Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.05.2009, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 22.05.2009, Qupperneq 8
8 22. maí 2009 FÖSTUDAGUR Norræna umhverfisfjármögnunarfélagið (NEFCO) og norræni verkefna- útflutningssjóðurinn (NOPEF) efna til kynningar á starfsemi sjóðanna miðvikudaginn 27. maí kl. 08.15–10.00 á Grand Hótel Reykjavík. Norræna umhverfisfjármögnunarfélagið (NEFCO) er alþjóðleg fjármála- stofnun í eigu ríkisstjórna Norðurlandanna. Meginmarkmið NEFCO er að fjármagna hagkvæm verkefni á grannsvæðum Norðurlandanna í Austur- Evrópu, Rússlandi og Úkraínu. Verkefnin skulu miða að því að minnka umhverfisáhrif, t.d. við öflun og nýtingu orku, í iðnaði og við meðhöndlun úrgangs. Norræni verkefnaútflutningssjóðurinn (NOPEF) er sjóður sem starfar á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar. Meginmarkmiðið með starfsemi NOPEF er að styrkja alþjóðlega samkeppnishæfni lítilla og meðalstórra fyrirtækja á Norðurlöndum. Dagskrá fundarins: Setning: Magnús Jóhannesson, ráðuneytisstjóri og formaður stjórnar NEFCO. Kynning á starfsemi NEFCO: Magnús Rystedt, framkvæmdastjóri NEFCO og Þórhallur Þorsteinsson, fjárfestingaráðgjafi hjá NEFCO. Lán til orkusparnaðar og samstarf við NEFCO: Margeir Pétursson, stjórnarformaður MP banka. Kynning á starfsemi NOPEF: Brynhildur Bergþórsdóttir, formaður stjórnar NOPEF. Að fundinum loknum verða fulltrúar frá sjóðunum með viðtalstíma á Grand Hótel. Vinsamlegast skráið þátttöku í fundinum í síðasta lagi mánudaginn 25. maí á netfangið: postur@umh.stjr.is Í p o k a h o rn in u NEFCO og NOPEF – tækifæri fyrir þitt fyrirtæki? UMHVERFISMÁL „Yfirleitt er því fleygt fram að náttúran á Íslandi sé ómetanleg. Hún er ómetanleg en við erum að meta þjónustuna sem hún veitir okkur. Á þessu er blæbrigðamunur. Streymi þjónustunnar getum við mælt en náttúran sjálf er augljóslega ómetanleg,“ segir Brynhildur Davíðsdóttir, dósent í umhverf- is- og auðlindafræði við Háskóla Íslands. Meistara- og doktorsnemar við Háskóla Íslands vinna nú að heild- stæðu verðmætamati á þjónustu náttúrunnar þar sem þeir meta verðgildi þess sem náttúran veit- ir. Hópurinn notar Heiðmörkina sem rannsóknarvettvang. Þegar lokaniðurstaðan liggur fyrir verður ljóst hvert gildi Heiðmerk- urinnar er í peningum. Þetta er fyrsta rannsóknin af þessu tagi á Íslandi. Búið er að skilgreina alla þjón- ustuþætti, til dæmis vötnin og útivistargildið, og verður við- urkenndum aðferðum beitt við að meta verðgildi hvers þáttar. Spurningakönnun fer fram þar sem vegfarendur um Heiðmörk- ina mega búast við að vera stopp- aðir og spurðir hvaðan þeir komi, hvað þeir séu að gera og hvað þeir ætli að vera lengi. „Út frá þessum upplýsingum metum við hversu miklum peningum fólk er tilbúið til að eyða í Heiðmerkurferð.“ Björgólfur Thorsteinsson, for- maður Landverndar, segir að miklu máli skipti að reikna út verðmæti náttúrunnar. Rýrist þessi eign þá minnki það höfuð- stólinn. Taka beri tillit til þess. „Hingað til hafa menn ekki tekið þetta með í útreikninga en þeir eiga að gera það þegar þeir meta arðsemi framkvæmda. Sú staða gæti komið upp við útreikninga að framkvæmdin sé arðbær. Umhverfiskostnaðinum er þá sleppt. Ef umhverfiskostnaðinum er sleppt getur það leitt til þess að menn taki rangar ákvarðanir.“ Lokaniðurstaðan liggur fyrir árið 2010. „Þá er kominn verðmiði á Heiðmörkina,“ segir Brynhild- ur. „En verðgildi er alltaf svolít- ið afstætt. Markmiðið er að sýna fram á hið margþætta gildi nátt- úrunnar. Við á Íslandi höfum gleymt því en það er það sem skiptir máli. Við horfum á ár og sjáum bara megavött. Þegar hægt verður að líta heildrænt á það sem náttúran gefur verður kannski hægt að vega og meta með skyn- samlegri hætti hvernig við nýtum náttúruna,“ segir hún og vonast til að rannsóknin leiði til fram- fara í umhverfisumræðunni. ghs@frettabladid.is Reikna út verðmiða fyrir Heiðmörkina Háskólafólk reynir nú að meta hversu mikils virði Heiðmörkin er og á verðmið- inn að liggja fyrir 2010. Ekki er tekið tillit til umhverfiskostnaðar við arðsemis- útreikninga hér. Getur leitt til rangra ákvarðana, segir formaður Landverndar. ÞJÓNUSTUNA ER HÆGT AÐ MÆLA Unnið er að rannsókn á verðgildi þjónustunnar sem náttúran í Heiðmörk veitir og liggur niðurstaðan endanlega fyrir árið 2010. Oft er sagt að náttúran sé ómetanleg. