Fréttablaðið - 22.05.2009, Síða 46
34 22. maí 2009 FÖSTUDAGUR
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
LÖGIN VIÐ VINNUNA
LÁRÉTT
2. nautasteik, 6. guð, 8. fornafn, 9.
bókstafur, 11. leita að, 12. þyrping, 14.
hrópa, 16. tveir eins, 17. ennþá, 18.
for, 20. tveir eins, 21. velta.
LÓÐRÉTT
1. afl, 3. kringum, 4. græðgi, 5. af, 7.
afbökun, 10. framkoma, 13. gerast,
15. sálar, 16. loft, 19. óreiða.
LAUSN
LÁRÉTT: 2. buff, 6. ra, 8. mér, 9. eff,
11. gá, 12. klasi, 14. öskra, 16. gg, 17.
enn, 18. aur, 20. dd, 21. snúa.
LÓÐRÉTT: 1. þrek, 3. um, 4. fégirnd,
5. frá, 7. aflögun, 10. fas, 13. ske, 15.
anda, 16. gas, 19. rú.
„Ég myndi aldrei setja þau í námu-
gröft. Eða láta þau í að draga kerr-
ur í álveri. En ef þeim býðst auð-
veld vinna við leik – þá telst það
ekki barnaþrælkun,“ segir Gunn-
ar L. Hjálmarsson tónlistarmaður
– betur þekktur sem neytendafröm-
uðurinn Dr. Gunni.
Nú er í birtingu glæsileg auglýs-
ing frá Kjörís þar sem má sjá rauð-
hærðan drenghnokka í rólu með
íspinna. Þessi drengur er Dag-
bjartur Óli Gunnarsson, sonur Dr.
Gunna. „Já, sonur minn er þarna í
aðalhlutverki og dóttir mín í litlu
aukahlutverki í löngu útgáfunni.
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem
sonur minn er í auglýsingu,“ segir
Dr. Gunni og bendir á að Dagbjart-
ur hafi einnig birst í auglýsingu
þar sem vakin er athygli á Glitn-
isbankadagatali. Dr. Gunni hefur
verið atkvæðamikill í umfjöllun
sinni um neytendamál, skrifað í
Fréttablaðið og vel þekkta blogg-
síðu sína en hann hlaut einmitt hin
íslensku neytendaverðlaun og tók
við þeim úr hendi þáverandi við-
skiptaráðherra, Björgvin G. Sig-
urðssyni, í maí árið 2008. Það er því
ekki úr vegi að spyrja Dr. Gunna,
sem þann neytendafrömuð sem
hann er, hvort þarna sé komið grá-
upplagt kreppuráð: Að selja börn
sín í auglýsingar? Dr. Gunni telur
það ekki galið.
„Þau bara vinna fyrir sér. Þetta
fer allt í örugga sjóði, Sjóð 9 og
svona. Ég meina, það er alltaf verið
að safna í bauka og inn á bók. Ef
þau geta fengið gott innlegg fyrir
að vera brot úr degi í auglýsinga-
gerð er það hið besta mál. En ég
er ekki eins og pabbi Home Alone
gæjans [Macauley Culkin] – ég ætla
ekki að troða þeim þangað. Ég fór
til dæmis ekki með soninn í prufu
þegar auglýst var eftir rauðhærð-
um krökkum í Georgs Bjarnfreð-
armyndina. Enda er sonur minn
allt of sætur til að geta hafa verið
Georg ungur,“ segir Dr. Gunni. Og
bætir því við að líklega sé það nú
svo að frami sonar hans í auglýs-
ingum standi í beinu samhengi við
þá staðreynd að vinur hans, Jón
Þór, starfar við gerð auglýsinga
hjá Filmus.
Það var kvikmyndafyrirtækið
Filmus sem stóð að gerð auglýs-
ingarinnar sem er sérstök afmæl-
isútgáfa en auglýsingastofan Vat-
ikanið framleiddi. Arnar Knútsson
hjá Filmus segir Kjörís-menn til
algerrar fyrirmyndar – þeir hafi
haft vaðið fyrir neðan sig og pant-
að auglýsinguna með góðum fyrir-
vara. Hún var sem sagt gerð í fyrra
en oft sé það svo að menn vilji koma
í birtingu sumarauglýsingu þegar
þeir sjá fyrstu sólarglennuna. En
þá eigi eftir að gera auglýsinguna.
jakob@frettabladid.is
DR. GUNNI: UM AÐ GERA AÐ BÖRN VINNI FYRIR SÉR
Selur börnin í auglýsingar
KJÖRÍSDRENGURINN DAGBJARTUR Dr. Gunni segir að tekjurnar sem Dagbjartur vinni
sér inn sem auglýsingaleikari fari í örugga sjóði.
NEYTENDAFRÖMUÐURINN OG VIÐSKIPTARÁÐHERRA Dr. Gunni er líklega þekktasti
neytendafrömuður landsins og leggur nú til frumlegasta kreppuráðið sem heyrst
hefur lengi – að fólk selji börn sín í auglýsingar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
„Safnplata með karlakórnum
Fóstbræðrum er það sem ég
hlusta mest á og svo er það
rímnaplata Iðunnar. Þegar
þessar tvær eru ekki í eyrunum
er það bara Neil Young.“
Ólafur Sigurðsson meindýraeyðir.
