Fréttablaðið - 22.05.2009, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 22.05.2009, Blaðsíða 38
26 22. maí 2009 FÖSTUDAGUR Hljómsveitirnar Amiina og Blood- group ásamt tónlistarmönnunum Jóni Ólafssyni og Ólöfu Arnalds verða á meðal þeirra sem koma fram á stofutónleikum Listahátíð- ar Reykjavíkur frá föstudegi til sunnudags. Amiina spilar í húsi Hannesar Hafstein að Grundarstíg 10 á laug- ardagskvöld klukkan 21. Flutt verð- ur nýtt efni þar sem húsið og hin fjölmörgu rými þess verða notuð sem innblástur í tóna sem hljóma í flutningi hljómsveitarinnar. Ólöf Arnalds tekur á móti gestum á heimili sínu að Ingólfsstræti 10 á föstudag klukkan 17. Þar ætlar hún að leika og syngja eigin lög, gömul og ný í bland, auk annarra laga og lagstúfa úr ýmsum áttum. Dregur hún fram úr pússi sínu margvís- lega gítara og strengjahljóðfæri gestum sínum til skemmtunar. Jón Ólafsson ætlar sitja við sinn flygil á heimili sínu að Haga- mel 33 á laugardagskvöld klukkan 19 og flytja eigið efni frá ýmsum tímum. Diddú og Felix Bergsson auk hljómsveitanna Reykjavík!, FM Belfast og Retro Stefson halda einnig stofutónleika ásamt fleiri listamönnum. Hægt er að kynna sér dagskrána nánar á síðunni Listahatid.is. - fb NÝTT Í BÍÓ! SÍMI 462 3500 SÍMI 564 0000 L L 14 14 14 L NIGHT AT THE MUSEUM 2 kl. 6 - 8 - 10 ANGELS & DEMONS kl. 6 - 9 L 14 NIGHT AT THE MUSEUM 2 kl. 3.20 - 5.40 - 8 - 10.20 NIGHT AT THE MUSEUM 2 LÚXUS kl. 3.20 - 5.40 ANGELS & DEMONS kl. 3 - 5 - 6 - 8 - 9 - 10.50 ANGELS & DEMONS LÚXUS kl. 8 - 10.50 X-MEN WOLVERINE kl. 3.20 - 5.40 - 8 - 10.20 MÚMÍNÁLFARNIR kl. 3 5% FÆRÐ 5% ENDURGREITT EF ÞÚ BORGAR BÍÓMIÐANN MEÐ KREDITKORTI 5% L 14 12 14 L NIGHT AT THE MUSEUM 2 kl. 5.40 - 8 - 10.20 ANGELS & DEMONS kl. 6 - 9 THE BOAT THAT ROCKED kl. 6 - 9 X-MEN WOLVERINE kl. 10 DRAUMALANDIÐ kl. 6 - 8 SÍMI 530 1919 L 14 14 12 16 NIGHT AT THE MUSEUM 2 kl. 5.40 - 8 - 10.20 ANGELS & DEMONS kl. 5.30 - 8.30 X-MEN WOLVERINE kl. 5.40 - 8 - 10.20 BOAT THAT ROCKED kl. 5.20 - 8 CRANK 2: HIGH VOLTAGE kl. 10.40 SÍMI 551 9000 HEIMSFRUMSÝNING! STÓRMYND SEM ENGINN MÁ MISSA AF Í BÍÓ! Þegar ljósin slökkna byrjar fjörið... aftur! ... og nú í stærsta safni í heimi! CHICAGO TRIBUNE PREMIERE NEW YORK POST ath. STRANGLEGA BÖNNUÐ BÖRNUM. Wes Craven er mættur aftur með einhvern ROSALEGASTA THRILLER SÍÐARI ÁRA. TAKMARKAÐUR SÝNINGARFJÖLDI! THE LAST HOUSE ON THE LEFT kl. 6 - 8 - 10:20 16 THE LAST HOUSE ON THE LEFT kl. 4 - 8 - 10:20 VIP HANNAH MONTANA kl. 3:40 - 5:50 - 8 - 10:30 L STAR TREK XI kl. 5:30 - 8 - 10:30 10 NEW IN TOWN kl. 8:20 L STÍGVÉLAÐI KÖTTURINN m/ísl.tali kl. 4D - 6D L OBSERVE AND REPORT kl. 8 - 10:20 16 17 AGAIN kl. 4 - 6 L I LOVE YOU MAN kl. 10:20 12 MONSTERS VS ALIENS m/ísl.tali kl. 3:40D L THE LAST HOUSE ON THE LEFT kl. 8 - 10:20 16 JONAS BROTHERS 3D kl. 6(3D) - 8(3D) L STAR TREK XI kl. 10D 10 HANNAH MONTANA kl. 3:40 - 5:50 - 8 L ALFREÐ ELÍASSON OG LOFTLEIÐAMYND kl. 5:30D L STÍGVÉLAÐI KÖTTURINN m/ísl.tali kl. 4D L MONSTERS VS ALIENS m/ísl.tali kl. 3:30 L LET THE RIGHT ONE IN kl. 10:20 síð sýn 16 THE LAST HOUSE ON THE LEFT kl. 8 - 10 16 HANNA MONTANA kl. 6 - 8 L STÍGVÉLAÐI KÖTTURINN m/ísl.tali kl. 6 L STAR TREK XI kl. 10 7 X MEN - ORIGINS WOLVERING kl. 8 14 NEW IN TOWN kl. 8 L STÍGVÉLAÐI KÖTTURINN m/ísl.tali kl. 6 L DRAUMALANDIÐ kl. 6 L THE UNBORN kl. 10:20 16 STAR TREK XI kl. 10:20 10 SparBíó 550kr Á ALLAR SÝNINGAR MERKTAR MEÐ GRÆNU SparBíó 850kr NIGHT AT THE MUSEUM kl. 5:50 - 8 - 10:10 L HANNAH MONTANA kl. 5:50 L OBSERVE AND REPORT kl. 8 16 THE UNBORN kl. 10:10 16 - bara lúxus Sími: 553 2075 NIGHT AT THE MUSEUM kl. 2, 4, 6, 8 og 10 L ANGELS & DEMONS kl. 4, 7 og 10 14 STAR TREK kl. 10 10 MÚMÍNÁLFARNIR kl. 2 - Íslenskt tal L 17 AGAIN kl. 2, 4, 6 og 8 L “Spennandi, fyndin og