær Ilmur Kristjánsdóttir og Kastljósstjarnan Ragn-
hildur Steinunn töluvert við sögu auk Auðuns
Blöndal en hann hefur verið dálítið útundan
þegar kemur að hvíta tjaldinu, ólíkt Sverri
og Pétri Jóhanni Sigfússyni, hinum Strák-
unum. „Auðunn leikur leiðinlega gæjann.
Hann gerði það í þáttunum og tókst svona
glimrandi vel upp með hlutverkið, hafði
lítið fyrir því,“ segir Sverrir og hlær,
hefur annars litlar skýringar á því
af hverju Auðunn hefur ekki gert
meira af því að leika í bíómynd-
um. Sverrir er stórhuga þegar
kemur að kvikmyndagerðinni
og segist hugsa Sveppa-mynd-
irnar í formi þríleiks. - fgg
Sveppasýking komin á kreik
„Ég er að flýja land, segi það bara
án þess að blikna, og það eru ýmsar
ástæður fyrir því,“ segir píanó-
leikarinn og lagahöfundurinn Karl
Olgeirsson. Hann flýr til Svíþjóð-
ar ásamt konu og tveimur börnum,
ætlar að koma sér fyrir í Lundi og
einbeita sér að tónsmíðum. „Það
eru nokkrar ástæður fyrir þessu,
það er meiri vinna þarna úti og svo
er stemningin hérna heima ekkert
æðisleg,“ útskýrir Karl.
Karl hefur lengi verið meðal
fremstu tónlistarmanna þjóðarinnar
en hann segist hafa verið kominn á
ákveðna endastöð. „Mig hefur lengi
langað til að komast inn á stærri
tónlistarmarkað, í Svíþjóð búa tíu
milljónir þannig að þetta er miklu
meira um sig heldur en Ísland.“
Svíþjóð er stundum kölluð „popp-
land“ af tónlistarsérfræðingum og
Karl er vel meðvitaður um að mús-
íkin er mikill iðnaður hjá Svíunum.
„Þarna drýpur bara smjör af hverju
strái,“ segir hann í léttum dúr.
Hann rennir þó blint í sjóinn,
kveðst þó kominn með slatta af
tenglum frá vinum og kunningjum
sem hafa verið að vinna úti í heimi.
„Og svo er ég búinn að koma mér
upp heimasíðu þar sem áhugasamir
geta hlustað á lögin mín, ég er búinn
að vera að vinna að þessu í dágóðan
tíma.“ En kreppan ógurlega hafði
úrslitaáhrif. „Já, ég held að hún
hafi haft það, maður hefði eflaust
ekki látið verða af þessu ef allt hefði
verið í himnalagi hérna heima.“
- fgg
Kalli Olgeirs flýr kreppuna til Svíþjóðar
TIL SVÍÞJÓÐAR Karl Olgeirsson hefur ákveðið að flytja til Svíþjóðar ásamt fjölskyldu
sinni enda sé stemningin hér á landi ekkert sérstök. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Í KVIKMYNDAGERÐ Sverrir Þór
hefur stofnað framleiðslufyrirtækið
Sveppasýkingu og vinnur að fjöl-
skyldu- og barnamynd um Algjöran
Sveppa. Ragnhildur Steinunn
kemur við sögu í myndinni.
„Ég er að sjálfsögðu mjög stolt
af drengnum. Hann hefur alla
tíð haft mjög mikinn áhuga á
þessu.“
Gunnur Samúelsdóttir, móðir leikstjórans
Samúels Bjarka Péturssonar sem er að
taka upp 150 milljóna króna bjórauglýs-
ingu í Prag.
Gólfdúkur skynsamleg,
-léttur í þrifum
-auðveldur í lögn
-glæsilegt úrval
-fæst í 2, 3 og 4 m rúllum.
FLOORING SYSTEMS
Heimilisdúkur, sígild lausn:
smekkleg og hagkvæm lausn
þægilegt andrúmsloft
Svefnherbergið
hjarta heimilisins
Eldhúsið
einfaldara verður það ekki
Forstofan
SÍÐUMÚLA 14 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI 510 5510
Sérverslun með
gólfdúk og teppi
„Við byrjum tökur í júlí og ef allt
gengur samkvæmt áætlun er ráð-
gert að þeim ljúki í ágúst,“ segir
Grímur Hákonarson. Hann er að
fara að leikstýra sinni fyrstu kvik-
mynd í fullri lengd eftir mikla
velgengni á stuttmyndasviðinu.
