Fréttablaðið - 29.05.2009, Page 23

Fréttablaðið - 29.05.2009, Page 23
„Ravioli er pasta með fyllingu, sem er algengt á Norður-Ítalíu,“ segir hinn ítalski Paolo Gian- francesco. Í Flórens lærði hann arkitektúr og þar sótti hann einn- ig japanskan matreiðsluskóla og lærði til prófs í vínsmökkun. Paolo fékk snemma mikinn áhuga á matargerð en hann er ættaður frá bænum Bojano í Molisa-héraði á Suður-Ítalíu. „Ferskt pasta þarf litla suðu,“ svarar Paolo þegar hann er spurður út í leiðbeiningar við matreiðsluna.„Setjið klettasalat- dressinguna fyrst á diskinn, þar næst pastað og setjið sósuna síðan ofan á. En gætið þess að hræra þessu ekki saman.“ Aðferðin við pastadeigið er að sögn Paolo áþekk þeirri sem notuð er við pítsudeig, enda kannast flestir við það hvernig á að hnoða það og fletja síðan út með köku- kefli, því algenga eldhúsáhaldi. Paolo hvetur þá sem aldrei hafa reynt að laga handgert pasta til að ráðast til atlögu við það sem fyrst. „Farið bara varlega þegar pastað er dregið upp úr pottinum.“ Hér til hliðar má sjá útfærslu Paolo á fylltu pasta þar sem hann leyfir sér að leika sér með hefðina. vala@frettabladid.is Pasta (ravioli) 3 egg 2 eggjahvítur salt um 350 g af hvítu hveiti Fylling ½ lítill laukur saxaður 150 g ferskir ítalskir Porcini-sveppir eða 30 g þurrkaðir 125 g ferskur mozza- rellaostur salt og svartur pipar 50 g parmesanostur Dressing 3 msk. jómfrúarolía örlítið af blóðbergi (tímían) 1 hvítlauksrif 150 g kirsuberjatómatar Sósa 50 g ferskt klettasalat (rucola) 15 g furuhnetur 3 msk. jómfrúarolía 50 g parmesanostur Sláið eggjunum saman við eggjahvít- urnar og vinnið hveitið og saltið saman við. Rúllið deiginu í litla bolta og látið standa og setjið rakan klút yfir í um 30 mínútur. Setjið snyrta sveppina, skorinn laukinn, brytjaðan mozzarella- og parmesanostinn á pönnu og saltið og piprið og setjið svo allt saman í matvinnsluvél eða blandara. Fletjið deigið út í tvö þunn blöð og skerið í tólf ferninga/hringi. Notið ½ msk. af fyllingu á hvern 5 cm ferning. Látið það í sjóðandi saltað vatn og gætið þess að sjóða ekki of lengi. Takið pastað varlega upp úr pottinum og leyfið því að þorna. Berið fram með sós- unni og dressingunni. Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 GRÓÐURBLÓT verður haldið við hús Skógræktar ríkisins á Mógilsá í Kollafirði laugardaginn 30. maí klukkan 14. Eftir blót- ið verður grillað, spjallað og spaugað. Stuttar gönguleiðir eru í nágrenninu og hin árlega eggjaleit fer fram. Heimalagað fyllt pasta Paolo Gianfrancesco er ítalskur arkitekt sem búið hefur hér á landi í tvö ár. Hann gefur lesendum Frétta- blaðsins uppskrift að fylltu pasta, ravioli, sem er einfaldara að búa til en margir halda. „Setjið klettasalat-dressinguna fyrst á diskinn,“ bendir Paolo á. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON HEIMALAGAÐ PASTA Með fyllingu FYRIR 4 Ravioli, fyllt pasta, er algengt á Norður-Ítalíu. Ferskt pasta þarf litla suðu og best er að bera það fram sem fyrst. H rin g b ro t Veitingahúsið Perlan - Sími 562 0200 - Fax 562 0207 Netfang perlan@perlan.is - Heimasíða www.perlan.is Nýr A la Carte REYKT ÖND með blönduðu salati, valhnetum og fíkjublöndu Við mælum með Pinot Gris, Pully Fumé eða Pouilly Fuisse með þessum rétti. 4ra rétta tilboðsseðill Verð aðeins 6.890 kr. með 4 glösum af sérvöldum vínum aðeins 10.490 kr. Gjafabréf PerlunnarGóð tækifærisgjöf!

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.