Fréttablaðið - 29.05.2009, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 29.05.2009, Blaðsíða 50
30 29. maí 2009 FÖSTUDAGUR sport@frettabladid.is KR 1-2 FH 1-0 Bjarni Guðjónsson (59.) 1-1 Matthías Vilhjálmsson (66.) 1-2 Atli Guðnason (87.) KR-völlur, áhorf.: 2.370 Valgeir Valgeirsson (7) TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 12–10 (5–5) Varin skot Stefán 3 – Daði 3 Horn 7–10 Aukaspyrnur fengnar 15–14 Rangstöður 1–0 KR 4–4–2 Stefán Logi Magnússon 6 - Skúli Jón Friðgeirsson 6, Mark Rutgers 7, Grétar Sigurðarson 6, Jordao Diogo 7 - Gunnar Örn Jónsson 5 (84., Guðmundur Pétursson -), Jónas Guðni Sævarsson 7, Bjarni Guðjónsson 8, Óskar Örn Hauksson 4 (69., Gunnar Kristjánsson 5) - Baldur Sigurðsson 6, Prince Rajcomar 6 (80., Björgólfur Takefusa -). FH 4–3–3 Daði Lárusson 8 ML - Guðmundur Sævarsson 6, Pétur Viðarsson - (19., Freyr Bjarnason 6), Tommy Nielsen 7, Hjörtur Logi Valgarðsson 7 - Matthías Vilhjálmsson 6, Björn Sverrisson 5, Davíð Þór Viðarsson 6 - Matthías Guðmundsson 6 (77., Tryggvi Guðmundsson -), Atli Viðar Björnsson 5 (70., Alexander Söderlund 5), Atli Guðnason 6. Pepsi-deild karla: KR-FH 1-2 1-0 Bjarni Guðjónsson (59.), 1-1 Matthías Vil- hjálmsson (66.), 1-2 Atli Guðnason (87.) Stjarnan-Fylkir 2-1 1-0 Steinþór Freyr Þorsteinsson (4.), 1-1 Valur Fannar Gíslason, víti (11.), 2-1 Björn Pálsson (34.). Fram-Valur 1-2 1-0 Paul McShane (20.), 1-1 Bjarni Ólafur Eiríks- son (43.), 1-2 Marel Baldvinsson (49.). Breiðablik-Keflavík 4-4 0-1 Haukur Ingi Guðnason (5.), 0-2 Magnús Sverrir Þorsteinsson (13.), 1-2 Alfreð Finnbogason (15.), 2-2 Kristinn Steindórsson (58.), 3-2 Haukur Baldvinsson (69.), 4-2 Haukur Baldvinsson (70.), 4-3 Magnús Þórir Matthíasson (72.), 4-4 Bjarni Hólm Aðalsteinsson (85.) Grindavík-Þróttur 2-1 1-0 Jóhann Helgason (9.), 1-1 Rafn Andri Har- aldsson (32.), 2-1 Orri Freyr Hjaltalín (36.). Fjölnir-ÍBV 1-3 0-1 Tony Mawejje (5.), 0-2 Ajay Leitch-Smith (53.), 1-2 Andrew Mwesigwa, sjm (57.), 1-3 Andri Ólafsson (66.). STAÐAN: Stjarnan 5 4 0 1 15-7 12 FH 5 4 0 1 12-6 12 KR 5 3 1 1 8-3 10 Fylkir 5 3 1 1 7-3 10 Keflavík 5 3 1 1 9-6 10 Breiðablik 5 2 1 2 10-11 7 Valur 5 2 1 2 6-7 7 Fram 5 1 1 3 4-5 4 Fjölnir 5 1 1 3 7-11 4 Grindavík 5 1 1 3 6-12 4 ÍBV 5 1 0 4 3-8 3 Þróttur 5 0 2 3 3-11 2 Pepsi-deild kvenna: Þór/KA-Valur 2-7 1. deild karla: ÍA-Afturelding 1-0 Jón Vilhelm Ákason samkv. fótbolti.net. ÚRSLIT Laugard., áhorf.: 812 Fram Valur TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 6–12 (2–6) Varin skot Hannes 3 – Haraldur 1 Horn 2–6 Aukaspyrnur fengnar 9–12 Rangstöður 3–0 VALUR 4–4–2 Haraldur Björnsson 6 Steinþór Gíslason 5 Atli Sv. Þórarinsson 7 Guðm. Mete 6 Bjarni Ó. Eiríksson 7 Ólafur Páll Snorrason 7 Ian Jeffs 6 Sigurbjörn Hreiðars. 5 Hafþór Vilhjálmsson 6 (85., Viktor Illugas. -) Guðm. Hafsteinsson 6 *Marel Baldvins. 8 (90., Einar Marteins. -) *Maður leiksins FRAM 4–4–2 Hannes Halldórsson 6 Almarr Ormarsson 5 Auðun Helgason 5 Kristján Hauksson 3 Sam Tillen 4 Heiðar Geir Júlíusson 5 Halldór H. Jónsson 5 Paul McShane 7 Joseph Tillen 5 (73., Ingvar Ólason -) Ívar Björnsson 5 (83., Grímur Gríms. -) Hjálmar Þórarinsson 7 (83., Alexander Þór. -) 1-0 Paul McShane (20.) 1-1 Bjarni Ólafur Eiríksson (43.) 