hraðskreið út í gegn! Miklu betri en Da Vinci Code.” T.V. - kvikmyndir.is - M.M.J., kvikmyndir.com 550 kr. í b íó . G i l d i r á a l l ar sýn ingar merk tar með rauðu! Tónlistarmaðurinn Ölvis gefur síðar á þessu ári út sína fjórðu plötu, California Sun. Upptökur fóru fram í Sundlaug Sigur Rósar og í Los Angeles, þar sem hann dvaldi í fjóra mánuði. „Hún er rosalega kalifornísk,“ segir Örlygur Þór Örlygsson, Ölvis, um væntanlega plötu sína. „Hún fjallar um fólkið og lífið og tilveruna þar. Hún er rosalega óíslensk miðað við hinar þrjár plöturnar sem ég hef gert. Það er mjög erfitt að heyra að þetta sé frá Ísland og ég er í rauninni búinn að skipta um sánd.“ Hann segist lengi hafa haft áhuga á bandarískri tónlist frá sjö- unda áratugnum og ákvað loks að fara þangað og klára plötu undir áhrifum frá þeirri menningu. „Ég kynntist mikið af áhugaverðu fólki, allt frá rónum upp í hina ríku. Það hafði mikil áhrif á textagerðina,“ segir hann. Meðal annars kynntist hann náunga að nafni Mark sem var góður vinur goðsagnarinnar Jims Morrison. „Mike sýndi mér hvar hann bjó og hvernig hann var. Hann var víst mjög leiðinleg- ur maður. Hann fór úr öllum fötun- um og hljóp allsber um ströndina,“ segir Ölvis, sem heitir réttu nafni Örlygur Þór Örlygsson. Á meðal þeirra sem aðstoða hann á plötunni eru Orri Páll Dýrason og Georg Holm úr Sigur Rós og María Markan Sigfúsdótt- ir úr Amiinu. Einnig koma meðal annars við sögu Bjarni Hall úr Jeff Who?, Arnar Geir Ómarsson úr Ham og Skúli Gestson úr Diktu. „Þetta eru allt gamlir og góðir vinir. Þetta er eins og saumaklúbb- ur. Ég bara hringi í fólkið og mæti með mína tölvu og við finnum svo eitthvað stúdíó,“ segir hann. Heyra má tónlist Ölvis á síðunni Myspace. com/theworldofolvis. freyr@frettabladid.is Á slóð Morrisons í Kaliforníu ÖLVIS Tók hluta af nýjustu plötu sinni, California Sun, upp í Kaliforníu. MYND/BJARNI GRÍMSSON Englendingurinn Smutty Smiff, fyrrverandi með- limur rokkabillísveitarinnar The Rockats sem var vinsæl á áttunda áratugnum, hefur gengið til liðs við hljómsveitina Esju. „Hann er lifandi goðsögn,“ segir Krummi úr Esju. „Þetta er meiriháttar heiður. Ég vissi hver hann var áður en ég kynntist honum. Hann á íslenska konu og íslenskan strák og þetta voru bara fáránleg örlög og tilviljun að kynnast honum.“ Smutty er kontrabassaleikari og tók hann vel í að ganga til liðs við Esju þegar haft var samband við hann. „Hann fílaði hljómsveitina svo vel. Við höfum aldrei verið með bassaleikara þannig að við ákváðum að fá hann í sveitina.“ Næstu tónleikar Esju með Smutty innanborðs verða á Sódómu Reykjavík á föstudagskvöld klukkan 23. Miðaverð er 1.000 krónur og hljóm- sveitin Tenderfoot hitar upp. „Við ætlum að spila nýtt efni og ég vonast til að allir komi og skemmti sér vel með okkur,“ segir Krummi. -fb Nýr liðsmaður Esju ESJA Englendingurinn Smutty Smiff hefur gengið til liðs við Krumma og Daníel Ágúst í Esju. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM AMIINA Hljómsveitin Amiina heldur stofutónleika á Listahátíð í Reykjavík. Stofutónleikar í stórborginni Fyrstu tónleikarnir í tónleika- röðinni Manstu ekki eftir mér fara fram á Nasa 11. júní. Í tón- leikaröðinni koma fram þekktar íslenskar hljómsveitir og flytja sígildar eigin hljómplötur í heild sinni. Hljómsveitin Ensími ríður á vaðið og leikur lög af plötunni Kafbáta músík sem kom út hjá útgáfufélaginu Dennis árið 1998. Platan hlaut gríðarlega góðar við- tökur þegar hún kom út og fékk Ensími tvenn verðlaun á Íslensku tónlistarverðlaununum. Miðasala á tónleikana er hafin á Midi.is. Ensími spilar Kafbátamúsík ENSÍMI Hljómsveitin Ensími spilar plötu sína Kafbátamúsík á Nasa 11. júní.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.