Fréttablaðið - 29.05.2009, Page 2

Fréttablaðið - 29.05.2009, Page 2
2 29. maí 2009 FÖSTUDAGUR www.ob.is26 stöðvar um land allt. -5kr. VIÐ FYRST U NOTKUN Á ÓB-LYKL INUM OG SÍÐAN ALLTAF -2K R. TB W A \R EY K JA VÍ K \ SÍ A Sæktu um ÓB-lykilinn á www.ob.is eða í síma 515 1141. ÓB-lykilhafar geta safnað Vildarpunktum Icelandair. Þóra, væri ekki betra að kasta sér á ljósabekk? „Jú, það er vel hægt að vinna í brúnkunni á Bifröst.“ Þóra Tómasdóttir, sem er einn umsjón- armanna Kastljóss, sagði frá því í Fréttablaðinu í gær að hún hygðist setjast á skólabekk. UMHVERFISMÁL Náttúruverndar- samtökin Sea Shepherd mótmæla því að íslensk stjórnvöld hafi leyft hvalveið- ar í atvinnu- skyni á ný og hóta að grípa tið aðgerða. Samtökin hyggjast endur- vekja aðgerð sem kennd var við ragnarök og stofnað var til árið 2007. Þá stóð til að skip sam- takanna, Farley Mowat, kæmi til landsins til að berjast gegn hval- veiðum. Ekkert varð af þeirri heimsókn. Samtökin sökktu hval- veiðibátum í Reykjavíkurhöfn árið 1986. Í frétt á vef samtakanna segir að hvalveiðar Íslendinga séu brot á alþjóðlegu banni við hval- veiðum í atvinnuskyni. - bj Sea Shepherd mótmæla: Hóta aftur ragnarökum Maðurinn sem lést eftir árekstur tveggja bíla á Grinda- víkurvegi snemma á fimmtudags- morgun hét Sigurfinnur Jónsson. Sigurfinn- ur var 48 ára, fæddur 22. febrúar 1961, og var til heimilis að Arnarhrauni 18 í Grindavík. Hann lætur eftir sig eiginkonu og þrjú börn. Lést í bílslysi SIGURFINNUR JÓNSSON LÖGREGLUMÁL Lögregla hafði síð- degis í gær hendur í hári þriðja mannsins sem kom að ráni á Barðaströnd á Seltjarnarnesi. Hann er nú í haldi lögreglu og verður yfirheyrður í dag. Maðurinn er talinn hafa beðið í bíl fyrir utan ránsstaðinn á meðan félagar hans athöfnuðu sig inni, slógu eldri úrsmið og reyrðu hann fastan með límbandi. Mað- urinn er fæddur 1987. Ekki hefur verið ákveðið hvort farið verður fram á gæsluvarðhald yfir honum líkt og hinum tveimur. Þeir verða í haldi til 3. júní. Þýfið úr ráninu, um sextíu armbandsúr og tugir skartgripa, kom einnig í leitirnar í gær. Það verður flokkað og skoðað og síðan skilað til úrsmiðsins. - sh Ránið á Seltjarnarnesi: Sá þriðji í haldi og þýfið fundið HONDÚRAS, AP Minnst fjórir létust í Hondúras í gær þegar sterkur jarðskjálfti, 7,1 á Richterkvarða, reið yfir undan ströndum Mið- Ameríkulandsins. Hús hrundu bæði í Hondúras og nágranna- landinu Belís og fólk allt til höf- uðborgarinnar í Gvatemala flúði híbýli sín á náttfötunum. Jarðskjálftinn stóð í hálfa mínútu og í fyrstu var óttast að flóðbylgja kynni að vera á leið að ströndum Hondúras, Belís og Gvatemala. Sú hætta leið fljót- lega hjá. Rafmagn fór af á stórum svæðum allt að landamærunum við Mexíkó. - sh Sterkur jarðskjálfti í Hondúras: Fjögur börn sögð hafa farist TJÓN Miðhluti þessarar þjóðvegarbrúar hrundi í skjálftanum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP PAUL WATSON ALÞINGI Breiður vilji er á Alþingi fyrir aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu. Við upphaf þingumræðu um til- lögu ríkisstjórnarinnar þess efnis í gærmorgun var tillögu stjórnar- andstöðuflokkanna, Framsóknar- flokks og Sjálfstæðisflokks, sama efnis útbýtt. Össur Skarphéðinsson utanrík- isráðherra sagði gærdaginn sögu- legan enda sýndi tillaga stjórn- arandstæðinga að hægt væri að ná samstöðu um málið í þinginu. Hann reifaði helstu rök með og á móti Evrópusambandsaðild og sagði mótrökin bæði lög- og rétt- mæt. En hann væri ósammála þeim. Trú hans væri sú að hægt sé að semja um sérlausnir í