1-2 Marel Baldvinsson (49.) 1-2 Jóhannes Valgeirsson (6) > Allt um leiki gærkvöldsins á Vísi Fréttablaðið minnir á að umfjöllun um alla leiki Pepsi- deildar karla má finna á íþróttavef Vísis. Fréttablaðið mun sem fyrr sinna leikjum deildarinnar af fremstu getu en á Vísi má finna umfjöllun, viðtöl, tölfræði og einkunnir leikmanna og dómara úr hverjum leik, skömmu eftir að þeim lýkur hverju sinni. Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins er einnig á Vísi en þar er öllum leikjum deild- arinnar lýst með beinni texta- og atburðalýsingu. Þú færð spurningu sem þú Þú svarar með því að senda SMS ESL A, B EÐA C Á NÚMERIÐ 1900. AÐALVINNINGUR: GUITAR HERO KIT + METALLICA LEIKUR 10. HVER VINNUR! KEMU R 29. M AÍ *Aðalvinningar dregnir út úr öllum innsendum skeytum Vinningar verða afhentir í ELKO Lindum. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. 149 kr/skeytið. Þú færð 5.mín til að svara spurningu. Leik líkur 1.júní kl 23:59 2009 SENDU SMS SKEYTIÐ ESL MGH Á NÚMERIÐ 1900. AUKA VINNINGAR SEM ROKKA... GITAR HERO METALLICA LEIKUR, AÐRIR GUITAR HERO, DVD MYNDIR, GOS OG OG FLEIRA! WWW.BREIK.IS/GUITARHERO Valsmenn mættu í Laugardalinn í gærkvöldi og mættu Frömurum í Pepsi-deild karla. Þeir gerðu góða ferð því þeir tóku með sér 3 stig á Hlíðarenda eftir 2-1 sigur með mörkum frá Bjarna Ólafi Eiríkssyni og Marel Baldvinssyni, eftir að Paul McShane hafði komið Fram yfir. „Þau eru ekki mörg mörkin hjá mér í Íslandsmótinu þannig að það var mjög sætt að skora. Mér fannst þetta jafn leikur en sigurinn sanngjarn, við skoruðum fleiri þannig að það hlýtur að vera sanngjarnt,“ sagði markaskorarinn Bjarni Ólafur í leikslok. Fyrri hálfleikur var í rólegri kantinum. Framarar voru þó sterkari aðilinn til að byrja með og það var nokkuð í takt við gang mála þegar þeir komust yfir með marki Paul McShane eftir laglegan undirbúning og sendingu Hjálmars Þórarinssonar. Leikur Valsmanna batnaði lítið við þetta og Framar- ar voru nálægt því að auka forystuna þegar Hjálmar átti skot í þverslá. Undir lok hálfleiksins náðu Valsmenn hins vegar að jafna þegar landsliðsmað- urinn Bjarni Ólafur Eiríksson skoraði með skalla eftir aukaspyrnu Ians Jeffs. Greinilegt var að Willum Þór, þjálfari Vals, hafði rætt vel við sína menn í hálfleiknum því leikur liðsins var allt annar og betri í síðari hálfleik. Fljótlega í hálfleiknum skoraði Marel Jóhann sigurmark Vals þegar hann skallaði boltann í netið eftir frábæra sendingu frá Ólafi Páli Snorrasyni. Niðurstaðan var 2-1 sigur Vals og þeir því komnir með 7 stig í Pepsi-deildinni, en Framarar sitja eftir með 4 stig. Bjarni Ólafur sagði fyrri hálfleikinn ekki hafa verið nógu góðan hjá Val. „Við vorum of langt frá sóknarmönnum þeirra í fyrri hálfleik og þeir fengu boltann mikið í fæturna og náðu að snúa. En við lokuðum á þetta í seinni hálfleik þar sem við spiluðum mun betur,“ sagði Bjarni. Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Fram, var auðvitað ekki ánægður í leikslok. „Það er mjög slæmt að tapa hérna heima. Það er ekkert ósanngjarnt í þessum bolta en við höfðum völdin í fyrri hálfleik en misstum dampinn eftir að þeir skoruðu. Það var eitt lið á vellinum fyrstu 35 mínúturnar en mark númer tvö kom ekki hjá okkur, sem hefði klárað leikinn.