Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.05.2009, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 22.05.2009, Qupperneq 4
4 22. maí 2009 FÖSTUDAGUR H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - 0 9 -0 3 6 3 ... alla daga HEILBRIGÐISMÁL Íslendingar neyta allra Norðurlandaþjóða mest af sykri á ári. Drykkja á sykruðum gosdrykkjum vegur þyngst, tæp fjörutíu prósent af allri sykur- neyslunni. Íslendingar innbyrða að meðaltali 48,3 kíló af sykri á mann, en Svíar 41,8 kíló, Danir 37,6 kíló, Finnar 33,3 og Norð- menn 32,9 kíló. Þessar tölur eru miðaðar við árið 2007 nema hjá Svíum, sú tala er frá 2006. Viðbættur sykur er í mörgum matvörum, til dæmis mjólkurvör- um, jógúrt, sælgæti, gosdrykkj- um, kökum, kexi og morgunkorni. Myndin hér til hliðar sýnir að 25 sykurmolar eru í hálfs lítra kók, 11,5 molar í Tomma og Jenna drykk, tólf í skyrdrykk og sex sykurmolar eru í skál af Cocoa Puffs. Enginn viðbættur sykur er til dæmis í hreinni léttmjólk, Trópí eða Flórídana. Sykurskattur hefur verið um langt skeið hér á landi. Virðis- aukaskattur var þó lækkaður úr 24,5 prósentum í sjö prósent á sælgæti, súkkulaði, gosi, kolsýrðu vatni, ávaxtasöfum og kexi fyrsta mars 2007 og vörugjöld felld niður á þessum vörum, þó að sykur og sætindi héldu áfram að bera sjö prósenta vörugjöld. Tinna Laufey Ásgeirsdótt- ir hagfræðingur segir að verð- næmi sykurs sé töluverð fyrir ákveðna hópa. Sykurskattur hafi mest áhrif á þá sem ríkið vilji oft reyna að ná til en áhrifin komi ekki mikið fram í meðaltali yfir alla landsmenn. „Áhrifin eru mest á stórneyt- endur og langmest á unglinga og ungt fólk. Suma hópa er töluvert auðvelt að nálgast með fræðslu en aðrir hópar verða alltaf útundan. Fræðsla nær til dæmis síður til unglinga og fólks með lága félags- lega og efnahagslega stöðu. Þetta fólk er með minni peninga milli handanna og borðar ekki jafn hollan mat.“ Tinna Laufey bendir á að 24,5 prósenta skattur sé í landinu almennt en gosdrykkir séu und- anþegnir töluvert miklum skatti því að á þeim sé aðeins sjö pró- senta vörugjald. „Ég sé enga kosti við það að niðurgreiða skatt á gos- drykkjum umfram aðra vöru í landinu,“ segir hún. Í Noregi er tæplega þriggja norskra króna skattur á hvern lítra af alkóhóllausum gosdrykkj- um. Í Danmörku er 0,91 danskur eyrir í skatt á lítra af gosi. Stein- grímur J. Sigfússon fjármála- ráðherra segir að ekkert hafi verið ákveðið um hvort sérstakur sykur- eða gosskattur verði lagð- ur á. ghs@frettabladid.is Íslendingar eiga Norður- landamet í sykurneyslu Af Norðurlandaþjóðunum neyta Íslendingar mests sykurs, tæp 50 kíló á mann á ári, mest úr gosdrykkjum. 24,5 prósenta skattur var færður í 7,0 prósent 2007 og vörugjöld felld niður, nema á sykri og sætindum. Coca Cola Tommi og Jenni Jógúrt Cocoa Puffs* Skyrdrykkur Kappi Trópí Flórídana Létt súrmjólk Léttmjólk Kókómjólk með sykri H ei m ild : L ýð he ils us tö ð 25 6 12 6 0 0 00 11,5 7 5,5 Dæmi um viðbættan sykur í nokkrum tegundum matvæla Tölurnar sýna fjölda sykurmola. Hver moli er 2,0 grömm af hvítum sykri. *í 30 gr. skammti af Cocoa Puffs VEÐURSPÁ HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. Alicante Amsterdam Basel Berlín Billund Eindhoven Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London New York Orlando Osló París Róm Stokkhólmur 26° 17° 22° 21° 17° 19° 22° 20° 14° 17° 23° 18° 30° 28° 11° 21° 32° 16° 10 12 12 10 12 7 8 8 13 13 6 4 4 6 5 3 5 13 8 5 6 2 12 Á MORGUN 5-10 m/s SUNNUDAGUR 8-13 m/s 10 12 7 810 13 10 9 12 HELGARHORFUR Nú er veðrið að taka á sig breytta mynd. Rign- ingin er að sækja á og strax í nótt má búast við að fyrstu droparnir byrji að falla sunnan til en á morgun verð- ur víða rigning eða skúrir. Á Austurlandi fer að rigna síðdegis en úrkomulítið verður á Norðurlandi fram til kvölds. Svipað