mikil- vægum málaflokkum. Steingrímur J. Sigfússon, for- maður VG, er á hinn bóginn van- trúaður á að undanþágur og sér- reglur fáist. Byggir hann þá trú sína á reynslu Norðmanna. Þar af leiðandi sagðist Stein- grímur þeirrar skoðunar að þjóðin myndi, þegar þar að kæmi, hafna aðild að Evrópusambandinu í þjóð- aratkvæðagreiðslu. En málið væri þá úr sögunni og við hefðum það ekki lengur hangandi yfir okkur. Steingrímur sagði svo eðlilegt að tillögurnar tvær yrðu „brædd- ar saman“. Málflutningur þingmanna Framsóknarflokks og Sjálfstæð- isflokks var á einn veg: stjórnar- tillagan er hrákasmíð. „Handónýtt plagg,“ sagði til dæmis Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varafor- maður Sjálfstæðisflokksins, og bætti við að hlegið yrði að Íslend- ingum í Brussel þegar tillagan hefur verið þýdd á erlend mál. Um leið ítrekaði hún þá skoðun sína að sækja bæri um aðild að Evrópu- sambandinu. Sigmundur Davíð Gunnlaugs- son, formaður Framsóknarflokks- ins, sagði Ísland ganga án sjálfs- virðingar og reisnar til viðræðna við Evrópusambandið eins og sakir stæðu og taldi harla ólíklegt að leið ríkisstjórnarinnar yrði til þess að góðir samningar næðust. Þráinn Bertelsson, þingmaður Borgarahreyfingarinnar, kvað þingflokk sinn fagna málinu enda þinginu falið að ná niðurstöðu og þjóðinni svo að samþykkja samn- ingsniðurstöður á endanum. bjorn@frettabladid.is Ríkur þingvilji til að sækja um ESB-aðild Aðferðafræði greinir að tillögur ríkisstjórnarinnar annars vegar og Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks hins vegar um Evrópusambandsmál. Stjórnin vill leggja inn aðildarumsókn en stjórnarandstöðuflokkarnir vilja undirbúa mögulega umsókn. Munurinn á tillögunum tveimur er sá helstur að ríkisstjórnin vill að þingið feli henni að leggja inn umsókn en framsóknar- og sjálf- stæðismenn vilja að utanríkismála- nefnd undirbúi mögulega umsókn. Í stjórnartillögunni er gert ráð fyrir að áður en aðildarviðræður hefjist verði víðtækt samráð haft við hagsmunaaðila um samningsmark- mið. Þá segir að fagleg viðræðu- nefnd verði skipuð af ríkisstjórn og að Alþingi setji á fót sérstaka nefnd er fari með samskipti þess við viðræðunefndina. Hin tillagan ráðgerir að utanrík- ismálanefnd útbúi greinargerð um mikilvægustu hagsmuni Íslands og vinni vegvísi að mögulegri umsókn. Í greinargerð segir að þannig sé fullnægjandi fagleg umfjöllun um hagsmuni Íslands tryggð. ÓLÍK AÐFERÐAFRÆÐI VIÐ UNDIRBÚNING MÆLT FYRIR MÁLINU Össur Skarphéðinsson utanríkis- ráðherra flutti þingsályktun- artillögu ríkisstjórnarinnar um aðildarumsókn að Evrópusambandinu í gær. Breiður þingvilji er til aðild- arviðræðna en stjórn og stjórnarandstaða vilja fara ólíkar leiðir. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur staðfest átta ára fang- elsisdóm yfir karlmanni um fertugt sem um árabil hafði reglulegt samræði við ólögráða stjúpdóttur sína. Dómurinn er sá þyngsti sem fallið hefur hér- lendis fyrir kynferðisbrot. Stúlkan bar að stjúpfaðir hennar hefði haft við sig mök tvisvar til þrisvar í viku þegar hún var ell- efu til fjórtán ára. Það þótti ekki sannað, en þótti þó heldur ekki skipta máli, enda væri sannað að brotin hefðu verið mjög regluleg. Maðurinn neitaði sök og sakaði stjúpdótturina um lygar. Systir mannsins kom fyrir dóminn og bar um kynferðislegar hneigðir hans til barna. Dómurinn lækkar bætur til stúlkunnar úr þremur milljónum króna í tvær milljónir. Fimm dómarar dæmdu í málinu. Tveir þeirra, Ingibjörg Benediktsdóttir og Ólafur Börkur Þorvaldsson, skiluðu sératkvæði þar