“ - sjj PEPSI-DEILD KARLA: VALUR VANN GÓÐAN SIGUR Á FJENDUM SÍNUM Í FRAM Á LAUGARDALSVELLINUM Marel tryggði Valsmönnum dýrmætan sigur FÓTBOLTI Atli Guðnason var hetja FH er hann tryggði sínum mönn- um 2-1 sigur á KR á útivelli með marki í lok leiksins. Bjarni Guð- jónsson hafði komið KR yfir en Matthías Vilhjálmsson jafnaði metin. Leikurinn var hin besta skemmt- un og hörkuspennandi. Staðan var markalaus í hálfleik en á endanum var það seigla FH-inga sem skil- aði þeim stigunum þremur. Þeir gáfust ekki upp þó svo að sprækir KR-ingar höfðu sýnt að þeir eiga í fullu tré við meistarana. Hafnfirðingar gátu þakkað Daða Lárussyni fyrir að staðan var enn markalaus í hálfleik. Hann varði í tvígang mjög glæsilega. Fyrst skot Prince Rajcomar sem hafnaði í stönginni og svo eftir aukaspyrnu Bjarna Guðjónssonar. Fyrri hálfleikur var fjörlegur en sá seinni var ekki síðri. KR-ingar byrjuðu betur og uppskáru mark á 57. mínútu er Bjarni Guðjóns- son lauk góðri sókn heimamanna með skoti að marki sem hafnaði í netinu. Einkar vel gert hjá KR- ingum. En FH-ingar hafa ekki verið þekktir fyrir að gefast upp við mótlæti og fóru að halda boltanum betur innan liðsins. Tíu mínútum eftir mark KR kom svo sending frá Matthíasi Guðmundssyni inn á teig KR-inga þar sem nafni hans Vilhjálmsson var mættur á réttan stað og skallaði boltann í markið. Þar með hófst mikil barátta og sóknir á báða bóga. Daði bjarg- aði aftur er Gunnar Örn Jónsson komst í gott skotfæri og var það besta færi KR-inga. Það var svo undir lok leiksins að sigurmarkið kom. FH-ingar sóttu og barst bolt- inn á varamanninn Tryggva Guð- mundsson sem gerði vel og náði skoti að marki. Stefán Logi varði en Atli Guðnason náði frákastinu og sendi boltann í autt markið. „Ég var ekki ánægður með liðið í fyrri hálfleik og þar til KR skor- aði,“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH. „KR var mjög sterkt og vel skipulagt en við fórum svo að spila betur og nýta vængina eftir markið þeirra. Við sýndum svo góðan karakter og náðum að klára leikinn.“ Hann hefur þó eðlilega áhyggjur af því að það þurfi mark frá and- stæðingnum til að kveikja í mönn- um. „Við þurfum að byrja betur í okkar leikjum því ef við komumst yfir þurfa liðin að sækja framar- lega á móti okkur og þá spilum við best. Þetta er eitthvað sem við þurfum að vinna í.“ Jónas Guðni Sævarsson, fyrirliði KR, var eðlilega svekktur í leiks- lok. „Eftir markið okkar duttum við allt of neðarlega og ætluðum að verja forystuna. Það má ekki gegn FH og þeir nýttu sér það. En það er gott að það er stutt í næsta leik og ætlum við okkur að fara með sigur á bakinu í þetta langa landsliðsfrí,“ sagði Jónas Guðni Sævarsson. eirikur@frettabladid.is Baráttan bjargaði FH á ný FH vann góðan 2-1 útisigur á KR og það eftir að hafa lent marki undir. Eins og meistararnir hafa áður sýnt þá gefast þeir ekki upp við mótlætið og halda ótrauðir áfram þar til sigur er í höfn. Gríðarleg seigla var í meisturunum. VEL VARIÐ Daði Lárusson varði virkilega vel í marki FH í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON ÁTÖK Það var gríðarlega hart barist í leik KR og FH í gær eins og sjá má á þessari mynd. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.