veður verður á sunnudag en þá verður reyndar heldur stífari vindur. Sigurður Þ. Ragnarsson veður- fræðingur SAMGÖNGUR „Við erum að reyna að finna leiðir til að endurfjármagna starfsemina,“ segir Jórunn Frí- mannsdóttir, stjórnarformaður Strætós bs. Hallarekstur var mikill á rekstri Strætós í fyrra og nema skuldirnar um 1.750 milljónir. Jórunn segir nokkrar leiðir færar til að brúa bilið. „Það er hægt að gera það með auknum framlög- um sveitarfélaganna eða aflétta skuldum af fyrirtækinu,“ segir Jórunn. Vaxtagreiðslur af lánum voru miklar á árinu sem leið. Gjöld til ríkisins voru samtals um 300 milljónir og segir Jórunn að það séu greiðslur sem ríkið gæti komið til móts við Strætó. Spu rð u m hvort enn verði frítt í strætó fyrir nemend- ur segir Jór- unn nemenda- verkefnið vera j á k væt t o g það hafi verið gaman að sjá hvernig það þró- ast. „Ég held hins vegar að það sé mikilvægt að neminn komi að einhverju leyti að kostnaðinum en við þurfum að sjá hvað sveit- arfélögin geta,“ segir Jórunn. Strætó bs. er sameiginlega rekið af sex sveitarfélögum á höf- uðborgarsvæðinu. Jórunn segir mismunandi skoðanir vera á því hvaða leiðir á að fara innan sveit- arfélaganna, hvort skerða eigi þjónustu eða hækka fargjöld. „Fyrst og síðast þarf fólk ekki að hafa áhyggjur af því að það sé verið að fara í frekari þjón- ustuskerðingu,“ segir Jórunn en Strætó hefur farið í mikinn nið- urskurð, meðal annars með lækk- un launa stjórnarmanna og þeirra hæstlaunuðu. - vsp Skuldir Strætós bs. voru um 1.750 milljónir króna á síðasta ári: Ríkið komi til móts við Strætó JÓRUNN ÓSK FRÍMANNSDÓTTIR SJÁVARÚTVEGUR Veiðar á norsk- íslensku síldinni eru hafnar. Tvö skip útgerðarinnar Skinneyj- ar Þinganess, Jóna Eðvalds og Ásgrímur Halldórsson, eru vænt- anleg til hafnar í dag með 2.200 tonn af síld. „Það segir svo sem ekki mikið um framhaldið þótt þetta byrji svona vel. En við erum bjart- sýnir á góða veiði í sumar. Hún hefur verið það undanfarin ár,“ segir Ásgeir Gunnarsson, útgerð- arstjóri á Hornafirði. Alls fara 1.200 tonn af aflanum í bræðslu, en 1.000 tonn í vinnslu. Skipin hafa verið við veiðar um 170 sjó- mílur norður af Langanesi. - kg Norsk-íslenski síldarstofninn: Góð byrjun á síldveiðinni FERÐAMÁL Fyrsta skemmtiferða- skip sumarsins lagðist að bryggju á þriðjudagskvöld. Skipið heit- ir Seven Seas Voyager, er um 46 þúsund tonn og rúmar um sjö hundruð gesti. Á skipinu er hægt að taka tölvunámskeið, dansnám- skeið og taka þátt í listmunaupp- boðum. Ekki var gert ráð fyrir löngu stoppi því skipið átti, samkvæmt áætlun, að leggja af stað frá Íslandi í gærkvöldi. Gert er ráð fyrir að hátt í 80 skemmtiferða- skip komi til Íslands í sumar. - vsp Fyrsta skemmtiferðaskipið: Hátt í 80 skip koma í sumar SUNDAHÖFN Seven Seas Voyager átti að leggja úr höfn í gærkvöldi. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL EGYPTALANDI Egypski milljarða- mæringurinn og þingmaður- inn Hisham Talaat Moustafa var dæmdur til dauða fyrir morðið á líbönsku poppstjörnunni Suzanne Tamim í gær. Hisham hafði borgað fyrrum lögreglumanni um 250 milljón- ir íslenskra króna fyrir að myrða söngkonuna. Morðinginn sjálfur var einnig dæmdur til dauða. Ástæða morðsins er talin vera að Suzanne hafði nýverið hætt leynilegu ástarsambandi við His- ham og byrjað að hitta íraska sparkhnefaleikastjörnu. Suzanne, sem var þrítug og fræg söngkona í heimalandi sínu, fannst látin í íbúð sinni í Dubai í júlí síðastliðnum. - vsp Dæmdur til dauða: Borgaði millj- ónir fyrir morð GENGIÐ 20.05.2009 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 213,6937 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 127,47 128,07 197,47 198,43 174,00 174,98 23,369 23,505 19,761 19,877 16,565 16,663 1,3297 1,3375 194,12 195,28 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.