sem þeir lýstu þeirri skoðun sinni að í ljósi alvarleika brotsins ætti ekki að lækka miskabætur til stjúpdótturinnar. - sh Maður sem misnotaði stjúpdóttur sína um árabil hlýtur þyngsta dóm sögunnar: Átta ára fangelsisdómur staðfestur MIKIL SÁLRÆN ÁHRIF Stjúpdóttir mannsins mun þurfa að lifa með afleiðing- um misnotkunarinnar alla tíð, að því er fram kemur í vitnisburði forstöðumanns Barnahúss. Um tíma hafi verið óttast um líf hennar og henni gefin lyf til að hjálpa henni yfir erfiðasta tímabilið. Nú lifi hún sæmilegu lífi, en geti þó ekki farið á staði sem tengist brotunum. Hún muni lítið frá æskuárunum og geti ekki rætt um þau nema leikskólatímabilið. Þá muni hún ekki geta lifað eðlilegu lífi á unglingsárum og muni eiga í miklum erfiðleikum í framtíðinni. Þannig geti barn- eignir til dæmis valdið henni gríðarlegum erfiðleikum. MENNING Málstofa um fjölmiðla og innflytjendur verður haldin í Háskóla Íslands í dag. Þar verð- ur fjallað um hvað fjölmiðlar geti lagt af mörkum til að bæta félagslega aðlögun innflytjenda og auka fjölmenningarlegar umræður. Ed Klute, forstöðumaður Mira Media í Hollandi, hefur framsögu og ræðir þróun þessara mála. Mira Media starfar að því að gera minnihlutahópa af erlend- um uppruna sýnilegri í fjölmiðl- um, en um óháð félagasamtök er að ræða. Málstofan fer fram í dag í Gimli, í stofu 102, klukkan 17 til 19. - kóp Málstofa í Háskóla Íslands: Fjölmiðlar og innflytjendur INTERNET Netvari Símans er for- rit sem á að verja notendur fyrir óæskilegu efni og lokar fyrir aðgang að því, svo sem ofbeldi og klámi. Svo virðist þó sem Netvarinn loki einnig fyrir aðgang að ýmsu pólitísku efni. Þannig hafa notend- ur hans sagt frá því að þeir geti ekki lesið efni á róttækum pólit- ískum umræðusíðum, svo sem um anarkisma, eða til dæmis netsíðu tímarits Byltingarsinnaða banda- ríska kommúnistaflokksins. „Ég hugsa að við getum ósköp lítið sagt við þessu eða gert, þar sem við göngumst undir þessa síu hjá Websense, sem þykir sú besta í heimi,“ segir Margrét Stefáns- dóttir, upplýsingafulltrúi Símans. Netvarinn komi frá Websense „og þeir eru með flokka og skanna hjá sér. Netvarinn stöðvar það sem sleppur ekki framhjá síunni hjá þeim.“ Spurð hvort þ e s s i h l ið - aráhrif þyki áhyggjuefni hjá Símanum segir Margrét svo ekki vera. „Við treyst- um þeirra dóm- greind til að loka. Svo getur fólk líka alltaf losað um síuna hjá sér, leitað og sett hana svo aftur á. Fólk er mjög ánægt með þetta og skólar eru að taka þetta í mjög miklum mæli,“ segir hún. Í skól- unum þurfi ekki að hafa áhyggj- ur af því að verið sé að loka fyrir frjáls skoðanaskipti, þótt lokað sé fyrir nokkrar síður. Margar aðrar komist í gegn. - kóþ Netvari Símans síar fleira en ofbeldi og klám: Stöðvar líka pólitík MARGRÉT STEFÁNSDÓTTIR MENNTAMÁL Norðlingaskóli hlaut í gær Íslensku menntaverðlaun- in, sem forseti Íslands veitti við hátíðlega athöfn í Hofsstaðaskóla í Garðabæ. Skólinn hlaut verð- launin í flokki skóla sem sinnt hafa vel nýsköpun eða farsælu samhengi í fræðslustarfi. Þorvaldur Jónasson, mynd- mennta- og skriftarkennari við Réttarholtsskóla í Reykjavík, hlaut verðlaunin í flokki kennara sem skilað hafa merku ævistarfi eða skarað fram úr. Sylvía Pét- ursdóttir, kennari við Áslands- skóla í Hafnarfirði, hlaut verð- laun í flokki ungra kennara og Helgi Grímsson, skólastjóri Sjá- landsskóla, hlaut verðlaun sem nýjungagjarn námsefnishöfund- ur. - sh Forseti veitir menntaverðlaun: Norðlingaskóli hlaut verðlaun SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.