Fréttablaðið - 29.05.2009, Qupperneq 26
2 föstudagur 29. maí
Þ etta var eiginlega svolítil skyndiákvörð-un. Við fengum bara hugmynd og vorum
ekkert að velta okkur of mikið yfir henni,“
segir Urður Hákonardóttir, fyrrum söngkona
Gusgus og framkvæmdastjóri Nostalgíu, nýrr-
ar fataverslunar við Laugaveg 37. Verslunin
var opnuð með opnunarteiti á miðvikudags-
kvöldið.
„Í rauninni small allt mjög auðveldlega
saman, vorum fljót að panta inn litla send-
ingu og svo er meira á leiðinni í næstu viku,“
segir Urður. „Búðin er hlaðin gersemum og
vel völdum „second hand“-stykkjum ásamt
ýmsum skemmtilegum nytjahlutum. Við selj-
um notuð föt og ýmsa smáhluti og erum við
opin fyrir því að kaupa gamla lagera, tuttugu
ára og eldri, af fatnaði, fylgihlutum og bús-
áhöldum,“ segir Gígja Ísis verslunarstjóri og
Urður tekur í sama streng. „Við erum með
fjölbreytt úrval og erum ekki að einskorða
okkur við ákveðin tímabil eða stíl og erum
með 70‘s, 80‘s og 90‘s dót,“ segir Urður sem
vann áður í 38 þrepum og Spúútnik.
Aðspurð segist hún ekki hafa séð neitt því
til fyrirstöðu að stofna verslun í kreppunni.
„Ég sé ekki að þetta ætti ekki að vera hægt.
Ég held að á þessum tíma blómstri litlu
fyrirtækin, endurvinnsla og íslensk hönn-
un, það er vonandi það sem fólk er að hugsa
um núna. „Second hand“ er líka alltaf búið
að vera sterkt hér og er að koma sterkara inn
en áður. Við erum að opna á góðum tíma því
sumarið er alltaf svolítið tími Laugavegarins
og ég er ein af þeim sem fer alltaf á Lauga-
veginn, en ekki í Kringluna eða Smáralind,“
útskýrir Urður og segist vera bjartsýn. „Það
kom fullt af fólki í gær og við höfum fengið
rosalega góðar viðtökur svo ég hef fulla trú á
þessu.“ - ag
núna
✽ á ferð um landið
Útgáfufélag 365 miðlar ehf. Forsíðumynd Stefán Karlsson Útlitshönnun Kristín Agnarsdóttir
Auglýsingar Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is sími 512 5462
Föstudagur Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000
„Undirbúningur er í fullum gangi
og það er búið að ganga frá öllu
þessu helsta svo sem matseðli,
kokkum og músík,“ segir Friðrik
Weisshappel spurður um fyrirhug-
að brúðkaup. Friðrik mun ganga
að eiga unnustu sína, Tine Holm-
boe, 11. júlí næstkomandi, en þau
trúlofuðu sig í fyrrasumar og eiga
dótturina Irmu, sextán mánaða.
Við ætlum að gifta okkur í lítilli
sveitakirkju sem er í klukkutíma
akstursfjarlægð frá Kaupmanna-
höfn, en höldum síðan veislu
á herragarði sem er í eigu fjöl-
skyldu Tine. Þar ætla mínir bestu
vinir að gista og síðan vöknum við
öll saman og fáum okkur „brunch“
daginn eftir,“ útskýrir Friðrik sem
á von á um 125 manns í veisluna,
en um 30 manns munu gista á
herragarðinum.
Aðspurður segist hann vera
búinn að bóka tónlistaratriði og
ljósmyndara fyrir brúðkaupsdag-
inn. „Í mínum vinahópi eru tveir
mjög góðir plötusnúðar, en síðan
erum við búin að bóka danska
djassmúsíkanta.
Við vildum ekki fara í hefð-
bundna brúðkaupsmyndatöku
svo við fengum mjög góðan tón-
leikaljósmyndara sem verður með
okkur allan tímann og sefur svo
ásamt gestum til að taka myndir
daginn eftir.
Það mikilvægasta við þetta er
að vakna inn í hjónabandið um-
kringdur nánustu vinum og fjöl-
skyldu,“ segir Friðrik, spenntur
fyrir stóru stundinni. - ag
Friðrik Weisshappel gengur í það heilaga:
Giftir sig í Danmörku
Hamingjusöm Friðrik og Tine ásamt
dóttur sinni, Irmu, sem er að verða sex-
tán mánaða.
BLÓMLEG Í BLEIKU Eins og gefur
að skilja vakti Paris Hilton eftirtekt
þegar hún mætti í þessum bleika
blómakjól í kokkteilboð við opnun
Mardan Palace-hótelsins í Tyrklandi
um síðustu helgi.
augnablikið
Selur nýjan heilsu- og
vítamíndrykk
„Bróðir minn fékk þvílíkan áhuga á
þessu og er að selja þetta svo ég
er svona að hjálpa honum,“ segir
Ragnheiður Ragnarsdóttir sund-
kona um nýjan heilsu- og vítamín-
drykk sem kallast Jen Fe. „Þjálfar-
arnir mínir byrjuðu á þessu og
þegar ég sá hvað þeir voru
hressir og orkumiklir ákvað
ég að prófa. Ég borða ekki
mikinn sykur, en núna lang-
ar mig bara ekki í neitt sætt og er
miklu hressari,“ segir Ragnheiður
um drykkinn, en um síðustu helgi
setti hún tvö ís-
landsmet í 50 og
100 metra skrið-
sundi og er þar
með komin í 30.
sæti í heiminum
í 50 metra skrið-
sundi.
Eyða sumrinu á Íslandi
Duncan McKnight, söngvari hljóm-
sveitarinnar The Virgin Tongues,
sem stórslasaðist eftir fall úr íbúð
á Skólavörðustíg í byrjun maí er
kominn úr lífshættu. Félagar hans
í bandinu hafa ákveðið að eyða
sumrinu á Íslandi við upptökur á
meðan Duncan nær bata og eru
mjög hrifnir af landi og þjóð. Þeir
eru um þessar mundir að taka upp
myndband við lag sitt Six Feet
Underground.
Eignaðist litla stelpu
Sigrún Hrólfsdóttir, einn þriggja
meðlima Gjörningaklúbbsins, átti
dóttur í síðustu viku ásamt unn-
usta sínum, Þorgeiri Guðmunds-
syni tónlistarmanni og kvikmynda-
gerðarmanni. Þetta er fyrsta barn
þeirra og heilsast móður og barni
vel.
NÍNA BJÖRK GUNNARSDÓTTIR LJÓSMYNDARI
ég ætla að hitta vini á föstudagskvöldið og á laugardaginn ætla ég með soninn og
kærastann á fjölskylduskemmtun hjá 365 sem er í fjölskyldugarðinum. Á sunnu-
daginn er ég að vinna en þá er bæði fjölskyldumyndataka og óléttumyndataka.
þetta verður yndisleg og skemmtileg helgi þar sem ég mun hitta fullt af fólki.
helgin
MÍN
Ný „second hand“-verslun á Laugavegi:
Notuð föt og nytjahlutir
Ánægðar Helena Jónsdóttir mætti á
opnunina ásamt dóttur sinni, Hrafntinnu
Árnadóttur, og Moniku Magdalenu.
Töff Svala Björgvins var meðal gesta við
opnun Nostalgíu.
Flottar Urður Hákon-
ardóttir framkvæmda-
stjóri og Gígja Ísis, versl-
unarstjóri Nostalgíu, voru
ánægðar með opnunina.
þetta
HELST