Fréttablaðið - 22.05.2009, Page 25

Fréttablaðið - 22.05.2009, Page 25
22. maí föstudagur 5 KJAVÍK endahópur á Íslandi, þótt hann fari ört stækkandi, að það er svo- lítið eins og það væru bara til tvær tónlistarstefnur á landinu. Maður hefur alveg heyrt fólk segja; „Ég hef farið á danssýningu og mér finnst það ekki skemmtilegt,“ en það er álíka og að segja; „Ég fór einu sinni á tónleika og fannst ekki gaman svo ég ætla ekki aftur á tónleika.“ Ég vil bara að fólk viti að það eru til fullt af stefnum innan nútímadansins, ekki síður en innan tónlistar. Ég er ótrúlega ánægð að það hafi svona margir komið á Húmanimal og jafn breið- ur hópur kunnað að meta sýning- una, án þess kannski að vita að það var að horfa á danssýningu,“ segir hún, en síðasta sýning Húm- animal er 24. maí næstkomandi í Hafnafjarðarleikhúsinu. VILL EKKI FLÝJA LAND Spurð hvort hún sé í fullu starfi sem danshöfundur segir Margrét það ekki beint vera í boði, ekki eins og er. Hún hefur tekið að sér önnur verkefni meðfram því að semja eigin verk, en dreymir um og veit að dansinn muni vaxa sem listgrein hér á landi í nán- ustu framtíð. „Það er óhjákvæmi- legt nú þegar Listaháskólinn er að útskrifa fyrsta árganginn úr dans- brautinni. Við eigum samt svolítið langt í land því hér er ekkert dans- hús, bara leikhúsin sem eru með sína eigin dagskrá. Okkur vantar tilfinnanlega danshús til að geta sett upp okkar sýningar og æf- ingaaðstöðu því maður er mikið bara heima í stofu að skapa og á góðri leið með að þróa svona 5 fer- metra dansstíl. Í öllum meðalstór- um borgum eru dansleikhús, það mun verða á Íslandi líka og ég trúi ekki öðru en að það gerist fljótt. Ef danslistin á eitthvað að vaxa á Ís- landi. Það þýðir ekki að vera hobbý- danshöfundur, þú þarft að stunda listina,“ útskýrir Margrét sem er í sambandi við ástralskan leikhús- leikstjóra sem hún kynntist þegar hún var að vinna í Berlín. „Hann vinnur bæði í Ástralíu og Berlín svo við hittumst svona hér og þar,“ segir hún en kveðst ekki ætla að flytja af landi brott í bráð. „Það felst í starfi danshöfundarins að ferðast með verkin sín, en ég óska þess að geta verið með vinnuaðstöðu á Ís- landi og ég leyfi mér bara að vera bjartsýn um það, allavega langar mig ekki að flýja land,“ segir Mar- grét og kveður með brosi á vör. Lúxusnámskeið NordicaSpa er hannað til að koma þér af stað á mjög árangurs ríkan og einfaldan hátt. Tilgangur námskeiðsins er að koma þér á æðra stig hvað varðar líkamlega og andlega heilsu. Fimm tímar í viku – Brennsla og styrkur 3 öflugir brennslutímar 2 styrktartímar í sal undir handleiðslu þjálfara Vikulegar mælingar Ítarleg næringarráðgjöf Fyrirlestur – Borðaðu til að léttast og auka orkuna Slökun og herðanudd eftir hverja æfingu Hollustudrykkur eftir hverja æfingu Takmarkaður fjöldi 6:30, 7:30, 10:00, 16:30 og 18:30 fimm sinnum í viku Þjálfari er Gunnar Már Sigfússon 1. vika – Orkuhleðsla Í fyrstu vikunni byggir þú upp orku og kemur líkamanum í jafnvægi. 2. vika – Öflug melting – Aukin brennsla Í viku tvö er verið að efla og bæta meltinguna til að þú fáir sem mest út úr holla matnum sem þú ert að borða. 3. vika – Hormóna jafnvægi – Hreinsun Þriðja vikan mun koma jafnvægi á hormónaflæði líkamanns sem mun hafa áhrif á skap þitt, lífsorku og kraft. 4. vika – Ónæmiskerfi eflt – Jafnvægi Í viku fjögur byggjum við upp ónæmiskerfið og hjálpum því að verja líkamann á náttúrulegan hátt. Ný námskeið hefjast 2. júní Skráning er hafin í síma 444 5090 eða nordicaspa@nordicaspa.is www.nordicaspa.is Hilton Reykjavík Nordica Hotel Suðurlandsbraut 2 Sími 444 5090 nordicaspa@nordicaspa.is di i fyrir konur og karla Sjöfn Sigþórsdóttir hjúkrunarfræðingur og María Kristjánsdóttir lögmaður Námskeiðið er frábær leið til að auka styrk, úthald og hreyfigetu. Við erum betur í stakk búnar að takast á við krefjandi verkefni Ég breytti um LÍFSSTÍL og þú getur það líka. Búinn að missa yfir 20 kíló á tveimur og hálfum mánuði og er enn að léttast Gissur Ísleifsson tölvunarfræðingur

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.