„Mér finnst þetta ferlega spenn-
andi,“ segir píanóleikarinn Sunna
Gunnlaugsdóttir sem spilar
með djasskvartett sínum á þaki
sænska sendiráðsins í Washing-
ton DC á þjóhátíðardaginn 17.
júní. Tónleikarnir eru hluti af
norrænni djasshátíð sem verð-
ur haldin í Washington og munu
fleiri hljómsveitir spila uppi á
þakinu. „Þetta er svolítið óvenju-
legt,“ viðurkennir Sunna, sem
ætlar að spila í klukkutíma með
hljómsveit sinni.
Bítlarnir héldu sögufræga loka-
tónleika sína uppi á þaki Apple-
byggingarinnar í London 1969
og U2 gerði slíkt hið sama fyrr á
þessu ári á þaki höfuðstöðva BBC
í London. Sunna slæst því í hóp
mikilla tónlistargoðsagna með
tónleikum sínum í Washington
og á vafalítið eftir að vekja mikla
lukku.
Tónleikarnir smellpassa við
dagskrá Sunnu því hún hefur
þegar bókað tónleika í New York
og Virginíu um svipað leyti. Að
auki ætlar hún að taka upp nýja
plötu í Brooklyn í New York en
áður hefur hún tekið þar upp plöt-
urnar Mindful og Songs From
Iceland. Hún segir það æðislegt
að taka þar upp plötu. „Við erum
með alveg súperfínan flygil og
maður vill helst ekki fara heim
aftur. Þetta er risastórt pláss og
viðarinnréttað. Það er bara algjör
lúxus að vera þarna.“
Til að hita upp fyrir ferða-
lag sitt til Bandaríkjanna spilar
Sunna í Vonarsal SÁÁ í Reykja-
vík 28. maí ásamt Þorgrími Jóns-
syni kontrabassaleikara og Scott
McLemore trommara. Tónleik-
arnir hefjast klukkan 12 og standa
yfir í hálftíma. - fb
Spilar á þaki í Washington
SUNNA GUNNLAUGSDÓTTIR Sunna
spilar uppi á þaki sænska sendiráðsins
í Washington DC á þjóðhátíðardaginn
17. júní.
„Þetta er lítill, hálfgerður sólskinsgjörningur,“
segir athafnamaðurinn Steinar Jónsson sem
hefur tökur á nýrri stuttmynd, Imagination,
um hvítasunnuhelgina. Um dans- og söngva-
mynd er að ræða sem er undir áhrifum frá
hinum vinsælu myndum High School Musical.
„Hún er um dökkklæddan rokkara sem
verður hálfgerður Zac Efron,“ segir Steinar
og á þar við aðalleikara High School Musical.
Myndin, sem verður 8-9 mínútna löng, verð-
ur öll tekin upp á ensku. „Við ætlum að fara
með hana á kvikmyndahátíðir og kynna fyrir
sjónvarpsstöðvum á Norðurlöndunum,“ segir
Steinar og greinilegt að hann ætlar sér stóra
hluti með verkefnið. Myndin er unnin í sam-
vinnu við Kvikmyndamiðstöð Íslands og Rík-
issjónvarpið auk þess sem World Class hefur
veitt aðstoð.
Örlygur Smári, sem tók upp Allt fyrir ástina
með Páli Óskari, semur tónlistina í myndinni
og Haffi Haff sér um förðun. Fyrir utan þá
verður ungt fólk mest áberandi við gerð mynd-
arinnar, flest á framhaldsskólaaldri. Tökur
fara fram í Hagaskóla og ætlar Steinar sjálfur
að leikstýra og framleiða í gegnum fyrirtæki
sitt Mediastream. Honum til halds og traust
er Elín Magnea Magnadóttir. „Maður er með
pínu fiðring í maganum,“ segir hún, enda stutt
í að tökur hefjist eftir eitt og hálft ár í undir-
búningi.
Auk þess að leikstýra er Steinar handrits-
höfundur myndarinnar og eins og gefur að
skilja er handritið í styttri kantinum. „Þetta er
ábyggilega stysta handrit sögunnar, bara ein
blaðsíða,“ segir hann og hlær. - fb
Gerir stuttmynd í anda High School Musical
UNG OG UPPRENNANDI Steinar Jónsson og Elín
Magnea Magnadóttir undirbúa gerð stuttmyndarinnar
Imagination.
FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
Auglýsingasími
Eins og sagt var frá á þessum
stað í vikunni þykir góðborgurum
landsins fátt betra en að njóta
veðurblíðunnar á Austurvelli. Og
hafa menn séð ólíklegustu menn
spjalla saman í mesta bróðerni.
Einhverjir ráku upp stór augu þegar
sjálfur Fáfnismaðurinn Jón Trausti
Lúthersson birtist, ber að ofan í
Fáfnis-vesti og lék við hvurn sinn
fingur. Ekki minnkaði áhugi fólks á
Austurvelli þegar Jón Trausti rakst á
Einar Ágúst Víðisson, Skíta mór-
alsmanninn fyrrverandi, og þeir
féllust í faðma eins og
aldagamlir vinir.
Sveitarstjóranum Ísólfi Gylfa
Pálmasyni er margt til lista lagt.
Hann stýrir Hrunamannahreppi af
mikilli festu, er með íbúð fyrir ofan
væntanlega vínbúð og er hvers
manns hugljúfi. Það kom því fáum
á óvart að Ísólfur Gylfi skyldi hafa
verið fenginn til að stjórna mikilli
grillveislu í tilefni af miklum hreins-
unardegi á miðvikudag þar sem
þingmaðurinn fyrrverandi
eldaði glóðasteiktar
pylsur ofan í hvern
þann sem vildi. - fgg
FRÉTTIR AF FÓLKI
VEISTU SVARIÐ
Svör við spurningum á bls. 8
1. Seltjarnarnes
2. Kris Allen
3. Hagsýni og hamingja