Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.05.2009, Qupperneq 20

Fréttablaðið - 22.05.2009, Qupperneq 20
„Við erum algerlega árstíðabund- inn leikhópur og störfum bara á sumrin,“ segir Anna Bergljót Thorarensen sem er í forsvari fyrir leikhópinn Lottu sem frum- sýnir á laugardaginn nýtt barna- leikrit í Elliðaárdalnum. Þetta er þriðja sumarið sem hópurinn setur upp útileikrit en fyrsta sumarið setti hann upp Dýrin í Hálsaskógi en í fyrra var það Galdrakarlinn í Oz í nýrri leikgerð Ármanns Guðmunds- sonar. „Í ár flytjum við nýtt barna- leikrit byggt á þremur þekktum barnaleikritum. Þetta eru Rauð- hetta og úlfurinn, Grísirnir þrír og Hans og Gréta,“ útskýrir Anna Bergljót en sögurnar fléttaði Snæ- björn Ragnarsson saman á nýstár- legan og skemmtilegan hátt svo úr varð stærðarinnar ævintýr. Þá hefur hann einnig samið lög fyrir verkið ásamt bróður sínum Baldri og Gunnari Ben. Um valið á leikritinu segir Anna: „Við reynum að velja leik- rit sem henta sviðinu og þar sem ævintýrið um Rauðhettu fer að mestu fram utan dyra passaði það vel.“ Þar sem sýningin er utan- dyra mælir Anna Bergljót með því að fólk klæði sig eftir veðri og taki með sér teppi að sitja á. „Sýningin hentar öllum enda er þetta fjölskylduleikrit fyrir bæði fullorðna og börn,“ segir Anna Bergljót og bætir við að eftir sýn- inguna, sem stendur í um klukku- tíma, bjóði þau krökkunum að koma upp á svið til að spjalla við leikarana og knúsa sína uppá- haldskaraktera. Frumsýningin á morgun fer fram í svokölluðu Indíánagili í Ell- iðaárdalnum og hefst klukkan 14. „Svo verðum við þar alla miðviku- daga í sumar klukkan 18,“ segir Anna Bergljót sem lýsir Indíána- gili sem algerri töfraveröld þar sem borgarysinn hverfi eins og dögg fyrir sólu. Fleiri en borgarbúar fá að njóta Rauðhettu í sumar enda stefnir leikhópurinn Lotta á að sýna leikritið á yfir 50 stöðum um allt land. Miðaverð er óbreytt frá fyrri árum og kostar 1.500 krónur fyrir fullorðna en 1.000 krónur fyrir börn. Nánari upplýsingar um sýning- arnar má finna á heimasíðu hóps- ins www.leikhopurinnlotta.is. solveig@frettabladid.is Rauðhetta og grísirnir þrír Leikhópurinn Lotta frumsýnir laugardaginn 23. maí nýtt íslenskt barnaleikrit í Elliðaárdalnum. Þar koma við sögu þekktar persónur á borð við Rauðhettu, grísina þrjá og Hans og Grétu. Úlfurinn hefur náð taki á Rauðhettu sem gólar af skelfingu. Leikhópurinn Lotta verð- ur með sýningar í Elliðaárdalnum alla miðvikudaga í sumar klukkan 18, en frumsýnir leikritið á laugardaginn klukkan 14. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Grísir fylgjast með Rauðhettu og úlfinum. STOFUTÓNLEIKAR verða haldnir á 25 heimilum Listahá- tíðarhelgina 22. til 24. maí. Tónlistarmenn og hópar flytja sígilda tónlist, popp, rokk, raftónlist og margt fleira í einstakri nálægt við áheyrendur. www.listahatid.is Nýkomnar margar gerðir af opnum dömuskóm. Stærðir 36 - 42 Verð: 10.900.- Blaðberinn bíður þín Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24 alla virka daga frá kl. 8-17. ...góðar fréttir fyrir umhverfiðBlaðberinn...

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.