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON 1 Hvaða íslenska sveitarfé- lag er vinabær heimabæjar Alexanders Rybak, Eurovision- sigurvegara? 2 Hver sigraði American Idol? 3 Hvað heitir nýútkomin bók Láru Ómarsdóttur fréttakonu? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 34 ÚTIVIST „Þetta er allt að fara af stað núna. Það er mikið spurt um verð á tjöldum og tilheyrandi og eitthvað keypt, og við sjáum fram á góða sölu í sumar,“ segir Sigurður Guðmundsson, afgreiðslu- maður í ferða- og útivistarversluninni Everest. Flest bendir til að margir kjósi að ferðast innanlands í sumar. Sigurður segir mest spurst fyrir um fjölskyldu- tjöld, sem rúma fimm til sex manns. „Ég hef ekki samburð milli ára en ég gæti trúað að salan væri að fara fyrr af stað nú en venjulega,“ segir Sigurður. Tómas Zahniser, afgreiðslumaður í Veiðimannin- um, sem einnig selur tjöld, segir að venjulega byrji tjöld ekki að seljast af neinu viti fyrr en í júnímán- uði. Þó sé nokkuð ljóst að stærstu tjöldin verði vin- sæl í sumar. „Mér heyrist á viðskiptavinunum að það sé algengt að fólk leggi ekki í að kaupa sér hjól- hýsi eða fellihýsi og ætli því að fjárfesta í tjaldi í staðinn.“ Arnar Barðdal, eigandi Víkurverka sem bjóða meðal annars hjólhýsi og fellihýsi til sölu, segir söl- una ganga ótrúlega vel miðað við aðstæður í þjóð- félaginu. „Að sjálfsögðu finnum við mikinn mun miðað við síðustu ár. Bæði notuð og ódýr felli- hýsi eru reyndar að seljast fremur vel, en á kostn- að þeirra dýrari. Við höfum ekkert keypt inn síðan í fyrra og erum því að saxa á lagerinn. Með þessu áframhaldi sé ég fram á að hann gæti klárast að mestu leyti um mitt sumar,“ segir Arnar. - kg Fjöldi fólks mun væntanlega ferðast innanlands í sumar: Tjaldasala með fyrra móti AKUREYRI Líkur eru á að mannmargt verði á tjaldstæðum landsins í sumar. BANDARÍKIN Fjórir menn voru hand- teknir fyrir að reyna að koma fyrir sprengjum í tveimur bænahúsum gyðinga í Bronx í New York á mið- vikudagskvöld. Jafnframt ætluðu þeir að skjóta flugskeytum að her- flugvélum. Maðurinn sem útvegaði þeim sprengiefni og flugskeytin var hins vegar fulltrúi frá FBI, sem villti á sér heimildir og útvegaði þeim platsprengjur sem engin hætta stafaði af. „Þetta var mjög vel stjórn- uð aðgerð en þessir aðilar koma sprengjum fyrir – eða það sem þeir héldu að væru sprengjur – fyrir framan byggingar,“ sagði Raym- ond Kelly, yfirlögregluþjónn hjá New York-lögreglunni. Michael Bloomberg, borgarstjóri New York-borgar, sagði að tilraun- in væri áminning til New York-búa að vera ávallt á varðbergi. „Við þurfum alltaf að vera með- vituð og við verðum alltaf að vera viss um að eiga bestu lögreglusveit í heiminum. Að þeim sé vel stjórn- að og þær vel þjálfaðar,“ sagði Bloomberg. Fjórmenningarnir eru allir múslimar, þrír Bandaríkjamenn og einn frá Haíti. Þeir verða allir kærðir fyrir samsæri vegna nota á gereyðingarvopnum í Bandaríkj- unum og að reyna að nota ólögleg flugskeyti. Líklegt er að dómur yfir þeim, ef þeir verða fundnir sekir, verði um 25 ár til lífstíðar. - vsp Fjórir menn handteknir á miðvikudagskvöld fyrir tilraun til sprengjuárásar: Notuðu platsprengjur frá FBI BRONX-HVERFIÐ Lögreglumenn kanna aðstæður við Riverdale-bænahúsið í Bronx í New York. NORDICPHOTOS/AFP ÍRAN, AP Tilraun með hátækni- skotflaugar í Íran í fyrradag gekk vel að sögn Mahmoud Ahmadinejad, forseta landsins. Hafa þessar fréttir vakið mikinn ótta í Ísrael þar sem flaugarn- ar draga til Ísrael og Suðaustur- Evrópu. Flaugarnar eru af gerðinni Saj- jil-2 og þykja háþróaðar. Þeim var skotið frá borginni Semn- an í norðurhluta landsins. Bar- ack Obama, forseti Bandaríkj- anna, hefur reynt að fá Írana til að hætta tilraunum sínum á eld- flaugum. Hins vegar halda Íran- ar því fram að eldflaugarnar séu eingöngu varnartæki. - hds Hátæknivæddar skotflaugar: Vekja mikinn ótta í Ísrael VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.