Nægir þar að nefna Slavek the
Shit og Bræðrabyltu sem báðar
hafa hlotið fjölmörg verðlaun á
alþjóðlegum hátíðum. Það er kvik-
myndafyrirtæki Baltasars Kor-
máks, Blue Eyes, sem framleiðir
myndina en einvalalið tæknifólks
kemur að gerð hennar: Ari Krist-
insson verður á bak við tökuvélina
og Linda Stefánsdóttir sér um leik-
myndahönnunina.
Sumarlandið er kolsvört kóm-
edía með þeim Ólafíu Hrönn Jóns-
dóttur og Kjartani Guðjónssyni
í aðalhlutverkum; Ólafía leikur
miðil af gamla skólanum en Kjart-
an er eiginmaður hennar. „Persóna
Ólafíu er byggð á þekktum miðl-
um á borð við Erlu Stefánsdóttur
og Þórunni Maggý. Hún er ekki
með nein spil eða spákúlu heldur
er bara í góðu sambandi við hina
framliðnu, er hálfgerður sálu-
sorgari fyrir syrgjendur,“ segir
Grímur. Persóna Kjartans er hins
vegar illa smituð af 2007-hugsun-
arhættinum þar sem allt var til
sölu, álfar, tröll og bara spíritism-
inn eins og hann leggur sig. „Hann
reynir að markaðssetja þetta allt
af miklum móð.“ Upphaflega stóð
til að myndin færi í tökur síðasta
haust en ekki náðist að fjármagna
myndina að fullu. Grímur kveðst
hálffeginn yfir þeirri lendingu.
„Ég nýtti veturinn til að fara
aðeins betur yfir handritið og
fékk Ólaf Egil Egilsson til að fara
aðeins yfir það með mér.“
Leikstjórinn segist tilbúinn fyrir
kvikmynd í fullri lengd, þetta sé
eitthvað sem hann hafi alltaf stefnt
að. „Annars finnst mér lítill munur
á stuttmyndum og kvikmyndum í
fullri lengd, þetta er bara aðeins
meiri vinna, lengri tökutími en
annars voðalega svipað,“ segir
Grímur sem gerir sér þó fylli-
lega grein fyrir því að svona kvik-
myndagerð fylgir meiri pressa.
„Sem betur fer er Sumarlandið til-
tölulega einföld mynd, hún gerist
mestmegnis á sama staðnum. Hún
er enginn Myrkrahöfðingi, slík
mynd kemur bara seinna.“
freyrgigja@frettabladid.is
GRÍMUR HÁKONARSON: SUMARLANDIÐ Á LEIÐ Í TÖKUR Í JÚLÍ
Ólafía Hrönn verður miðill
SUMARLANDIÐ Grímur Hákonarson er að fara að leikstýra sinni fyrstu kvikmynd í fullri lengd. Hún heitir Sumarlandið og skartar
Ólafíu Hrönn og Kjartani Guðjónssyni í aðalhlutverkum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Ótrúlegt gengi Jóhönnu Guðrún-
ar Jónsdóttur í Eurovision var
vitanlega mál málanna um
helgina. Fregnir berast af
vinsældum lagsins Is it
True? víða um heim,
svo sem í Svíþjóð
þar sem lagið er í
fyrsta sæti yfir seld
lög hjá iTunes og í
Finnlandi þar sem
það er í öðru sæti.
Fréttablaðið sagði
í síðustu viku frá
því að Sony í Svíþjóð
og fyrirtæki Simons
Fuller væru á höttunum
eftir Jóhönnu Guðrúnu.
Ekki hefur áhuginn minnkað
eftir að hún náði öðru sætinu og
reyndar berast óljósar fréttir innan
Euro vision-hópsins um að samn-
ingaviðræður við eitt fyrirtæki séu
komnar á rekspöl.
En það eru ekki bara þeir sem fóru
til Moskvu sem græða á Euro-
vision-æðinu. Páll Óskar
Hjálmtýsson hélt sitt
árlega partí á Nasa
og þar ættu nokkr-
ar krónur að hafa
komið í kassann.
Að minnsta kosti
hafði tónlistar-
maðurinn á
orði að aldrei
nokkurn tímann,
í langri sögu
hússins, hefði jafn mikið af fólki
verið þar inni á sama tíma.
Bókaforlagið Veröld greinir frá því
á vef sínum að eftir að Fréttablaðið
sagði frá því að bók Láru Ómars-
dóttur með kreppuráðum
væri væntanleg hafi rignt
inn fyrirspurnum um
hvenær hún kæmi og
vildi fólk fá að vita nánar
um bókina. Bókin
mun vera væntan-
leg í verslanir á
morgun.
- hdm, jbg
FRÉTTIR AF FÓLKI